Hvar erum við stödd í dag? Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 11:30 Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísitalan sýnir okkur þessa stöðu?Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða tiltekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnumarkaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannarlega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar lýsir þannig kaupmætti tímakaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í buddunni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félagsmanna VR og birtir nú Kaupmáttarvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustundum hefur fækkað eða þeim fjölgað. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur einfaldlega hvar við erum stödd.Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttarvísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttarvísitala VR bendir til þess að kaupmáttur félagsmanna VR sé á svipuðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfunartekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www.vr.is. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um vísitöluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan í efnahagslífinu er mikið til umræðu þessa dagana, allt á uppleið og bjart framundan segja margir. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands bendir til þess að kaupmáttur launa í dag sé á svipuðu róli og á fyrri hluta árs 2008, skömmu fyrir hrun. Vísitalan þarf að hækka um minna en 1% til að ná sínu hæsta gildi frá upphafi birtingar. Ég held hins vegar að margir séu sammála mér þegar ég segi að ég finn ekki fyrir því að kaupmáttur minn sé nánast sá sami og skömmu fyrir hrun – langt í frá. En hvernig má það vera, ef vísitalan sýnir okkur þessa stöðu?Kaupmáttur tímakaups Kaupmáttur segir til um hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun eða tiltekna upphæð. Kaupmáttarvísitala Hagstofu Íslands lýsir hins vegar kaupmætti á takmarkaðan hátt. Hún tekur eingöngu tillit til reglulegra launa, en þau fela ekki í sér neina yfirvinnu. Hún tekur ekki tillit til starfshlutfalls – þó allir launamenn á íslenskum vinnumarkaði færu úr fullu starfi í 80% starf myndi það ekki hafa áhrif á Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Vísitalan tekur heldur ekki tillit til breytinga á sköttum sem sannarlega hafa áhrif á útborguð laun okkar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar lýsir þannig kaupmætti tímakaups fyrir skatt. Þegar við tölum um kaupmátt lítum við hins vegar flest til þess hvað við getum fengið fyrir heildarlaun okkar eftir skatt, peningana sem verða eftir í buddunni. Við viljum skoða kaupmátt ráðstöfunartekna okkar. Þetta er ástæða þess að VR hefur tekið saman upplýsingar um kaupmátt ráðstöfunartekna félagsmanna VR og birtir nú Kaupmáttarvísitölu VR. Vísitalan tekur til heildarlauna félagsmanna, þ.e. allra launatekna. Hún tekur tillit til þess ef breyting hefur orðið á starfshlutfalli eða ef vinnustundum hefur fækkað eða þeim fjölgað. Hún tekur tillit til áhrifa af breytingum á skattkerfinu, eins og þeirra sem urðu í kjölfar hrunsins þegar tekið var upp þriggja þrepa skattkerfi. Hún sýnir okkur einfaldlega hvar við erum stödd.Við erum á sama stað og árið 2005 Og þegar við skoðum Kaupmáttarvísitölu VR sjáum við aðra mynd en þá sem Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar sýnir. Kaupmáttarvísitala VR bendir til þess að kaupmáttur félagsmanna VR sé á svipuðu róli og árið 2005, ekki fyrri hluta árs 2008 eins og Kaupmáttarvísitala Hagstofunnar segir til um. Kaupmáttarvísitala VR þarf að hækka um 10% til að ná sínu hæsta gildi samanborið við 1% fyrir Kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar. Til að vita hvert við viljum fara, verðum við fyrst að vita hvar við erum stödd. Kaupmáttarvísitala VR sýnir stöðuna hjá okkur í VR, við höfum stigið nær áratug aftur í tímann hvað kaupmátt ráðstöfunartekna okkar varðar. Þetta hlýtur að vera upphafsstaða okkar fyrir næstu kjarasamningagerð. Þróun Kaupmáttarvísitölu VR má sjá á heimasíðu félagsins, www.vr.is. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um vísitöluna.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun