Lítill kall á stórt svið Baldvin Þormóðsson skrifar 17. apríl 2014 12:00 Borgarleikhússtjóri segir Tiny Guy vera óhefðbundna sýningu. vísir/daníel „Þetta er í raun fyrirlestur sem fjallar um hvernig við tökum ákvarðanir og mannsheilann í því samhengi,“ segir Friðgeir Einarsson, aðalleikari og leikstjóri sýningarinnar Tiny Guy. „Við höldum að við höfum fulla stjórn á ákvörðunum okkar en svo virðist ekki vera.“ Ásamt Friðgeiri standa að sýningunni þeir Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og einnig bregður fyrir stórleikaranum Aron MacPherson í óvæntu hlutverki. „Fyrirlesturinn byggist á rannsóknum sem við höfum verið að gera á okkar eigin forsendum og höfum komist að ýmsu sem okkur þykir mikilvægt að komi fram í dagsljósið,“ segir Friðgeir en sýningin var fyrst sýnd í Háskóla Íslands á leiklistarhátíðinni Lókal. „Síðan fluttum við sýninguna í Mengi á Óðinsgötu sem er skemmtilegur lítill staður,“ segir Friðgeir en þeir hafa ákveðið að breiða úr sér á stóra sviði Borgarleikhússins. „Við þurfum ekki að breyta söguþræðinum en það er ýmislegt sem við þurfum að takast á við í tæknimálum og þurfum örugglega að stækka nokkur atriði til þess að búa til sömu upplifun á stóra sviðinu.“Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir sýninguna vera skemmtilega og óhefðbundna. „Þetta er hugmynd sem spratt upp innanhúss að fá þessa sýningu inn,“ segir Kristín. „Það var akkúrat eitt laust kvöld, 26. apríl, á stóra sviðinu og við vorum sjálf búin að sjá sýninguna og hafa gaman af þannig að við gripum tækifærið.“ „Síðan er bara gaman fyrir Borgarleikhúsið að fara í samstarf við Friðgeir, hann er einn af okkar björtustu vonum í þessari óhefðbundnu leiklist,“ segir leikhússtjórinn. Friðgeir segir að niðurstöður rannsóknanna sem kynntar verða í sýningunni séu mjög sláandi og að sýningin muni að öllum líkindum breyta lífi fólks. „Þetta ætti ekki að vera neitt verri dagskrá en hjá Jordan Belfort í Hörpu. Nema bara miklu ódýrara.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Þetta er í raun fyrirlestur sem fjallar um hvernig við tökum ákvarðanir og mannsheilann í því samhengi,“ segir Friðgeir Einarsson, aðalleikari og leikstjóri sýningarinnar Tiny Guy. „Við höldum að við höfum fulla stjórn á ákvörðunum okkar en svo virðist ekki vera.“ Ásamt Friðgeiri standa að sýningunni þeir Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og einnig bregður fyrir stórleikaranum Aron MacPherson í óvæntu hlutverki. „Fyrirlesturinn byggist á rannsóknum sem við höfum verið að gera á okkar eigin forsendum og höfum komist að ýmsu sem okkur þykir mikilvægt að komi fram í dagsljósið,“ segir Friðgeir en sýningin var fyrst sýnd í Háskóla Íslands á leiklistarhátíðinni Lókal. „Síðan fluttum við sýninguna í Mengi á Óðinsgötu sem er skemmtilegur lítill staður,“ segir Friðgeir en þeir hafa ákveðið að breiða úr sér á stóra sviði Borgarleikhússins. „Við þurfum ekki að breyta söguþræðinum en það er ýmislegt sem við þurfum að takast á við í tæknimálum og þurfum örugglega að stækka nokkur atriði til þess að búa til sömu upplifun á stóra sviðinu.“Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir sýninguna vera skemmtilega og óhefðbundna. „Þetta er hugmynd sem spratt upp innanhúss að fá þessa sýningu inn,“ segir Kristín. „Það var akkúrat eitt laust kvöld, 26. apríl, á stóra sviðinu og við vorum sjálf búin að sjá sýninguna og hafa gaman af þannig að við gripum tækifærið.“ „Síðan er bara gaman fyrir Borgarleikhúsið að fara í samstarf við Friðgeir, hann er einn af okkar björtustu vonum í þessari óhefðbundnu leiklist,“ segir leikhússtjórinn. Friðgeir segir að niðurstöður rannsóknanna sem kynntar verða í sýningunni séu mjög sláandi og að sýningin muni að öllum líkindum breyta lífi fólks. „Þetta ætti ekki að vera neitt verri dagskrá en hjá Jordan Belfort í Hörpu. Nema bara miklu ódýrara.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira