Battavöllur – menningarlegt fyrirbæri? Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2014 07:00 Í mínum skóla gerast margir góðir hlutir, ekki síst vegna þess að í honum er Hjallastefnan. Á hverjum degi er unnið að lýðræði, jafnrétti, samvinnu, kærleika, virðingu, upplýsingatækni, íslensku, stærðfræði og mörgu öðru. Ég skrifa þessar línur því jafnrétti kynjanna er mér hugleikið og mikilvægt, því vil ég fara nánar í þann ágæta þátt í mínu skólastarfi. Eitt dæmi sem sýnir að unnið sé að því í mínum skóla er battavöllurinn. Ferhyrningur með gervigrasi og tveimur mörkum. Oft notað til að iðka knattspyrnu – sumir myndu jafnvel ganga svo langt og segja: „iðka þá listgrein sem knattspyrnan er“ (látum það liggja á milli hluta). Í mínum huga og í menningu barna er þetta nefnilega ekki bara ferhyrningur þar sem mögulegt er að spila knattspyrnu. Ó, nei – þetta er miklu stærra og viðameira mál þessi blessaði völlur. Hann er orðinn að menningarlegu fyrirbæri! Og nú verð ég að rekja smá sögubrot fyrir ykkur. Fyrir sirka tveimur árum fengum við þennan völl eftir ítrekaðar óskir og fyrirspurnir barnanna í skólanum. Gleðin var þvílík þegar hann loksins kom að allt ætlaði hreinlega um koll að keyra. Nú væri sko hægt að spila fótbolta í hvaða veðri sem er og helst mikið af honum (snjór, frost og stormur er ekki fyrirstaða í mínum skóla). Nú verðið þið að sjá aðeins fyrir ykkur hvernig þetta hefur verið. Hvað sjáið þið fyrir ykkur? Drengi þyrpast á völlinn í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Stúlkur í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Þær voru færri – vissulega en þessi völlur hafði og hefur gífurlegt aðdráttarafl.Allt án uppáþrengingar Í mínum skóla er nefnilega val tvisvar sinnum á dag í 30 mínútur í senn. Þá hafa börnin um nokkra úrvalskosti að velja – hvað þau vilji gera. Einn kosturinn er útisvæði, þar skiptast kennarar á að vera með viðbragð spretthlaupara ef eitthvað kemur upp á, hafa samningatækni færustu lögfræðinga, faðm á við skógarbirni og vökul augu arnarins. Allt án uppáþrengingar að sjálfsögðu því þetta er frjálsi tími barnanna. Allir vildu á völlinn fara og nú mátti samningatæknin ekki bregðast okkur. Við sáum þó fljótt að stúlkur sem æfðu fótbolta voru ívið færri en drengirnir og þær áttu það til að gefa völlinn frá sér og voru hreinlega ekki alltaf nógu fljótar að koma og taka sér stöðu á vellinum til að panta hann. En hvað – geta þau ekki bara spilað saman? Jú, jú, það var nú aldeilis gert en aftur – við sáum kynjaskipt lið, hallað var á stúlkur og þær fengu ekki sendingar til sín og bara fengu ekki að njóta sín! Fúlt! Næsta ráð var að skipta vellinum á milli barnanna. Fyrst fá 10 ára stúlkur völlinn, næst 11 ára og svo 12 ára. Það kerfi rúllar í eina viku og næstu viku taka drengirnir við sama kerfi. Hér sáum við fljótt galla á gjöf Njarðar. Nefnilega að stúlkur ákváðu að vera „góðar“ við vini sína og gefa þeim völlinn eftir. „Æ, við nennum ekkert að spila fótbolta hvort eð er.“Eignin gerð heilög Í næsta skrefi var eign vallarins gerð heilög og við það sá ég nokkuð stórmerkilegt! Stúlkurnar valdefldust! Enginn mátti láta öðrum völlinn eftir – þó að enginn vilji vera á honum stendur hann bara auður – enginn skaði skeður – nóg flæmi er af dúnmjúku grasi í kring og það sem meira er – það má gera hvað sem er á þessum ferhyrnda gervigrasvelli! Það má liggja og horfa á skýin, fara í brennó, handahlaup, spila hörkuknattspyrnu – hvað sem er! Eftir að þessi regla var blessuð og skrifuð í skýin áttuðu margar stúlkur sig á því að þarna mátti ekki taka frá þeim þessi réttindi að nota völlinn, þær nota hann óspart og hafa svo sannarlega gaman af! Engin vinsældakaup í gegnum battavallarbrask – bara réttindi sem við eigum að gefa þeim í vöggugjöf og eiga að sjálfsögðu að vera náttúrulögmál! Áfram jafnrétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í mínum skóla gerast margir góðir hlutir, ekki síst vegna þess að í honum er Hjallastefnan. Á hverjum degi er unnið að lýðræði, jafnrétti, samvinnu, kærleika, virðingu, upplýsingatækni, íslensku, stærðfræði og mörgu öðru. Ég skrifa þessar línur því jafnrétti kynjanna er mér hugleikið og mikilvægt, því vil ég fara nánar í þann ágæta þátt í mínu skólastarfi. Eitt dæmi sem sýnir að unnið sé að því í mínum skóla er battavöllurinn. Ferhyrningur með gervigrasi og tveimur mörkum. Oft notað til að iðka knattspyrnu – sumir myndu jafnvel ganga svo langt og segja: „iðka þá listgrein sem knattspyrnan er“ (látum það liggja á milli hluta). Í mínum huga og í menningu barna er þetta nefnilega ekki bara ferhyrningur þar sem mögulegt er að spila knattspyrnu. Ó, nei – þetta er miklu stærra og viðameira mál þessi blessaði völlur. Hann er orðinn að menningarlegu fyrirbæri! Og nú verð ég að rekja smá sögubrot fyrir ykkur. Fyrir sirka tveimur árum fengum við þennan völl eftir ítrekaðar óskir og fyrirspurnir barnanna í skólanum. Gleðin var þvílík þegar hann loksins kom að allt ætlaði hreinlega um koll að keyra. Nú væri sko hægt að spila fótbolta í hvaða veðri sem er og helst mikið af honum (snjór, frost og stormur er ekki fyrirstaða í mínum skóla). Nú verðið þið að sjá aðeins fyrir ykkur hvernig þetta hefur verið. Hvað sjáið þið fyrir ykkur? Drengi þyrpast á völlinn í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Stúlkur í litríkum takkaskóm? Laukrétt! Þær voru færri – vissulega en þessi völlur hafði og hefur gífurlegt aðdráttarafl.Allt án uppáþrengingar Í mínum skóla er nefnilega val tvisvar sinnum á dag í 30 mínútur í senn. Þá hafa börnin um nokkra úrvalskosti að velja – hvað þau vilji gera. Einn kosturinn er útisvæði, þar skiptast kennarar á að vera með viðbragð spretthlaupara ef eitthvað kemur upp á, hafa samningatækni færustu lögfræðinga, faðm á við skógarbirni og vökul augu arnarins. Allt án uppáþrengingar að sjálfsögðu því þetta er frjálsi tími barnanna. Allir vildu á völlinn fara og nú mátti samningatæknin ekki bregðast okkur. Við sáum þó fljótt að stúlkur sem æfðu fótbolta voru ívið færri en drengirnir og þær áttu það til að gefa völlinn frá sér og voru hreinlega ekki alltaf nógu fljótar að koma og taka sér stöðu á vellinum til að panta hann. En hvað – geta þau ekki bara spilað saman? Jú, jú, það var nú aldeilis gert en aftur – við sáum kynjaskipt lið, hallað var á stúlkur og þær fengu ekki sendingar til sín og bara fengu ekki að njóta sín! Fúlt! Næsta ráð var að skipta vellinum á milli barnanna. Fyrst fá 10 ára stúlkur völlinn, næst 11 ára og svo 12 ára. Það kerfi rúllar í eina viku og næstu viku taka drengirnir við sama kerfi. Hér sáum við fljótt galla á gjöf Njarðar. Nefnilega að stúlkur ákváðu að vera „góðar“ við vini sína og gefa þeim völlinn eftir. „Æ, við nennum ekkert að spila fótbolta hvort eð er.“Eignin gerð heilög Í næsta skrefi var eign vallarins gerð heilög og við það sá ég nokkuð stórmerkilegt! Stúlkurnar valdefldust! Enginn mátti láta öðrum völlinn eftir – þó að enginn vilji vera á honum stendur hann bara auður – enginn skaði skeður – nóg flæmi er af dúnmjúku grasi í kring og það sem meira er – það má gera hvað sem er á þessum ferhyrnda gervigrasvelli! Það má liggja og horfa á skýin, fara í brennó, handahlaup, spila hörkuknattspyrnu – hvað sem er! Eftir að þessi regla var blessuð og skrifuð í skýin áttuðu margar stúlkur sig á því að þarna mátti ekki taka frá þeim þessi réttindi að nota völlinn, þær nota hann óspart og hafa svo sannarlega gaman af! Engin vinsældakaup í gegnum battavallarbrask – bara réttindi sem við eigum að gefa þeim í vöggugjöf og eiga að sjálfsögðu að vera náttúrulögmál! Áfram jafnrétti!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar