Viðræðuslit eða -hlé Andrés Fjeldsted skrifar 10. mars 2014 10:17 Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun