Eigum við að kenna börnunum okkar dyggðir? Lýður Árnason skrifar 17. apríl 2014 07:00 Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillitssemi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siðareglur eiga að tryggja heilsteypta einstaklinga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífsgæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastiganum? Er vænlegra til frama að sýna fylgispekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegnar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar réttlætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóðanda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sannleikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaupsýslumenn eða heiðarlegir atvinnurekendur sem hafa unnið sig upp? Gegna siðblindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá innmúraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Við erum dugleg að kenna börnunum okkar dyggðir. Við viljum að þau standi við orð sín, séu heiðarleg, steli ekki né ljúgi, fari ekki í manngreinarálit og séu góð við minnimáttar. Við teljum hógværð til mannkosta, nægjusemi, ráðdeild, tillitssemi og kennum aðgát í nærveru sálar. Við viljum að börnin okkar komi hreint fram, sýni öðrum virðingu og taki samfélagslega ábyrgð þegar þar að kemur. Þessar siðareglur eiga að tryggja heilsteypta einstaklinga og velgengni í lífinu. Út frá manngildi er ofangreind sýn tær og falleg en er hún vænleg? Hverjir tróna í efstu lögum á Íslandi? Er það fólk sem hefur haft hógværð að leiðarljósi? Eru nægjusamir einstaklingar að gera það gott? Er tillitssemi að skila árangri í lífsgæðakapphlaupinu? Eru þeir sem helga sig hjálparstörfum hátt metnir í launastiganum? Er vænlegra til frama að sýna fylgispekt eða vera hreinskilinn? Hvorum vegnar betur, ráðdeildarmanninum sem eyðir ekki umfram efni eða óreiðumanninum sem hringsnýst á tíundu kennitölunni? Er stjörnulögfræðingur sá sem leitar réttlætis eða sá sem sigrar? Er kjörþokki fólginn í heiðarleika eða blekkingu? Eða kannski útlitinu einu saman? Kjósum við frambjóðanda sem segir okkur það sem við þurfum að heyra eða það sem við viljum heyra? Hvort er vænlegra til valda á Íslandi, sannleikurinn eða lygin? Hverjir eru ríkastir á Íslandi í dag? Eru það grandvarir og fyrirhyggjusamir kaupsýslumenn eða heiðarlegir atvinnurekendur sem hafa unnið sig upp? Gegna siðblindir sjálftökumenn einhverju hlutverki í auðsöfnun á Íslandi? Og hverjir eiga Ísland, náttúruperlurnar, fiskimiðin, fjölmiðlana, feitustu stöðurnar hjá hinu opinbera? Er það hinn almenni Íslendingur eða sá innmúraði? Hinn sjálfstæði Íslendingur sem ber skoðanir sínar á torg eða músin sem læðist með flokksskírteinið í vasanum? Hverjir búa Ísland, er það samheldin, dyggðum prýdd þjóð eða sundurleit hjörð, óalandi og óferjandi? Maður spyr sig þessara spurninga og veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort rétt sé að kenna börnunum dyggðir. Myndu þau ekki pluma sig miklu betur ef þau kynnu að ljúga, svíkja, stela, vera sæt, smjaðra, gefa skít í náungann og umgangast engan nema hafa af því einhvern hag? Svei mér þá, það skyldi þó ekki vera?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar