Hvar erum við stödd í dag? Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 11:30 Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísitalan sýnir okkur þessa stöðu?Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða tiltekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnumarkaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannarlega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar lýsir þannig kaupmætti tímakaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í buddunni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félagsmanna VR og birtir nú Kaupmáttarvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustundum hefur fækkað eða þeim fjölgað. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur einfaldlega hvar við erum stödd.Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttarvísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttarvísitala VR bendir til þess að kaupmáttur félagsmanna VR sé á svipuðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfunartekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www.vr.is. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um vísitöluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísitalan sýnir okkur þessa stöðu?Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða tiltekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnumarkaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannarlega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar lýsir þannig kaupmætti tímakaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í buddunni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félagsmanna VR og birtir nú Kaupmáttarvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustundum hefur fækkað eða þeim fjölgað. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur einfaldlega hvar við erum stödd.Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttarvísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttarvísitala VR bendir til þess að kaupmáttur félagsmanna VR sé á svipuðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfunartekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www.vr.is. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um vísitöluna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar