Innlent

Sífellt færri "fæddir og uppaldir“ í Eyjum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eyjamenn fæðast nú langflestir á Landspítalanum í Reykjavík.
Eyjamenn fæðast nú langflestir á Landspítalanum í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm
„Í dag eins og undanfarin misseri er staðan óþolandi,“ segir bæjarráð Vestmannaeyja um stöðu mála á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.

„Fæðingaþjónusta er á sama máta svo takmörkuð að langflest börn í þessu samfélagi fæðast nú í Reykjavík. Í því felst bæði óviðunandi hætta fyrir verðandi mæður og börn þeirra auk gríðarlegs kostnaðar og álags fyrir fjölskyldur á tíma sem að öðru leyti gæti orðið sá gleðilegasti á ævi hverrar fjölskyldu,“ segir bæjarráðið og vísar til þess að rekstur skurðdeildar sjúkrahússins sé fjarri því að vera með þeim hætti sem þörf sé á í Eyjum.

Þá kveðst bæjarráðið taka undir afstöðu Eyjamanna í skýrslu samráðshóps heilbrigðisráðherra og bæjarstjórnar og lýsir áhyggjum sínum af viðhorfi fulltrúa ráðuneytisins. „Verði það að veruleika verður heilbrigðis- og öldrunarþjónusta færð langt aftur fyrir það sem eðlilegt má teljast í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×