Menningin gefur mannlífinu gildi Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Á tónleikunum mun Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík leika sjöundu sinfóníu Ludwigs van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns. Einleikari á tónleikunum er Steiney Sigurðardóttir og stjórnandi Joseph Ognibene. Ragnar í Smára var örlagavaldur í tónlistarlífi Reykjavíkur en árið 1932 stofnaði hann ásamt nokkrum athafnamönnum í Reykjavík Tónlistarfélagið sem hafði það að meginmarkmiði að byggja upp öflugt tónlistarlíf á Íslandi. Ragnar var mikill listvinur og hafði þá hugsjón að skapa hæfileikaríkum listamönnum aðstæður til þess að vinna að list sinni og koma henni á framfæri. Hann veitti ungum listamönnum stuðning og hvatti þá til dáða og fyrir vikið varð menningarlíf á Íslandi auðugra. Hann var vinur margra af helstu listamönnum þjóðarinnar og hafði skilning á mikilvægi lista og menningar í því nýja samfélagi sem var að verða til. Hann vildi búa í þjóðfélagi þar sem listin var sjálfsagður hluti af daglegu lífi alls almennings og lagði sitt af mörkum til að gera þá hugsjón að veruleika. Ragnar var stórhuga og skildi að til þess að byggja upp öflugt samfélag er mikilvægt að hlúa að menntun og menningu í landinu því það er menningin sem gefur mannlífinu gildi. Tónlistarmenntun á Íslandi varð eitt af helstu hugðarefnum Ragnars og er nafn hans tengt Tónlistarskólanum í Reykjavík sterkum böndum. Ragnar var upptekinn af þeirri hugmynd að reisa Tónlistarskólanum hús og er það gott dæmi um hugmyndaauðgi og framtakssemi hans að Tónlistarfélagið opnaði bíó í stórum bragga á Grímsstaðaholtinu sem kallað var Trípólí bíó og fyrir gróðann af rekstri bíósins var byggt hús fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík og rekstur skólans tryggður. Ragnar átti stóran þátt í því að hingað komu úrvalskennarar úr hjarta tónlistarlífsins í Evrópu til að kenna við skólann, sem færðu íslenskt tónlistarlíf upp á annað plan og lögðu grunninn að tónlistarmenntun á Íslandi. Enn í dag slær hjarta framhaldsmenntunar í tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ber hljómsveit Tónlistarskólans því fagurt vitni. Hún er fullskipuð sinfóníuhljómsveit þar sem nemendur skólans fá þjálfun í hljómsveitarleik og samvinnu undir handarjaðri færustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Ekki síður fá þau mikilvæga innsýn inn í hljómsveitarverk og dýpri skilning á tónlist, formi, stíl og sögu. Það er menntun af því tagi sem nýtist fólki á margvíslegan hátt hvað sem það tekur sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni. Flestir íslenskir tónlistarmenn hafa stigið sín fyrstu spor á listabrautinni við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðrir hafa fengið innsýn í heim sem annars hefði verið þeim hulinn. Tónlistarskólinn leikur mikilvægt hlutverk í menningarlífi borgarinnar og þar er að finna eina af mikilvægustu uppsprettum þess blómlega tónlistarlífs á Íslandi sem er þekkt langt út fyrir landsteinana. Við minnumst Ragnars í Smára sem ötuls stuðningsmanns tónlistarmenntunar á íslandi, sem manns sem tók listina alvarlega og gerði sér ljóst að stór þáttur þess að byggja upp nútíma samfélag var að byggja upp öflugt menningarlíf í landinu. Hann hjálpaði ungu hæfileikafólki til þess að yfirstíga takmarkanir umhverfis síns og ná þroska sem listamenn. Að launum uppskar hann það sem honum var dýrmætast, að njóta listsköpunar og sjá menningarlífið blómstra í Reykjavík. Sú hugsjón sem Ragnar og félagar hans í Tónlistarfélaginu, þeir sem nefndir voru postularnir 12, börðust fyrir er löngu orðin að veruleika. Við lítum á tónlistarmenntun ungs fólks sem sjálfsagðan hlut og að tónlistarmenntun sé eðlilegur partur af almennri grunnmenntun barna. Þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu og áratuga uppbyggingar á íslensku tónlistarlífi þar sem menntakerfið leikur hvað mikilvægast hlutverk. Fordæmi þeirra og verk á að vera okkur stöðug áminning um að halda áfram uppbyggingu og efla starfið þrátt fyrir að erfiðleikar steðji að. Það er mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um það sem er gott í menntakerfinu og vernda sérstöðu Tónlistarskólans í Reykjavík sem leiðandi mennta- og menningarstofnunar í Reykjavík. Tónlistarfélagið býður alla áhugamenn um tónlist og tónlistarmenntun velkomna að ganga til liðs við félagið sem nú sem fyrr hefur það að meginmarkmiði að standa við bakið á Tónlistarskólanum í Reykjavík og standa vörð um góða og innihaldsríka framhaldsmenntun í tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars. Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar. Á tónleikunum mun Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík leika sjöundu sinfóníu Ludwigs van Beethoven, Tragíska forleikinn eftir Johannes Brahms og Sellókonsert eftir Saint-Saëns. Einleikari á tónleikunum er Steiney Sigurðardóttir og stjórnandi Joseph Ognibene. Ragnar í Smára var örlagavaldur í tónlistarlífi Reykjavíkur en árið 1932 stofnaði hann ásamt nokkrum athafnamönnum í Reykjavík Tónlistarfélagið sem hafði það að meginmarkmiði að byggja upp öflugt tónlistarlíf á Íslandi. Ragnar var mikill listvinur og hafði þá hugsjón að skapa hæfileikaríkum listamönnum aðstæður til þess að vinna að list sinni og koma henni á framfæri. Hann veitti ungum listamönnum stuðning og hvatti þá til dáða og fyrir vikið varð menningarlíf á Íslandi auðugra. Hann var vinur margra af helstu listamönnum þjóðarinnar og hafði skilning á mikilvægi lista og menningar í því nýja samfélagi sem var að verða til. Hann vildi búa í þjóðfélagi þar sem listin var sjálfsagður hluti af daglegu lífi alls almennings og lagði sitt af mörkum til að gera þá hugsjón að veruleika. Ragnar var stórhuga og skildi að til þess að byggja upp öflugt samfélag er mikilvægt að hlúa að menntun og menningu í landinu því það er menningin sem gefur mannlífinu gildi. Tónlistarmenntun á Íslandi varð eitt af helstu hugðarefnum Ragnars og er nafn hans tengt Tónlistarskólanum í Reykjavík sterkum böndum. Ragnar var upptekinn af þeirri hugmynd að reisa Tónlistarskólanum hús og er það gott dæmi um hugmyndaauðgi og framtakssemi hans að Tónlistarfélagið opnaði bíó í stórum bragga á Grímsstaðaholtinu sem kallað var Trípólí bíó og fyrir gróðann af rekstri bíósins var byggt hús fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík og rekstur skólans tryggður. Ragnar átti stóran þátt í því að hingað komu úrvalskennarar úr hjarta tónlistarlífsins í Evrópu til að kenna við skólann, sem færðu íslenskt tónlistarlíf upp á annað plan og lögðu grunninn að tónlistarmenntun á Íslandi. Enn í dag slær hjarta framhaldsmenntunar í tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ber hljómsveit Tónlistarskólans því fagurt vitni. Hún er fullskipuð sinfóníuhljómsveit þar sem nemendur skólans fá þjálfun í hljómsveitarleik og samvinnu undir handarjaðri færustu tónlistarmanna þjóðarinnar. Ekki síður fá þau mikilvæga innsýn inn í hljómsveitarverk og dýpri skilning á tónlist, formi, stíl og sögu. Það er menntun af því tagi sem nýtist fólki á margvíslegan hátt hvað sem það tekur sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni. Flestir íslenskir tónlistarmenn hafa stigið sín fyrstu spor á listabrautinni við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðrir hafa fengið innsýn í heim sem annars hefði verið þeim hulinn. Tónlistarskólinn leikur mikilvægt hlutverk í menningarlífi borgarinnar og þar er að finna eina af mikilvægustu uppsprettum þess blómlega tónlistarlífs á Íslandi sem er þekkt langt út fyrir landsteinana. Við minnumst Ragnars í Smára sem ötuls stuðningsmanns tónlistarmenntunar á íslandi, sem manns sem tók listina alvarlega og gerði sér ljóst að stór þáttur þess að byggja upp nútíma samfélag var að byggja upp öflugt menningarlíf í landinu. Hann hjálpaði ungu hæfileikafólki til þess að yfirstíga takmarkanir umhverfis síns og ná þroska sem listamenn. Að launum uppskar hann það sem honum var dýrmætast, að njóta listsköpunar og sjá menningarlífið blómstra í Reykjavík. Sú hugsjón sem Ragnar og félagar hans í Tónlistarfélaginu, þeir sem nefndir voru postularnir 12, börðust fyrir er löngu orðin að veruleika. Við lítum á tónlistarmenntun ungs fólks sem sjálfsagðan hlut og að tónlistarmenntun sé eðlilegur partur af almennri grunnmenntun barna. Þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu og áratuga uppbyggingar á íslensku tónlistarlífi þar sem menntakerfið leikur hvað mikilvægast hlutverk. Fordæmi þeirra og verk á að vera okkur stöðug áminning um að halda áfram uppbyggingu og efla starfið þrátt fyrir að erfiðleikar steðji að. Það er mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um það sem er gott í menntakerfinu og vernda sérstöðu Tónlistarskólans í Reykjavík sem leiðandi mennta- og menningarstofnunar í Reykjavík. Tónlistarfélagið býður alla áhugamenn um tónlist og tónlistarmenntun velkomna að ganga til liðs við félagið sem nú sem fyrr hefur það að meginmarkmiði að standa við bakið á Tónlistarskólanum í Reykjavík og standa vörð um góða og innihaldsríka framhaldsmenntun í tónlist.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar