David Guetta heldur tónleika á Íslandi Ugla Egilsdóttir skrifar 24. janúar 2014 23:45 Heiðar Austmann hefur unnið á FM 957 í bráðum sextán ár. „Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira