David Guetta heldur tónleika á Íslandi Ugla Egilsdóttir skrifar 24. janúar 2014 23:45 Heiðar Austmann hefur unnið á FM 957 í bráðum sextán ár. „Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Fleiri fréttir Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Sjá meira
„Við ætlum að fagna 25 ára afmæli FM 957 allt þetta ár,“ segir Heiðar Austmann. „Afmælið nær hámarki þann 16. júní, sem er daginn fyrir 17. júní, eins og gefur að skilja. Þá fáum við til okkar David Guetta sem verður með risatónleika í Laugardalshöll.“ Heiðar segir það ekki vera neinn smá feng að fá David Guetta til landsins. „Hann er langstærsti plötusnúður heims,“ segir Heiðar. Heiðar þakkar þessa heppni vináttu David Guetta við DJ Tiesto. „DJ Tiesto spilaði í Vodafone-höllinni í fyrra. Hann er góður vinur David Guetta. Þegar kom að því að velja listamann fyrir afmælishátíðina var hringt í Tiesto. Hann var beðinn um hugmyndir að listamönnum. Hann sagðist vita til þess að David Guetta langaði að koma til Íslands, og síðan tókst fljótlega að ganga frá samningum við David,“ segir Heiðar. Heiðar hefur unnið á FM 957 síðan árið 1998. „Þetta er mitt sextánda ár,“ segir Heiðar. „Ég var tuttugu og eins árs strákpjakkur þegar ég byrjaði. Algjör spaði. Eftir fyrstu vaktina ætlaði ég að reyna að komast fram fyrir á skemmtistöðum, sem gekk ekkert voðalega vel, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Heiðar. Heiðar segist hafa skottast á vinsælan stað í miðbænum beint eftir vakt og labbað fram fyrir alla í röðinni beint að dyraverðinum. „Þá mælti ég þau fleygu orð sem ég hef skammast mín fyrir síðan: „Veistu ekki hver ég er? Ég er Heiðar Austmann á FM 957.“ Ég sem var bara bara búinn að vinna eina vakt. Þessi dyravörður – sem er góður vinur minn í dag – sagði mér að grjóthalda kjafti og drulla mér aftast í röðina. Hann hafði ekki hugmynd um hver ég var. Þetta var ágætis lexía í því að maður er ekki alltaf eins heitur og maður heldur,“ segir Heiðar, sem kveðst hafa þroskast eftir þetta. Þegar FM fór fyrst í loftið var það til húsa í Hamraborginni í pínulitlu húsnæði. „Þá var útvarpið og skrifstofan í sama herberginu,“ segir Heiðar. „Það var mjög heimilislegt og hrátt. Richard Scope og Konráð Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, stofnuðu útvarpsstöðina. Kiddi Bigfoot á líka mikinn heiður fyrir sín störf fyrir FM957,“ segir Heiðar.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Fleiri fréttir Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Sjá meira