Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 10:54 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga. Visir/Pjetur Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016. Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016.
Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00
67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11
Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45
Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00
Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57