Við mótmælum fréttaflutningi fjölmiðla af Úkraínu Hópur sem berst fyrir vandaðri fréttaflutningi skrifar 1. október 2014 07:00 Um það verður ekki deilt að fjórir ráðherrar í nýrri stjórn Úkraínu eftir stjórnarbyltinguna þar í landi komu úr þjóðernisöfgaflokknum Svoboda (m.a. varnarmálaráðherrann). Við getum rétt ímyndað okkur áfellisdóminn yfir segjum t.d. Sjálfstæðisflokknum ef hann tæki inn í stjórn sína einn þingmann úr þjóðernisöfgaflokki til að ná meirihluta á þingi. Að segja að fasistar hafi komist til valda í Úkraínu var því ekki úr lausu lofti gripið. Um það verður heldur ekki deilt að Janokovich fráfarandi lýðræðislega kjörinn forseti Úkraínu þurfti að ganga að harkalegum niðurskurðaráformum til að landa samningi við ESB, hann fékk betra tilboð frá Rússum sem varð til þess að hann undirritaði ekki samstarfssamning við Evrópusambandið. Um það er hins vegar deilt hvort Bandaríkin og Evrópusambandið hafi haft puttana í stjórnarbyltingunni í Úkraínu. Samt eru fyrir þessu sterkar sannanir; m.a. frægt „Fuck the EU!“ lekasímtal aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu, Victoriu Nuland, og sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Geoffrey Pyatt, þar sem þau ræddu hvernig best væri að skipa nýja stjórn í Úkraínu. Sömuleiðis ummæli Victoriu Nuland um að Bandaríkjastjórn hafi kostað meira en 5 milljörðum bandaríkjadollara til að Úkraína „næði markmiðum sínum“, o.fl. Umfjöllun fjölmiðla um Úkraínu hefur verið ótrúlega einhliða. Það er góða liðið, Úkraínustjórn og bandamenn þeirra í vestrinu og síðan vonda liðið, aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu og bandamenn þeirra Rússar. Nánast eins og í bíómynd. Þegar fjöldamorð voru framin í Odessa í maí þar sem nálægt fimmtíu manns úr „vonda liðinu“ (samt saklausir borgarar) voru brenndir inni fjölluðu fjölmiðlar um það í kannski einni eða tveimur setningum. Ekki fáum við fréttir af því að saklausir borgarar og heimili þeirra eru skotmörk í borgarastríðinu í Úkraínu. (Að vísu er búið að semja um vopnahlé nú þegar þetta er skrifað). Ekki fáum við fréttir af því að yfir 800 þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Rússlands. Ekki er okkur sagt að borgarastríðið er í raun að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem setti það sem skilyrði fyrir lánveitingum að uppreisnin í austurhluta landsins yrði kveðin niður. Og ekki er okkur heldur sagt frá mótmælum fólks víða um heim vegna afskipta NATO af málefnum Úkraínu.Fjölmiðlar vandi sig Þegar malasíska farþegaflugvélin fórst var sökinni samstundis skellt á aðskilnaðarsinna og Rússa (sem áttu að hafa útvegað þeim vopnið sem grandaði vélinni). Sönnunargögnin voru öll sótt á samfélagsmiðla, m.a. youtubemyndband sem átti að sýna aðskilnaðarsinna lýsa yfir ábyrgð á verknaðinum. Það reyndist hins vegar létt verk að sýna fram á það að myndbandið var falsað. Rússar létu af hendi gervihnattamyndir, sem sýndu hreyfingu á BUK-eldflaugaskotpöllum úkraínska stjórnarhersins nærri yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, skömmu áður en flugvélin fórst. Ekki fengum við að sjá gervihnattamyndir bandarískra stjórnvalda þrátt fyrir að bandarískur gervihnöttur hafi verið yfir svæðinu. Þegar fleiri sönnunargögn tóku að tínast inn, sem bentu frekar til sektar úkraínska stjórnarhersins og of langt mál er að telja upp, hvarf malasíska flugvélin með öllu úr vestrænum meginstraumsfjölmiðlum. Síðar áttum við svo eftir að fá fréttir af því að herflutningalest Rússa hefði farið yfir landamæri Úkraínu og henni hefði að mestu verið eytt af úkraínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist síðan rétt hvarf fréttin úr fjölmiðlum. Engin leiðrétting. Almenningur ekki beðinn afsökunar á því að fréttin var röng. Næsti liður í ófrægingarherferðinni var síðan mannúðarhjálp Rússa til nauðstaddra sem átti að innihalda vopn. Og það nýjasta er síðan að þúsund manna herlið Rússa átti að vera komið inn í Úkraínu. Ef Rússar ætluðu sér að leggja undir sig austurhluta Úkraínu þá myndu þeir senda þangað 100 þúsund manna herlið, ekki þúsund manns. Án efa fara einhverjir Rússar yfir landamærin til að berjast við hlið rússneskumælandi Úkraínumanna rétt eins og nýnasistar frá vesturhluta Evrópu hafa gengið í raðir „góða liðsins“. Við biðjum fjölmiðla um að vanda sig og taka ekki öllu sem kemur frá Barack Obama eða Anders Fogh Rasmussen eða bandarískum fjölmiðlum sem óhrekjanlegum staðreyndum. Nógu oft er búið að sýna fram á það að menn hafi farið með rangt mál. Með þessu áframhaldi (já, fjölmiðlar leika þar stórt hlutverk) siglum við hraðbyri inn í þriðju heimsstyrjöldina.Hópur sem berst fyrir vandaðri og gagnrýnni fréttaflutningi fjölmiðla. Ari Tryggvason Ármann Birgisson Berta Finnbogadóttir Björgvin R. Leifsson Daníel Þór Þorgrímsson Friðrik Atlason Hildur Jónsdóttir Hrefna Björg Ragnarsdóttir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Jónína Berg Níels Sigurðsson Lárus Sigurðsson Olga Lúsía Pálsdóttir Ólafur Þorkell Georgsson Ragnar K. Gestsson Ragnar Unnarsson Rúnar Sveinbjörnsson Sölvi Jónsson Valdimar Ágúst Eggertsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Um það verður ekki deilt að fjórir ráðherrar í nýrri stjórn Úkraínu eftir stjórnarbyltinguna þar í landi komu úr þjóðernisöfgaflokknum Svoboda (m.a. varnarmálaráðherrann). Við getum rétt ímyndað okkur áfellisdóminn yfir segjum t.d. Sjálfstæðisflokknum ef hann tæki inn í stjórn sína einn þingmann úr þjóðernisöfgaflokki til að ná meirihluta á þingi. Að segja að fasistar hafi komist til valda í Úkraínu var því ekki úr lausu lofti gripið. Um það verður heldur ekki deilt að Janokovich fráfarandi lýðræðislega kjörinn forseti Úkraínu þurfti að ganga að harkalegum niðurskurðaráformum til að landa samningi við ESB, hann fékk betra tilboð frá Rússum sem varð til þess að hann undirritaði ekki samstarfssamning við Evrópusambandið. Um það er hins vegar deilt hvort Bandaríkin og Evrópusambandið hafi haft puttana í stjórnarbyltingunni í Úkraínu. Samt eru fyrir þessu sterkar sannanir; m.a. frægt „Fuck the EU!“ lekasímtal aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu, Victoriu Nuland, og sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Geoffrey Pyatt, þar sem þau ræddu hvernig best væri að skipa nýja stjórn í Úkraínu. Sömuleiðis ummæli Victoriu Nuland um að Bandaríkjastjórn hafi kostað meira en 5 milljörðum bandaríkjadollara til að Úkraína „næði markmiðum sínum“, o.fl. Umfjöllun fjölmiðla um Úkraínu hefur verið ótrúlega einhliða. Það er góða liðið, Úkraínustjórn og bandamenn þeirra í vestrinu og síðan vonda liðið, aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu og bandamenn þeirra Rússar. Nánast eins og í bíómynd. Þegar fjöldamorð voru framin í Odessa í maí þar sem nálægt fimmtíu manns úr „vonda liðinu“ (samt saklausir borgarar) voru brenndir inni fjölluðu fjölmiðlar um það í kannski einni eða tveimur setningum. Ekki fáum við fréttir af því að saklausir borgarar og heimili þeirra eru skotmörk í borgarastríðinu í Úkraínu. (Að vísu er búið að semja um vopnahlé nú þegar þetta er skrifað). Ekki fáum við fréttir af því að yfir 800 þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Rússlands. Ekki er okkur sagt að borgarastríðið er í raun að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem setti það sem skilyrði fyrir lánveitingum að uppreisnin í austurhluta landsins yrði kveðin niður. Og ekki er okkur heldur sagt frá mótmælum fólks víða um heim vegna afskipta NATO af málefnum Úkraínu.Fjölmiðlar vandi sig Þegar malasíska farþegaflugvélin fórst var sökinni samstundis skellt á aðskilnaðarsinna og Rússa (sem áttu að hafa útvegað þeim vopnið sem grandaði vélinni). Sönnunargögnin voru öll sótt á samfélagsmiðla, m.a. youtubemyndband sem átti að sýna aðskilnaðarsinna lýsa yfir ábyrgð á verknaðinum. Það reyndist hins vegar létt verk að sýna fram á það að myndbandið var falsað. Rússar létu af hendi gervihnattamyndir, sem sýndu hreyfingu á BUK-eldflaugaskotpöllum úkraínska stjórnarhersins nærri yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, skömmu áður en flugvélin fórst. Ekki fengum við að sjá gervihnattamyndir bandarískra stjórnvalda þrátt fyrir að bandarískur gervihnöttur hafi verið yfir svæðinu. Þegar fleiri sönnunargögn tóku að tínast inn, sem bentu frekar til sektar úkraínska stjórnarhersins og of langt mál er að telja upp, hvarf malasíska flugvélin með öllu úr vestrænum meginstraumsfjölmiðlum. Síðar áttum við svo eftir að fá fréttir af því að herflutningalest Rússa hefði farið yfir landamæri Úkraínu og henni hefði að mestu verið eytt af úkraínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist síðan rétt hvarf fréttin úr fjölmiðlum. Engin leiðrétting. Almenningur ekki beðinn afsökunar á því að fréttin var röng. Næsti liður í ófrægingarherferðinni var síðan mannúðarhjálp Rússa til nauðstaddra sem átti að innihalda vopn. Og það nýjasta er síðan að þúsund manna herlið Rússa átti að vera komið inn í Úkraínu. Ef Rússar ætluðu sér að leggja undir sig austurhluta Úkraínu þá myndu þeir senda þangað 100 þúsund manna herlið, ekki þúsund manns. Án efa fara einhverjir Rússar yfir landamærin til að berjast við hlið rússneskumælandi Úkraínumanna rétt eins og nýnasistar frá vesturhluta Evrópu hafa gengið í raðir „góða liðsins“. Við biðjum fjölmiðla um að vanda sig og taka ekki öllu sem kemur frá Barack Obama eða Anders Fogh Rasmussen eða bandarískum fjölmiðlum sem óhrekjanlegum staðreyndum. Nógu oft er búið að sýna fram á það að menn hafi farið með rangt mál. Með þessu áframhaldi (já, fjölmiðlar leika þar stórt hlutverk) siglum við hraðbyri inn í þriðju heimsstyrjöldina.Hópur sem berst fyrir vandaðri og gagnrýnni fréttaflutningi fjölmiðla. Ari Tryggvason Ármann Birgisson Berta Finnbogadóttir Björgvin R. Leifsson Daníel Þór Þorgrímsson Friðrik Atlason Hildur Jónsdóttir Hrefna Björg Ragnarsdóttir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Jónína Berg Níels Sigurðsson Lárus Sigurðsson Olga Lúsía Pálsdóttir Ólafur Þorkell Georgsson Ragnar K. Gestsson Ragnar Unnarsson Rúnar Sveinbjörnsson Sölvi Jónsson Valdimar Ágúst Eggertsson
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun