Fimmtug og öflugri en nokkru sinni fyrr Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 09:00 Svava er jákvæð og lífsglöð að upplagi og líður eins og hún sé 25 ára. Mynd/Nína Björk Hlöðversdóttir „Þetta er ótrúleg tala en mér líður vel. Mér líður eins og ég sé enn 25 ára,“ segir kaupmaðurinn Svava Johansen sem er fimmtug í dag. Hún eyðir afmælisdeginum sínum erlendis með sínum heittelskaða, Birni Sveinbjörnssyni, og góðum vinum en vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu. „Við erum í sólinni og horfum út á Miðjarðarhafið. Við erum hér að spila golf og ég vildi óska að sonur minn væri með. Ég reyndi að draga móður mína líka með en hún komst ekki,“ segir Svava létt í bragði. Hún stefnir á að halda stóra veislu í sumar. „Ég á afmæli 7.1. en ætla að halda upp á það 1.7. því þá er líklegra að sé sól á Íslandi. Ég ætla að safna mér orku á afmælisdaginn og halda stórum vinahópi og fjölskyldu geggjaða veislu í sumar.“ Aldurinn leggst vel í athafnakonuna. „Ég upplifi á svo margan hátt, bæði fyrir sjálfa mig, Ísland og heiminn, að 2014 verði mjög gott ár. Ég held að árið 2014 verði eitt það langbesta frá hruni. Ég er ánægð með að verða fimmtug – nú er ég komin á þann aldur að maður er ánægðari með að ná vissum aldri en að ná honum ekki. Ég er í góðu líkamlegu ástandi, með alla þessa reynslu á bakinu og með gríðarlegan kraft. Mér finnst eins og ég sé með marga orkusteina í hvorri hendi og með meiri orku en áður með alla mína reynslu og visku. Ég er öflugri en nokkru sinni fyrr. Ég er líka svo ánægð með það sem ég á; son minn og manninn minn og það góða fólk sem er í kringum mig. Ég er líka glöð með fyrirtækið mitt og þann sterka hóp sem stendur með mér í mínum rekstri. Ég er svo heppin að eiga mikið af góðum vinum og sterka, stóra og góða fjölskyldu – það gefur manni kraft í lífinu,“ segir Svava og sér ekki eftir neinu á þessari hálfu öld. „Ég horfi alltaf fram á við. Ég held að ég verði alltaf þannig. Ég er ánægð með allt sem ég hef gert og sé ekki eftir neinu. Mér finnst ofsalega gott að lifa lífinu þannig að maður sé góður við sig og sína og þá sem verða á vegi manns. Þá situr maður sáttari eftir þegar maður horfir yfir farinn veg. Mitt mottó er að ég geti sagt að ég hafi gert eitthvað gott ef ég næ að verða gömul. Ég vil ekki gera eitthvað sem ég sé eftir,“ segir Svava og endar samtalið á jákvæðum nótum. „Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vil að allir beri það í hjarta sínu að 2014 verði frábært ár því hver er sinnar gæfu smiður.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Sjá meira
„Þetta er ótrúleg tala en mér líður vel. Mér líður eins og ég sé enn 25 ára,“ segir kaupmaðurinn Svava Johansen sem er fimmtug í dag. Hún eyðir afmælisdeginum sínum erlendis með sínum heittelskaða, Birni Sveinbjörnssyni, og góðum vinum en vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu. „Við erum í sólinni og horfum út á Miðjarðarhafið. Við erum hér að spila golf og ég vildi óska að sonur minn væri með. Ég reyndi að draga móður mína líka með en hún komst ekki,“ segir Svava létt í bragði. Hún stefnir á að halda stóra veislu í sumar. „Ég á afmæli 7.1. en ætla að halda upp á það 1.7. því þá er líklegra að sé sól á Íslandi. Ég ætla að safna mér orku á afmælisdaginn og halda stórum vinahópi og fjölskyldu geggjaða veislu í sumar.“ Aldurinn leggst vel í athafnakonuna. „Ég upplifi á svo margan hátt, bæði fyrir sjálfa mig, Ísland og heiminn, að 2014 verði mjög gott ár. Ég held að árið 2014 verði eitt það langbesta frá hruni. Ég er ánægð með að verða fimmtug – nú er ég komin á þann aldur að maður er ánægðari með að ná vissum aldri en að ná honum ekki. Ég er í góðu líkamlegu ástandi, með alla þessa reynslu á bakinu og með gríðarlegan kraft. Mér finnst eins og ég sé með marga orkusteina í hvorri hendi og með meiri orku en áður með alla mína reynslu og visku. Ég er öflugri en nokkru sinni fyrr. Ég er líka svo ánægð með það sem ég á; son minn og manninn minn og það góða fólk sem er í kringum mig. Ég er líka glöð með fyrirtækið mitt og þann sterka hóp sem stendur með mér í mínum rekstri. Ég er svo heppin að eiga mikið af góðum vinum og sterka, stóra og góða fjölskyldu – það gefur manni kraft í lífinu,“ segir Svava og sér ekki eftir neinu á þessari hálfu öld. „Ég horfi alltaf fram á við. Ég held að ég verði alltaf þannig. Ég er ánægð með allt sem ég hef gert og sé ekki eftir neinu. Mér finnst ofsalega gott að lifa lífinu þannig að maður sé góður við sig og sína og þá sem verða á vegi manns. Þá situr maður sáttari eftir þegar maður horfir yfir farinn veg. Mitt mottó er að ég geti sagt að ég hafi gert eitthvað gott ef ég næ að verða gömul. Ég vil ekki gera eitthvað sem ég sé eftir,“ segir Svava og endar samtalið á jákvæðum nótum. „Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vil að allir beri það í hjarta sínu að 2014 verði frábært ár því hver er sinnar gæfu smiður.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Sjá meira