Alvarlegt slys varð í Skeifunni í Reykjavík í dag þegar ekið var á unga stúlku á grunnskólaaldri.
Lögregla og sjúkrabifreið var kölluð á vettvang og var stúlkunni ekið á slysadeild. Hún var með meðvitund.
Ekið var á stúlkuna rétt við skyndibitastaðinn Metro í Fákafeni en lögreglan hefur nú lokað götunni og rannsókn málsins stendur yfir.
Eftir þeim upplýsingum sem blaðamaður Vísis fékk uppgefið á staðnum var stúlkan með meðvitund þegar henni var ekið á sjúkrahús.
Samkvæmt lögreglumönnum á svæðinu mun bílinn ekki hafa verið á mikilli ferð en aðeins sést á stuðara bílsins.
Ekið á stúlku í Skeifunni
Stefán Árni Pálsson skrifar
