Útborgun í Alaska Guðmundur Örn Jónsson skrifar 7. janúar 2014 07:00 Þann 3. október síðastliðinn greiddi auðlindasjóður Alaska út sinn árlega arð til íbúa fylkisins. Þá fengu tæplega 600 þúsund manns millifærslu frá sjóðnum og var elsti viðtakandinn 108 ára gamall og sá yngsti rúmlega níu mánaða, en hann fæddist einni mínútu fyrir miðnætti á gamlársdag 2012. Í þetta sinnið var arðurinn í lægra lagi eða 900 dollarar. Það gerir um 110 þúsund krónur á mann. Til samanburðar var arðurinn 3.269 dollarar, eða um 400 þúsund krónur, árið 2008, og íbúi sem hefur fengið arð úr sjóðnum frá upphafi, eða frá 1982, er búinn að fá jafngildi 4,2 milljóna króna úr sjóðnum. Tilvist auðlindasjóðsins má rekja til bandaríska hægri flokksins, Repúblikanaflokksins, en seinustu áratugi hefur Alaska verið stjórnað, svo til alfarið, af honum. Repúblikanar eru systurflokkur Sjálfstæðisflokksins og sótti formaður Sjálfstæðisflokksins meðal annars seinasta landsþing þeirra. Það er því ljóst að sú hugsjón, að allir landsmenn njóti arðs af auðlindum þjóðar sinnar er ekki eingöngu hugsjón vinstrimanna. Er miklu frekar um að ræða almenna skynsemi. Enda hafa allir þeir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, sem hafa tjáð sig um íslenskan sjávarútveg, lagt til að innheimt sé af honum auðlindagjald á markaðsforsendum. Nýlega bættist svo „Samráðsvettvangur um aukna hagsæld“, sem komið var á í kjölfar ráðlegginga McKinseys, í þann hóp. Hingað til hefur sá takmarkaði auðlindaarður, sem greiddur hefur verið af íslenskum sjávarútvegi, allur farið í ríkissjóð. Stuðningur við innheimtu arðsins hefur því jafnframt verði óbeinn stuðningur við aukningu á umsvifum ríkisins sem nemur upphæð hans, en hægrimenn eru sérstaklega tregir til þess að auka umsvif ríkisins. Enda hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði í Alaska fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa viljað taka auðlindaarðinn í ríkissjóð. Má því búast við mun víðtækari stuðningi við innheimtu auðlindaarðs sé hann greiddur beint út til landsmanna. Núverandi fyrirkomulag, þar sem flestir landsmenn sjá lítið af auðlindaarðinum falla sér í skaut, getur einnig haft áhrif á viðhorf landsmanna til nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Jafn öfugsnúið og það er, gæti því andstaða við sölu á rafmagni gegnum sæstreng til Evrópu aukist ef það verð sem í boði væri hækkaði. Reynslan hefur nefnilega kennt Íslendingum að lítið af þeim tekjum sem fengist fyrir það rafmagn myndi falla okkur í skaut. Við munum einungis fá hærri rafmagnsreikning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn greiddi auðlindasjóður Alaska út sinn árlega arð til íbúa fylkisins. Þá fengu tæplega 600 þúsund manns millifærslu frá sjóðnum og var elsti viðtakandinn 108 ára gamall og sá yngsti rúmlega níu mánaða, en hann fæddist einni mínútu fyrir miðnætti á gamlársdag 2012. Í þetta sinnið var arðurinn í lægra lagi eða 900 dollarar. Það gerir um 110 þúsund krónur á mann. Til samanburðar var arðurinn 3.269 dollarar, eða um 400 þúsund krónur, árið 2008, og íbúi sem hefur fengið arð úr sjóðnum frá upphafi, eða frá 1982, er búinn að fá jafngildi 4,2 milljóna króna úr sjóðnum. Tilvist auðlindasjóðsins má rekja til bandaríska hægri flokksins, Repúblikanaflokksins, en seinustu áratugi hefur Alaska verið stjórnað, svo til alfarið, af honum. Repúblikanar eru systurflokkur Sjálfstæðisflokksins og sótti formaður Sjálfstæðisflokksins meðal annars seinasta landsþing þeirra. Það er því ljóst að sú hugsjón, að allir landsmenn njóti arðs af auðlindum þjóðar sinnar er ekki eingöngu hugsjón vinstrimanna. Er miklu frekar um að ræða almenna skynsemi. Enda hafa allir þeir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, sem hafa tjáð sig um íslenskan sjávarútveg, lagt til að innheimt sé af honum auðlindagjald á markaðsforsendum. Nýlega bættist svo „Samráðsvettvangur um aukna hagsæld“, sem komið var á í kjölfar ráðlegginga McKinseys, í þann hóp. Hingað til hefur sá takmarkaði auðlindaarður, sem greiddur hefur verið af íslenskum sjávarútvegi, allur farið í ríkissjóð. Stuðningur við innheimtu arðsins hefur því jafnframt verði óbeinn stuðningur við aukningu á umsvifum ríkisins sem nemur upphæð hans, en hægrimenn eru sérstaklega tregir til þess að auka umsvif ríkisins. Enda hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði í Alaska fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa viljað taka auðlindaarðinn í ríkissjóð. Má því búast við mun víðtækari stuðningi við innheimtu auðlindaarðs sé hann greiddur beint út til landsmanna. Núverandi fyrirkomulag, þar sem flestir landsmenn sjá lítið af auðlindaarðinum falla sér í skaut, getur einnig haft áhrif á viðhorf landsmanna til nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Jafn öfugsnúið og það er, gæti því andstaða við sölu á rafmagni gegnum sæstreng til Evrópu aukist ef það verð sem í boði væri hækkaði. Reynslan hefur nefnilega kennt Íslendingum að lítið af þeim tekjum sem fengist fyrir það rafmagn myndi falla okkur í skaut. Við munum einungis fá hærri rafmagnsreikning.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar