Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2014 06:45 Athafnasvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Vísir/Pjetur Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar. Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar.
Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira