Verður vörpudrifið að veruleika? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2014 22:13 Eðlisfræðingar hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA kynntu í vikunni hugmyndir sýnar um hönnun á geimferjunni Enterprise. Þó svo að hugmyndin sé enn á algjöru frumstigi eru vonir bundnar við að skipið ferji hetjulega áhöfn geimfara um alheiminn, rétt eins og forveri þess gerði á sjónvarpsskjánum. Alheimurinn er ógnarstór. Í raun svo stór að hefðbundnar geimflaugar munu aldrei ferja mannkyn milli stjarnanna. Þetta var ekki áhyggjuefni áhafnar Enterprise geimfarsins í Star Trek söguheiminum. Með hjálp vörpudrifsins voru víðáttur alheimsins í seilingarfjarlægð. En, vísindaskáldskapur og raunheimur mætast nú enn og aftur. Hópur eðlisfræðinga og verkfræðinga hefur unnið að því að betrumbæta fyrri kenningar um vörpuhraðan og hefur nú kynnt hugmyndir sínar um nýtt geimfar sem nýtir sér gloppu í almennu afstæðiskenningu Einsteins. Í grunnin snýst vörpudrifið um að geimfar geti farið á svig við lögmál eðlisfræðinnar, sveigt tímarúmið og brunað milli himintunglanna á þrjú hundruð þúsund kílómetra hraða á sekúndu eða ögn hraðar en ljóshraði. Áður fyrr höfðu vísindamenn reiknað út að það þyrfti samanlagða orku allra efnisagna Júpíters til að knýjaa slíkt drif en nú sjá menn fram á að rúmlega sjö hundruð kíló af framandi efni geti framkallað vörpuhraða. Doktor Harold White hefur leitt þessa rannsóknarvinnu hjá NASA en hann kynnti í vikunni uppkast að geimfari sem byggir á vörputækni. Hann skýrði það IXS Enterprise og hér er ekki að finna neinar hraðatakmarkanir. „Það er rétt að hugsa um þetta eins og þegar maður er á flugvelli og fer á milli flugstöðvarbygginga. Þar eru færibönd sem maður getur stigið á og þau hjálpa manni að fara hraðar yfir en maður annars gerði,“ segir Harold. „Maður gengur kannski á fimm kílómetra hraða og stígur á færibandið og gengur áfram á fimm kílómetra hraða miðað við næsta umhverfi sitt, en fyrir einhverjum sem situr í stól virðist hraði manns hafa aukist. Því færibandið fjarlægir svæði fyrir framan mann og setur það fyrir aftan mann.“ Rannsóknarvinnan er þó stutt á veg komin og er sem stendur á hinu viðkvæma tilgátustigi NASA. Stofnunin ítrekar að engar sannanir séu fyrir hendi um að tæknin virki. Þó svo að vörpudrif Harolds White brjóti ekki lögmál eðlisfræðinnar og að stærðfræðin sé til staðar, er það ekki sjálfgefið að það virki. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Eðlisfræðingar hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA kynntu í vikunni hugmyndir sýnar um hönnun á geimferjunni Enterprise. Þó svo að hugmyndin sé enn á algjöru frumstigi eru vonir bundnar við að skipið ferji hetjulega áhöfn geimfara um alheiminn, rétt eins og forveri þess gerði á sjónvarpsskjánum. Alheimurinn er ógnarstór. Í raun svo stór að hefðbundnar geimflaugar munu aldrei ferja mannkyn milli stjarnanna. Þetta var ekki áhyggjuefni áhafnar Enterprise geimfarsins í Star Trek söguheiminum. Með hjálp vörpudrifsins voru víðáttur alheimsins í seilingarfjarlægð. En, vísindaskáldskapur og raunheimur mætast nú enn og aftur. Hópur eðlisfræðinga og verkfræðinga hefur unnið að því að betrumbæta fyrri kenningar um vörpuhraðan og hefur nú kynnt hugmyndir sínar um nýtt geimfar sem nýtir sér gloppu í almennu afstæðiskenningu Einsteins. Í grunnin snýst vörpudrifið um að geimfar geti farið á svig við lögmál eðlisfræðinnar, sveigt tímarúmið og brunað milli himintunglanna á þrjú hundruð þúsund kílómetra hraða á sekúndu eða ögn hraðar en ljóshraði. Áður fyrr höfðu vísindamenn reiknað út að það þyrfti samanlagða orku allra efnisagna Júpíters til að knýjaa slíkt drif en nú sjá menn fram á að rúmlega sjö hundruð kíló af framandi efni geti framkallað vörpuhraða. Doktor Harold White hefur leitt þessa rannsóknarvinnu hjá NASA en hann kynnti í vikunni uppkast að geimfari sem byggir á vörputækni. Hann skýrði það IXS Enterprise og hér er ekki að finna neinar hraðatakmarkanir. „Það er rétt að hugsa um þetta eins og þegar maður er á flugvelli og fer á milli flugstöðvarbygginga. Þar eru færibönd sem maður getur stigið á og þau hjálpa manni að fara hraðar yfir en maður annars gerði,“ segir Harold. „Maður gengur kannski á fimm kílómetra hraða og stígur á færibandið og gengur áfram á fimm kílómetra hraða miðað við næsta umhverfi sitt, en fyrir einhverjum sem situr í stól virðist hraði manns hafa aukist. Því færibandið fjarlægir svæði fyrir framan mann og setur það fyrir aftan mann.“ Rannsóknarvinnan er þó stutt á veg komin og er sem stendur á hinu viðkvæma tilgátustigi NASA. Stofnunin ítrekar að engar sannanir séu fyrir hendi um að tæknin virki. Þó svo að vörpudrif Harolds White brjóti ekki lögmál eðlisfræðinnar og að stærðfræðin sé til staðar, er það ekki sjálfgefið að það virki.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira