Elsku besti Illugi! Gunnar Helgason skrifar 1. október 2014 07:00 Mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég verð að stinga niður penna og fjalla örlítið um stöðu barnabókarinnar á Íslandi í dag. Sem handhafi Bókaverðlauna barnanna árið 2014 finn ég mig knúinn til að koma barnabókinni og þar með læsi, til varnar. Ég hef skrifað sjö barnabækur og sú áttunda er í prentun þegar þetta er skrifað og ég tel mig því hafa nokkuð góða innsýn og skilning á heimi barnabókanna. Það sem ég skil hins vegar ekki – og langar að biðja þig að útskýra fyrir mér – er málflutningur þinn, elsku besti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, á undanförnum dögum og vikum varðandi læsi og bókaverð. Á hverju ári kemur ný PISA-könnun þar sem niðurstaðan er að læsi hrakar hjá börnunum okkar. Á hverju ári fyllast fjölmiðlar af stjórnmálamönnum, foreldrum, rithöfundum og sérfræðingum sem lýsa yfir miklum áhyggjum af þessu. En það er ekki á hverju ári sem bókaverð er hækkað með lagabreytingu. Bjarni vinur þinn hefur sem sagt ákveðið að hækka virðisaukaskattinn á bókum. Þetta á að vera liður í því að einfalda virðisaukaskattskerfið. Þetta er reyndar í mínum augum hluti af mótvægisaðgerðum stjórnarinnar vegna niðurfellingar á öðrum sköttum, s.s. hátekjuskatti, en það getur verið rangt hjá mér. Hver sem ástæðan er fyrir þessari hækkun er augljóst að þetta kemur barnafjölskyldum verst því það liggur í hlutarins eðli að þær kaupa mest af barnabókum. Að vísu kemur þetta ömmum og öfum barnanna illa líka því það er alkunna að þau kaupa mikið af bókum þegar gefa á jóla- og afmælisgjafir. Þannig að þetta kemur ungum foreldrum og ellilífeyrisþegum hvað verst. En hátekjufólki hvað best. Auðvitað vona ég að það hátekjufólk sem losnar við hátekjuskattinn sinn kaupi þá meira af barnabókum fyrir peninginn sem það sparar sér en það er líklega bjartsýni. Það myndi samt sem áður stuðla að því að hinir munu líklega kaupa minna af bókum og þar af leiðandi leiða til aukins ólæsis.Vefst fyrir mér Kæri menntamálaráðherra, þú hefur ítrekað – síðast í Íslandi í bítið þann 29.09.2014 – bent á að læsi var meira og betra hjá börnunum okkar árið 2000 þegar virðisaukaskatturinn var 14% heldur en árið 2012 þegar hann hafði verið 7% í nokkur ár. Þú hefur líka bent á að bókaverðið sé bara hluti af því flókna vandamáli sem versnandi læsi er. Ég skil það og það er rétt hjá þér. Það sem ég skil hins vegar ekki er hvernig það að hækka skattinn aftur á að vera hluti af lausninni á ó-læsisvandanum. Það þarf örugglega að taka til í virðisaukaskattkerfinu, ég veit ekkert um það en það sem er undarlegt við þessa ákvörðun um að hækka bókaverðið er að á sama tíma ferðast þú, menntamálaráðherra, um landið og kynnir fyrir landslýð Hvítbókina þína þar sem lögð er áhersla á betri menntun í landinu. Nú vita allir að grunnurinn að betri menntun er aukið og betra læsi landsbarna. Það sem vefst því fyrir mér er hvernig hækkað bókaverð á að styðja við þessa Hvítbókarstefnu. Ég bara skil það ekki. Best væri að mínu mati að fella virðisaukaskatt á bækur niður með öllu. Það ætti að einfalda kerfið eins og stefna stjórnvalda segir til um og myndi þar á ofan vonandi hjálpa til við að auka læsi barnanna okkar. Elsku besti Illugi Gunnarsson, ert þú kannski til í að skrifa hér á þessar síður greinarkorn þar sem þú útskýrir þetta allt saman fyrir mér – helst eins og ég væri sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég verð að stinga niður penna og fjalla örlítið um stöðu barnabókarinnar á Íslandi í dag. Sem handhafi Bókaverðlauna barnanna árið 2014 finn ég mig knúinn til að koma barnabókinni og þar með læsi, til varnar. Ég hef skrifað sjö barnabækur og sú áttunda er í prentun þegar þetta er skrifað og ég tel mig því hafa nokkuð góða innsýn og skilning á heimi barnabókanna. Það sem ég skil hins vegar ekki – og langar að biðja þig að útskýra fyrir mér – er málflutningur þinn, elsku besti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, á undanförnum dögum og vikum varðandi læsi og bókaverð. Á hverju ári kemur ný PISA-könnun þar sem niðurstaðan er að læsi hrakar hjá börnunum okkar. Á hverju ári fyllast fjölmiðlar af stjórnmálamönnum, foreldrum, rithöfundum og sérfræðingum sem lýsa yfir miklum áhyggjum af þessu. En það er ekki á hverju ári sem bókaverð er hækkað með lagabreytingu. Bjarni vinur þinn hefur sem sagt ákveðið að hækka virðisaukaskattinn á bókum. Þetta á að vera liður í því að einfalda virðisaukaskattskerfið. Þetta er reyndar í mínum augum hluti af mótvægisaðgerðum stjórnarinnar vegna niðurfellingar á öðrum sköttum, s.s. hátekjuskatti, en það getur verið rangt hjá mér. Hver sem ástæðan er fyrir þessari hækkun er augljóst að þetta kemur barnafjölskyldum verst því það liggur í hlutarins eðli að þær kaupa mest af barnabókum. Að vísu kemur þetta ömmum og öfum barnanna illa líka því það er alkunna að þau kaupa mikið af bókum þegar gefa á jóla- og afmælisgjafir. Þannig að þetta kemur ungum foreldrum og ellilífeyrisþegum hvað verst. En hátekjufólki hvað best. Auðvitað vona ég að það hátekjufólk sem losnar við hátekjuskattinn sinn kaupi þá meira af barnabókum fyrir peninginn sem það sparar sér en það er líklega bjartsýni. Það myndi samt sem áður stuðla að því að hinir munu líklega kaupa minna af bókum og þar af leiðandi leiða til aukins ólæsis.Vefst fyrir mér Kæri menntamálaráðherra, þú hefur ítrekað – síðast í Íslandi í bítið þann 29.09.2014 – bent á að læsi var meira og betra hjá börnunum okkar árið 2000 þegar virðisaukaskatturinn var 14% heldur en árið 2012 þegar hann hafði verið 7% í nokkur ár. Þú hefur líka bent á að bókaverðið sé bara hluti af því flókna vandamáli sem versnandi læsi er. Ég skil það og það er rétt hjá þér. Það sem ég skil hins vegar ekki er hvernig það að hækka skattinn aftur á að vera hluti af lausninni á ó-læsisvandanum. Það þarf örugglega að taka til í virðisaukaskattkerfinu, ég veit ekkert um það en það sem er undarlegt við þessa ákvörðun um að hækka bókaverðið er að á sama tíma ferðast þú, menntamálaráðherra, um landið og kynnir fyrir landslýð Hvítbókina þína þar sem lögð er áhersla á betri menntun í landinu. Nú vita allir að grunnurinn að betri menntun er aukið og betra læsi landsbarna. Það sem vefst því fyrir mér er hvernig hækkað bókaverð á að styðja við þessa Hvítbókarstefnu. Ég bara skil það ekki. Best væri að mínu mati að fella virðisaukaskatt á bækur niður með öllu. Það ætti að einfalda kerfið eins og stefna stjórnvalda segir til um og myndi þar á ofan vonandi hjálpa til við að auka læsi barnanna okkar. Elsku besti Illugi Gunnarsson, ert þú kannski til í að skrifa hér á þessar síður greinarkorn þar sem þú útskýrir þetta allt saman fyrir mér – helst eins og ég væri sex ára.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun