Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 10:54 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga. Visir/Pjetur Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016. Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016.
Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00
67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11
Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45
Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00
Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57