Tungumál eru lyklar að heimum Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar 8. desember 2014 00:00 Nýleg rannsókn sem birt er á vef Evrópska nýmálasetursins í Graz og gerð var á meðal evrópskra ungmenna staðfestir að þeir sem lagt hafa stund á nám í tveimur eða fleiri tungumálum og dvalið við nám og/eða störf utan heimalandsins eru mun frekar boðaðir í atvinnuviðtöl. Bent er á að athugul ígrundun framandi aðstæðna og umhverfis sé meginviðfangsefni þess sem að heiman dvelur og staðfest að sú færni í menningarlæsi sem fæst við þessar aðstæður leggi lóð á vogarskálar samskipta- og félagsfærni. Þessi þjálfun stuðlar því að farsælli tengslamyndun í hnattrænum samtíma. „Vits er þörf þeim er víða ratar,“ segir áletrun sem blasir við þeim sem um Háskólatorg Háskóla Íslands fara og til að koma umræddu viti á framfæri þarf tjáningarmiðil, ósjaldan annað tungumál en íslensku í tilfelli Íslendinga. Því er nefnilega þannig háttað að utan 200 sjómílna landhelginnar dugar íslenskan skammt og þótt enska nýtist okkur í nágrannalöndunum taka önnur tungumál við þegar lengra er haldið. Stórhuga ungmenni sem horfa í alvöru til framtíðar ættu því ekki að láta blekkjast af ofuráherslu á einföldun umheimsins og klisjunni um að sæmileg enskukunnátta sé allt sem þarf. Án þekkingar á fleiri tungumálum en ensku, færni í menningarlæsi og hæfni í samskiptum verður starfsvettvangurinn að öllum líkindum takmarkaður við litla Ísland. Hæfni og færni í ensku skiptir auðvitað máli í þessu sambandi, en víðast hvar á Vesturlöndum er enskukunnátta álitin jafn sjálfsögð og grunnskólapróf. Það eru viðbótartungumálin sem skipta mestu máli. Eiginlegir heimsborgarar þurfa að geta látið ljós sitt skína fyrir tilstilli fleiri tungumála en enskunnar einnar – eða í formi þýðinga ef því er að skipta. Tungumálanám og -kennsla er grunnforsenda þess að athafna-, viðskipta-, vísinda-, menningar- og menntalíf blómstri – ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Símenntun á sviði tungumála og menningarlæsis er forsenda frekari framfara og það er aldrei of seint að hefjast handa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókn sem birt er á vef Evrópska nýmálasetursins í Graz og gerð var á meðal evrópskra ungmenna staðfestir að þeir sem lagt hafa stund á nám í tveimur eða fleiri tungumálum og dvalið við nám og/eða störf utan heimalandsins eru mun frekar boðaðir í atvinnuviðtöl. Bent er á að athugul ígrundun framandi aðstæðna og umhverfis sé meginviðfangsefni þess sem að heiman dvelur og staðfest að sú færni í menningarlæsi sem fæst við þessar aðstæður leggi lóð á vogarskálar samskipta- og félagsfærni. Þessi þjálfun stuðlar því að farsælli tengslamyndun í hnattrænum samtíma. „Vits er þörf þeim er víða ratar,“ segir áletrun sem blasir við þeim sem um Háskólatorg Háskóla Íslands fara og til að koma umræddu viti á framfæri þarf tjáningarmiðil, ósjaldan annað tungumál en íslensku í tilfelli Íslendinga. Því er nefnilega þannig háttað að utan 200 sjómílna landhelginnar dugar íslenskan skammt og þótt enska nýtist okkur í nágrannalöndunum taka önnur tungumál við þegar lengra er haldið. Stórhuga ungmenni sem horfa í alvöru til framtíðar ættu því ekki að láta blekkjast af ofuráherslu á einföldun umheimsins og klisjunni um að sæmileg enskukunnátta sé allt sem þarf. Án þekkingar á fleiri tungumálum en ensku, færni í menningarlæsi og hæfni í samskiptum verður starfsvettvangurinn að öllum líkindum takmarkaður við litla Ísland. Hæfni og færni í ensku skiptir auðvitað máli í þessu sambandi, en víðast hvar á Vesturlöndum er enskukunnátta álitin jafn sjálfsögð og grunnskólapróf. Það eru viðbótartungumálin sem skipta mestu máli. Eiginlegir heimsborgarar þurfa að geta látið ljós sitt skína fyrir tilstilli fleiri tungumála en enskunnar einnar – eða í formi þýðinga ef því er að skipta. Tungumálanám og -kennsla er grunnforsenda þess að athafna-, viðskipta-, vísinda-, menningar- og menntalíf blómstri – ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Símenntun á sviði tungumála og menningarlæsis er forsenda frekari framfara og það er aldrei of seint að hefjast handa!
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun