Launadeila lækna – samningstilboðin tala sínu máli Svanur Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Læknaskortur er orðinn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu. Þá er húsakostur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðvar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgðina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytjast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sérfræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslánin sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkjunum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknisfræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóðavæðingin hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu heilbrigðiskerfisins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera samkeppnisfært.Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem einkennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítalinn skuldum vafinn vegna vanskila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækkun til handa læknum sem eitthvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstilboðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Læknaskortur er orðinn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu. Þá er húsakostur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðvar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgðina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytjast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sérfræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslánin sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkjunum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknisfræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóðavæðingin hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu heilbrigðiskerfisins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera samkeppnisfært.Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem einkennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítalinn skuldum vafinn vegna vanskila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækkun til handa læknum sem eitthvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstilboðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar