Lífið

Ókeypis leiklistarnámskeið W.O.M.E.N.

Ugla Egilsdóttir skrifar
Aude Busson er sviðslistakona.
Aude Busson er sviðslistakona.
Aude Busson er ein af leiðbeinendum á ókeypis leiklistarnámskeiði í Söguhring kvenna á Bókasafninu í Gerðubergi. Leiklistarnámskeiðið er samstarfsverkefni W.O.M.E.N – Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins.

Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á sunnudögum klukkan 13:00-16:00. „Þetta er fyrir útlenskar konur og líka íslenskar,“ segir Aude.

„Hugmyndin er að eiga skemmtilegar stundir saman og nota leikhústjáningu til þess að eiga samskipti öðruvísi en í daglegu lífi, og án þess að vera hræddar um einhvern menningarlegan misskilning.

Síðan er alltaf partur af námskeiðinu að fá okkur kaffi og spjalla saman. Þetta fer fram í Gerðubergi vegna þess að okkur fannst gaman að staðsetja svona listsköpun annars staðar en í miðbænum.“

Fyrsta æfingin verður haldin í Borgarbókasafninu, Gerðubergi 3-5, á morgun, sunnudaginn 12. janúar, klukkan 13:00-16:00. Leiðbeinendur verða Aude Busson og Helga Arnalds. Námskeiðið er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×