Launadeila lækna – samningstilboðin tala sínu máli Svanur Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Læknaskortur er orðinn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu. Þá er húsakostur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðvar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgðina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytjast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sérfræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslánin sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkjunum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknisfræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóðavæðingin hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu heilbrigðiskerfisins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera samkeppnisfært.Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem einkennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítalinn skuldum vafinn vegna vanskila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækkun til handa læknum sem eitthvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstilboðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer væntanlega fram hjá fáum að nú ríkir kreppa í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Læknaskortur er orðinn alvarlegur á bæði sjúkrahúsum og heilsugæslu. Þá er húsakostur, ýmis tækjakostur og aðstaða miðstöðvar lækninga á landinu, Landspítalans, löngu úr sér gengin. Læknar hafa dregist aftur úr launaþróun háskólamenntaðra á Íslandi undanfarinn áratug. Sértaklega ber að nefna þar kjör almennra lækna sem eru um 100 þúsund krónum lægri en þeirra háskólastétta sem best fá launin eftir útskrift. Samt eru læknakandídatar með lengsta háskólanámið og mestu ábyrgðina í starfi. Þetta hefur verið svartur blettur á íslensku launakerfi um langan aldur og er ein stærsta ástæða þess að unglæknar flytjast af landi brott eins fljótt og þeir geta eftir útskrift. Ástandið er ekki boðlegt. Þeir fá hærri laun t.d. í Danmörku en sérfræðingar eftir 13 ára starf fá hérlendis. Í Noregi er þeim boðið að auki að fá námslánin sín niðurgreidd. Fjölskylda og vinatengsl toga unglækna heim en stór skuldastaða eftir 6-8 ára nám, engar eignir og annars flokks vinnuaðstaða eru ófrýnilegir valkostir miðað við það sem býðst í nágrannaríkjunum. Kjaramismunurinn er einfaldlega allt of mikill á öllum stigum læknisfræðinnar til að fara heim. Eftir þau 10-14 ár sem það svo tekur að greiða niður námslánin og eignast eitthvað sem bjóðandi er fjölskyldunni eru ræturnar orðnar það sterkar erlendis að Ísland telst ekki lengur „heima“. Þannig höfum við nú þegar misst af 1-2 kynslóðum lækna sem við sjáum ekki aftur. Alþjóðavæðingin hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu heilbrigðiskerfisins. Vinnuafl flæðir þangað sem kjörin eru best og vinnu er að fá. Ísland þarf að vera samkeppnisfært.Fjársveltistefna víki Nú er að duga eða drepast. Sú fjársveltistefna sem einkennt hefur heilbrigðispólitík íslenskra stjórnmálamanna undanfarna tvo áratugi þarf að víkja. Góðærið kom aldrei í heilbrigðiskerfið og því varð engin uppbygging þar líkt og í svo mörgu öðru í þjóðfélaginu sem á enn stoðir í húsnæði og framþróun þrátt fyrir hrunið. Í miðju góðærinu var Landspítalinn skuldum vafinn vegna vanskila við birgja. Fjárhagsleg óráðsía og pólitísk vanræksla einkenndi málaflokkinn og við súpum áfram seyðið af því. Læknafélagið hefur beðið ríkisstjórnina um kauphækkun til handa læknum sem eitthvað munar um. Eitthvað sem sýnir hið minnsta að Ísland hafi áhuga á því að reyna að snúa við þróun landflótta íslensku læknastéttarinnar. Þegar ríkisstjórnin svarar því ítrekað með 3% tilboðum er hún einfaldlega að sýna læknum og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar fingurinn. Það er í takt við gamalkunnuga vanrækslu. Það eru skilaboð um að hér verði áfram B-gæði og raunverulegur áhugi fyrir framförum sé ekki til staðar. Verði læknar þess ekki áskynja með viðbrögðum og samningstilboðum ríkistjórnarinnar að það eigi að taka fyrstu skrefin í átt til uppbyggingar verður stéttin fyrir ákveðnu áfalli. Læknar munu í auknum mæli hverfa á braut utan eða hverfa frá erfiðri og álagsmikilli spítalavinnu í áhættuminni störf. Þjónustan á landsbyggðinni gæti hrunið. Fyrr en varir verðum við í C-flokki.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar