Heimahjúkrun HH – ört vaxandi álag Anný Lára Emilsdóttir og Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) starfrækir heimahjúkrun í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsumdæmi. Þegar þetta er skrifað sinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og félagsliðar heimahjúkrunar HH rúmlega 600 sjúklingum, sumum hverjum oft á dag. Greinarhöfundar gerðu úttekt á starfseminni þar sem einblínt var á árin 2010 og 2013. Hér verður farið yfir meginniðurstöður þeirrar vinnu en skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=61. Á árunum 2010-2013 varð fjórðungsaukning í sjúklingafjölda og 27% í aukningu vitjana hjá heimahjúkrun HH. Nokkrar meginskýringar eru á þessu aukna álagi. Stefna stjórnvalda hérlendis hefur verið að draga úr stofnanavistun, legudögum sjúkrahúsa fækkar, íbúum fjölgar og hlutfall aldraðra eykst. Tækninýjungar gefa veikum einstaklingum tækifæri á að lifa lengur og aukinn vilji er hjá sjúklingum að liggja banaleguna í heimahúsi. Því miður hefur fjármagn til starfseminnar ekki aukist að sama skapi en HH er á fjárlögum ríkisins. Mesti álagstíminn hjá heimahjúkrun HH er dagvakt á virkum dögum en á umræddu þriggja ára tímabili var engin fjölgun stöðugilda á þeim vöktum. Ef mönnunin hefði átt að haldast í hendur við fjölgun sjúklinga hefði þurft að fjölga stöðugildum á dagvakt á virkum dögum um 28%, þ.e. úr 37 stöðugildum í 47 stöðugildi. Á viðmiðunarárinu 2010 var aukins álags þegar farið að gæta hjá heimahjúkrun HH því sú þróun var þá hafin sem hér að framan er lýst. Takmarkað svigrúm var því til að mæta þessu aukna álagi. Hér er ekki um tímabundið ástand að ræða. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að öldruðum fjölgi um 14% á næstu fjórum árum hérlendis, en í dag er þessi aldurshópur 84% af skjólstæðingum heimahjúkrunar HH.Er pláss fyrir tengdó? Að mati greinarhöfunda er búið að hagræða eins og frekast er unnt hjá heimahjúkrun HH. Starfsfólk hefur í síauknum mæli þurft að grípa til aðgerða, s.s. að auka kröfur um aðkomu aðstandenda, skera vitjunartíma við nögl og mynda biðlista. Starfsfólk telur sig ekki ná að sinna sjúklingum sínum eins vel og þörf er á og sjúklingar, aðstandendur og starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana lýsa óánægju sinni með ófullnægjandi þjónustu heimahjúkrunar HH. Aukið fjármagn þarf til heimahjúkrunar HH til að hægt sé að fylgja stefnu stjórnvalda og bjóða upp á viðunandi hjúkrunarþjónustu í heimahúsi. Að öðrum kosti þarf að endurskilgreina og í kjölfarið draga verulega úr þeirri þjónustu sem heimahjúkrun HH er ætlað að veita. Sú leið er ekki vænleg að mati greinarhöfunda, hvorki fjárhagslega né fyrir samfélagið þar sem það hefði ný vandamál í för með sér, s.s. auknar innlagnir á sjúkrahús, bugaða aðstandendur og óánægju í þjóðfélaginu. Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? er yfirskrift komandi hjúkrunarþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta er spurning sem þú, lesandi góður, gætir þurft að spyrja sjálfan þig ef heldur fram sem horfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) starfrækir heimahjúkrun í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsumdæmi. Þegar þetta er skrifað sinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og félagsliðar heimahjúkrunar HH rúmlega 600 sjúklingum, sumum hverjum oft á dag. Greinarhöfundar gerðu úttekt á starfseminni þar sem einblínt var á árin 2010 og 2013. Hér verður farið yfir meginniðurstöður þeirrar vinnu en skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=61. Á árunum 2010-2013 varð fjórðungsaukning í sjúklingafjölda og 27% í aukningu vitjana hjá heimahjúkrun HH. Nokkrar meginskýringar eru á þessu aukna álagi. Stefna stjórnvalda hérlendis hefur verið að draga úr stofnanavistun, legudögum sjúkrahúsa fækkar, íbúum fjölgar og hlutfall aldraðra eykst. Tækninýjungar gefa veikum einstaklingum tækifæri á að lifa lengur og aukinn vilji er hjá sjúklingum að liggja banaleguna í heimahúsi. Því miður hefur fjármagn til starfseminnar ekki aukist að sama skapi en HH er á fjárlögum ríkisins. Mesti álagstíminn hjá heimahjúkrun HH er dagvakt á virkum dögum en á umræddu þriggja ára tímabili var engin fjölgun stöðugilda á þeim vöktum. Ef mönnunin hefði átt að haldast í hendur við fjölgun sjúklinga hefði þurft að fjölga stöðugildum á dagvakt á virkum dögum um 28%, þ.e. úr 37 stöðugildum í 47 stöðugildi. Á viðmiðunarárinu 2010 var aukins álags þegar farið að gæta hjá heimahjúkrun HH því sú þróun var þá hafin sem hér að framan er lýst. Takmarkað svigrúm var því til að mæta þessu aukna álagi. Hér er ekki um tímabundið ástand að ræða. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að öldruðum fjölgi um 14% á næstu fjórum árum hérlendis, en í dag er þessi aldurshópur 84% af skjólstæðingum heimahjúkrunar HH.Er pláss fyrir tengdó? Að mati greinarhöfunda er búið að hagræða eins og frekast er unnt hjá heimahjúkrun HH. Starfsfólk hefur í síauknum mæli þurft að grípa til aðgerða, s.s. að auka kröfur um aðkomu aðstandenda, skera vitjunartíma við nögl og mynda biðlista. Starfsfólk telur sig ekki ná að sinna sjúklingum sínum eins vel og þörf er á og sjúklingar, aðstandendur og starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana lýsa óánægju sinni með ófullnægjandi þjónustu heimahjúkrunar HH. Aukið fjármagn þarf til heimahjúkrunar HH til að hægt sé að fylgja stefnu stjórnvalda og bjóða upp á viðunandi hjúkrunarþjónustu í heimahúsi. Að öðrum kosti þarf að endurskilgreina og í kjölfarið draga verulega úr þeirri þjónustu sem heimahjúkrun HH er ætlað að veita. Sú leið er ekki vænleg að mati greinarhöfunda, hvorki fjárhagslega né fyrir samfélagið þar sem það hefði ný vandamál í för með sér, s.s. auknar innlagnir á sjúkrahús, bugaða aðstandendur og óánægju í þjóðfélaginu. Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? er yfirskrift komandi hjúkrunarþings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta er spurning sem þú, lesandi góður, gætir þurft að spyrja sjálfan þig ef heldur fram sem horfir.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun