Ólíkar vinkonur með góða verkaskiptingu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 10:30 Ásta segir fátt betra en að sjá hugmynd verða að veruleika. VÍSIR/VALLI „Við rákumst á það, vinkonurnar, að það er algjörlega ómögulegt að nálgast á einum stað upplýsingar um þau námskeið sem maður hefur áhuga á. Svo missir maður kannski af því sem hefði verið kjörið fyrir mann,“ segir Ásta Bærings en hún opnaði á dögunum vefsíðuna Framabraut ásamt vinkonu sinni Katrínu Dögg Hilmarsdóttur. „Þetta byrjaði sem hugmynd um leitarvél, svo vatt þetta upp á sig og varð að stærri síðu með umfjöllunum, pistlum, myndböndum og bara alls konar sem við teljum að gagnist fólki sem hefur áhuga á að fræðast meira og vera vakandi fyrir nýjum hlutum.“ Framabraut var opnuð síðastliðinn sunnudag en Ásta og Katrín Dögg standa tvær að verkefninu ásamt hóp pistlahöfunda. „Við erum báðar í fullri vinnu og með tvö börn, þannig að helgarnar og kvöldin hafa farið í þetta,“ segir Ásta. Hún og Katrín eru báðar viðskiptafræðingar. „Við erum búnar að vera vinkonur frá því í Versló og höfum verið saman í vinahóp í 15 ár. Það er rosalega gaman að vera í svona verkefni með vini, það gerir þetta enn skemmtilegra.“ Ásta segir þær vinkonurnar vinna mjög vel saman „Samstarfið hefur gengið mjög vel og verkefnið búið að teygjast og togast í áttir sem maður átti ekki von á af því að við erum svo ólíkar.“ Vefsíðan mun í framtíðinni halda áfram að stækka. „Við ætlum að fá háskóla- og meistaranemendur til þess að senda okkur efni úr rannsóknum og niðurstöðum þar sem eitthvað spennandi kemur fram sem fjallar um íslenskt atvinnulíf,“ heldur Ásta áfram. „Við erum með á teikniborðinu leitarvél með námskeiðum fyrir ráðstefnur og fyrirlestra. Það er greinilega áhugi því við erum búnar að fá pósta og fyrirspurnir, til dæmis um hvort við ætlum að hafa þetta á fleiri tungumálum." Hugmyndin að Framabraut kom fyrst fram í vor og byrjuðu Ásta og Katrín Dögg að skipuleggja í júlí. „Við fórum í rauninni rólega af stað og helltum okkur út í þetta í byrjun september. Þannig að þetta er ekki búið að taka langan tíma. Ég tók vefsíðuna að mér og Katrín efnið og að spjalla við pistlahöfunda. Við náðum að hafa fína verkaskiptingu, það er örugglega ástæðan fyrir því að við náum að keyra þetta svona hratt í gegn.“ Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
„Við rákumst á það, vinkonurnar, að það er algjörlega ómögulegt að nálgast á einum stað upplýsingar um þau námskeið sem maður hefur áhuga á. Svo missir maður kannski af því sem hefði verið kjörið fyrir mann,“ segir Ásta Bærings en hún opnaði á dögunum vefsíðuna Framabraut ásamt vinkonu sinni Katrínu Dögg Hilmarsdóttur. „Þetta byrjaði sem hugmynd um leitarvél, svo vatt þetta upp á sig og varð að stærri síðu með umfjöllunum, pistlum, myndböndum og bara alls konar sem við teljum að gagnist fólki sem hefur áhuga á að fræðast meira og vera vakandi fyrir nýjum hlutum.“ Framabraut var opnuð síðastliðinn sunnudag en Ásta og Katrín Dögg standa tvær að verkefninu ásamt hóp pistlahöfunda. „Við erum báðar í fullri vinnu og með tvö börn, þannig að helgarnar og kvöldin hafa farið í þetta,“ segir Ásta. Hún og Katrín eru báðar viðskiptafræðingar. „Við erum búnar að vera vinkonur frá því í Versló og höfum verið saman í vinahóp í 15 ár. Það er rosalega gaman að vera í svona verkefni með vini, það gerir þetta enn skemmtilegra.“ Ásta segir þær vinkonurnar vinna mjög vel saman „Samstarfið hefur gengið mjög vel og verkefnið búið að teygjast og togast í áttir sem maður átti ekki von á af því að við erum svo ólíkar.“ Vefsíðan mun í framtíðinni halda áfram að stækka. „Við ætlum að fá háskóla- og meistaranemendur til þess að senda okkur efni úr rannsóknum og niðurstöðum þar sem eitthvað spennandi kemur fram sem fjallar um íslenskt atvinnulíf,“ heldur Ásta áfram. „Við erum með á teikniborðinu leitarvél með námskeiðum fyrir ráðstefnur og fyrirlestra. Það er greinilega áhugi því við erum búnar að fá pósta og fyrirspurnir, til dæmis um hvort við ætlum að hafa þetta á fleiri tungumálum." Hugmyndin að Framabraut kom fyrst fram í vor og byrjuðu Ásta og Katrín Dögg að skipuleggja í júlí. „Við fórum í rauninni rólega af stað og helltum okkur út í þetta í byrjun september. Þannig að þetta er ekki búið að taka langan tíma. Ég tók vefsíðuna að mér og Katrín efnið og að spjalla við pistlahöfunda. Við náðum að hafa fína verkaskiptingu, það er örugglega ástæðan fyrir því að við náum að keyra þetta svona hratt í gegn.“
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira