David Guetta heldur tónleika á Íslandi Ugla Egilsdóttir skrifar 24. janúar 2014 23:45 Heiðar Austmann hefur unnið á FM 957 í bráðum sextán ár. „Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira