Menningin gefur mannlífinu gildi Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Á tónleikunum mun Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík leika sjöundu sinfóníu Ludwigs van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns. Einleikari á tónleikunum er Steiney Sigurðardóttir og stjórnandi Joseph Ognibene. Ragnar í Smára var örlagavaldur í tónlistarlífi Reykjavíkur en árið 1932 stofnaði hann ásamt nokkrum athafnamönnum í Reykjavík Tónlistarfélagið sem hafði það að meginmarkmiði að byggja upp öflugt tónlistarlíf á Íslandi. Ragnar var mikill listvinur og hafði þá hugsjón að skapa hæfileikaríkum listamönnum aðstæður til þess að vinna að list sinni og koma henni á framfæri. Hann veitti ungum listamönnum stuðning og hvatti þá til dáða og fyrir vikið varð menningarlíf á Íslandi auðugra. Hann var vinur margra af helstu listamönnum þjóðarinnar og hafði skilning á mikilvægi lista og menningar í því nýja samfélagi sem var að verða til. Hann vildi búa í þjóðfélagi þar sem listin var sjálfsagður hluti af daglegu lífi alls almennings og lagði sitt af mörkum til að gera þá hugsjón að veruleika. Ragnar var stórhuga og skildi að til þess að byggja upp öflugt samfélag er mikilvægt að hlúa að menntun og menningu í landinu því það er menningin sem gefur mannlífinu gildi. Tónlistarmenntun á Íslandi varð eitt af helstu hugðarefnum Ragnars og er nafn hans tengt Tónlistarskólanum í Reykjavík sterkum böndum. Ragnar var upptekinn af þeirri hugmynd að reisa Tónlistarskólanum hús og er það gott dæmi um hugmyndaauðgi og framtakssemi hans að Tónlistarfélagið opnaði bíó í stórum bragga á Grímsstaðaholtinu sem kallað var Trípólí bíó og fyrir gróðann af rekstri bíósins var byggt hús fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík og rekstur skólans tryggður. Ragnar átti stóran þátt í því að hingað komu úrvalskennarar úr hjarta tónlistarlífsins í Evrópu til að kenna við skólann, sem færðu íslenskt tónlistarlíf upp á annað plan og lögðu grunninn að tónlistarmenntun á Íslandi. Enn í dag slær hjarta framhaldsmenntunar í tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ber hljómsveit Tónlistarskólans því fagurt vitni. Hún er fullskipuð sinfóníuhljómsveit þar sem nemendur skólans fá þjálfun í hljómsveitarleik og samvinnu undir handarjaðri færustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Ekki síður fá þau mikilvæga innsýn inn í hljómsveitarverk og dýpri skilning á tónlist, formi, stíl og sögu. Það er menntun af því tagi sem nýtist fólki á margvíslegan hátt hvað sem það tekur sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni. Flestir íslenskir tónlistarmenn hafa stigið sín fyrstu spor á listabrautinni við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðrir hafa fengið innsýn í heim sem annars hefði verið þeim hulinn. Tónlistarskólinn leikur mikilvægt hlutverk í menningarlífi borgarinnar og þar er að finna eina af mikilvægustu uppsprettum þess blómlega tónlistarlífs á Íslandi sem er þekkt langt út fyrir landsteinana. Við minnumst Ragnars í Smára sem ötuls stuðningsmanns tónlistarmenntunar á íslandi, sem manns sem tók listina alvarlega og gerði sér ljóst að stór þáttur þess að byggja upp nútíma samfélag var að byggja upp öflugt menningarlíf í landinu. Hann hjálpaði ungu hæfileikafólki til þess að yfirstíga takmarkanir umhverfis síns og ná þroska sem listamenn. Að launum uppskar hann það sem honum var dýrmætast, að njóta listsköpunar og sjá menningarlífið blómstra í Reykjavík. Sú hugsjón sem Ragnar og félagar hans í Tónlistarfélaginu, þeir sem nefndir voru postularnir 12, börðust fyrir er löngu orðin að veruleika. Við lítum á tónlistarmenntun ungs fólks sem sjálfsagðan hlut og að tónlistarmenntun sé eðlilegur partur af almennri grunnmenntun barna. Þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu og áratuga uppbyggingar á íslensku tónlistarlífi þar sem menntakerfið leikur hvað mikilvægast hlutverk. Fordæmi þeirra og verk á að vera okkur stöðug áminning um að halda áfram uppbyggingu og efla starfið þrátt fyrir að erfiðleikar steðji að. Það er mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um það sem er gott í menntakerfinu og vernda sérstöðu Tónlistarskólans í Reykjavík sem leiðandi mennta- og menningarstofnunar í Reykjavík. Tónlistarfélagið býður alla áhugamenn um tónlist og tónlistarmenntun velkomna að ganga til liðs við félagið sem nú sem fyrr hefur það að meginmarkmiði að standa við bakið á Tónlistarskólanum í Reykjavík og standa vörð um góða og innihaldsríka framhaldsmenntun í tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Á tónleikunum mun Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík leika sjöundu sinfóníu Ludwigs van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns. Einleikari á tónleikunum er Steiney Sigurðardóttir og stjórnandi Joseph Ognibene. Ragnar í Smára var örlagavaldur í tónlistarlífi Reykjavíkur en árið 1932 stofnaði hann ásamt nokkrum athafnamönnum í Reykjavík Tónlistarfélagið sem hafði það að meginmarkmiði að byggja upp öflugt tónlistarlíf á Íslandi. Ragnar var mikill listvinur og hafði þá hugsjón að skapa hæfileikaríkum listamönnum aðstæður til þess að vinna að list sinni og koma henni á framfæri. Hann veitti ungum listamönnum stuðning og hvatti þá til dáða og fyrir vikið varð menningarlíf á Íslandi auðugra. Hann var vinur margra af helstu listamönnum þjóðarinnar og hafði skilning á mikilvægi lista og menningar í því nýja samfélagi sem var að verða til. Hann vildi búa í þjóðfélagi þar sem listin var sjálfsagður hluti af daglegu lífi alls almennings og lagði sitt af mörkum til að gera þá hugsjón að veruleika. Ragnar var stórhuga og skildi að til þess að byggja upp öflugt samfélag er mikilvægt að hlúa að menntun og menningu í landinu því það er menningin sem gefur mannlífinu gildi. Tónlistarmenntun á Íslandi varð eitt af helstu hugðarefnum Ragnars og er nafn hans tengt Tónlistarskólanum í Reykjavík sterkum böndum. Ragnar var upptekinn af þeirri hugmynd að reisa Tónlistarskólanum hús og er það gott dæmi um hugmyndaauðgi og framtakssemi hans að Tónlistarfélagið opnaði bíó í stórum bragga á Grímsstaðaholtinu sem kallað var Trípólí bíó og fyrir gróðann af rekstri bíósins var byggt hús fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík og rekstur skólans tryggður. Ragnar átti stóran þátt í því að hingað komu úrvalskennarar úr hjarta tónlistarlífsins í Evrópu til að kenna við skólann, sem færðu íslenskt tónlistarlíf upp á annað plan og lögðu grunninn að tónlistarmenntun á Íslandi. Enn í dag slær hjarta framhaldsmenntunar í tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ber hljómsveit Tónlistarskólans því fagurt vitni. Hún er fullskipuð sinfóníuhljómsveit þar sem nemendur skólans fá þjálfun í hljómsveitarleik og samvinnu undir handarjaðri færustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Ekki síður fá þau mikilvæga innsýn inn í hljómsveitarverk og dýpri skilning á tónlist, formi, stíl og sögu. Það er menntun af því tagi sem nýtist fólki á margvíslegan hátt hvað sem það tekur sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni. Flestir íslenskir tónlistarmenn hafa stigið sín fyrstu spor á listabrautinni við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðrir hafa fengið innsýn í heim sem annars hefði verið þeim hulinn. Tónlistarskólinn leikur mikilvægt hlutverk í menningarlífi borgarinnar og þar er að finna eina af mikilvægustu uppsprettum þess blómlega tónlistarlífs á Íslandi sem er þekkt langt út fyrir landsteinana. Við minnumst Ragnars í Smára sem ötuls stuðningsmanns tónlistarmenntunar á íslandi, sem manns sem tók listina alvarlega og gerði sér ljóst að stór þáttur þess að byggja upp nútíma samfélag var að byggja upp öflugt menningarlíf í landinu. Hann hjálpaði ungu hæfileikafólki til þess að yfirstíga takmarkanir umhverfis síns og ná þroska sem listamenn. Að launum uppskar hann það sem honum var dýrmætast, að njóta listsköpunar og sjá menningarlífið blómstra í Reykjavík. Sú hugsjón sem Ragnar og félagar hans í Tónlistarfélaginu, þeir sem nefndir voru postularnir 12, börðust fyrir er löngu orðin að veruleika. Við lítum á tónlistarmenntun ungs fólks sem sjálfsagðan hlut og að tónlistarmenntun sé eðlilegur partur af almennri grunnmenntun barna. Þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu og áratuga uppbyggingar á íslensku tónlistarlífi þar sem menntakerfið leikur hvað mikilvægast hlutverk. Fordæmi þeirra og verk á að vera okkur stöðug áminning um að halda áfram uppbyggingu og efla starfið þrátt fyrir að erfiðleikar steðji að. Það er mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um það sem er gott í menntakerfinu og vernda sérstöðu Tónlistarskólans í Reykjavík sem leiðandi mennta- og menningarstofnunar í Reykjavík. Tónlistarfélagið býður alla áhugamenn um tónlist og tónlistarmenntun velkomna að ganga til liðs við félagið sem nú sem fyrr hefur það að meginmarkmiði að standa við bakið á Tónlistarskólanum í Reykjavík og standa vörð um góða og innihaldsríka framhaldsmenntun í tónlist.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar