Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2014 06:45 Athafnasvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Vísir/Pjetur Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira