Er þörf á breytingum á peningastefnunefnd Seðlabankans? Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Áform virðast uppi um að endurskoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands (SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörðunartöku um peningastefnuna. Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið brautargengi innan peningastefnunefndarinnar og að seðlabankastjóri hafi of mikið vægi við núverandi skipan. Mikilvægt er að við slíka endurskoðun sé litið til niðurstaðna rannsókna á æskilegu fyrirkomulagi ákvarðanatöku í peningamálum og þeirrar fimm ára reynslu sem fengin er af núverandi skipan.Ólíkar gerðir peningastefnunefnda Í grófum dráttum eru til tvenns konar peningastefnunefndir. Annars vegar þær sem leggja ekki sérstaka áherslu á að ná fram einingu um ákvörðunina, hver meðlimur er einkum ábyrgur fyrir sínu atkvæði og niðurstöður fást með atkvæðagreiðslu. Formenn slíkra nefnda geta lent í minnihluta og algengt er að ólík sjónarmið nefndarmanna birtist opinberlega. Peningastefnunefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna eftir að Ben Bernanke tók við árið 2006, eru dæmi um nefndir af þessu tagi. Hins vegar eru nefndir sem leggja áherslu á að eining ríki um ákvörðunina (a.m.k. opinberlega) og nefndin í heild sinni er ábyrg fyrir henni. Staða formannsins er misjöfn þar sem slík skipan er við lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög sterk, ýmist skv. lögum eða hefðum, og hann nær einráður um stefnuna. Sú hefur oftast verið raunin í Bandaríkjunum og frægt hvernig Alan Greenspan talaði og greiddi atkvæði á undan öðrum meðlimum, sem urðu svo að ganga í takt. Í öðrum tilvikum er staða formannsins veikari. Seðlabanki Evrópu er dæmi um slíkt fyrirkomulag.Í takt við niðurstöður rannsókna Frá því snemma árs 2009 hefur fimm manna peningastefnunefnd farið með ákvörðunarvald í peningamálum hér á landi. Skipan og starfshættir nefndarinnar eru í meginatriðum í takt við forskrift rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Making monetary policy by committee“, International Finance, 2009:12) og alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi ákvörðunartöku í peningamálum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá SÍ og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum. Nefndin hefur sett sér skýrar starfsreglur til að tryggja vandaðan undirbúning og sem mest gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta sín á sama tíma og tryggt er eftir megni að samstaða ríki um opinbera kynningu ákvörðunarinnar. Í starfsreglunum er ennfremur tiltekið að seðlabankastjóri leggi ekki fram tillögu um ákvörðun fyrr en eftir að nefndarmenn hafi fengið tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni.Engin ein skoðun ráðið ríkjum Er tilefni til að óttast að skoðanaskipti innan nefndarinnar séu of einsleit og staða seðlabankastjóra of sterk í krafti þess að meirihluti nefndarinnar er skipaður af fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæðagreiðslna á árunum 2009-2013 má finna í ársskýrslum SÍ og því eðlilegt að skoða tölfræðina og sjá hvort kosningahegðunin beri einkenni slíkra blokkamyndana. Frá því að nefndin hóf störf hefur hún í helmingi tilvika kosið að halda vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika hefur hún lækkað þá og í 15% tilvika hafa þeir verið hækkaðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslna sýna að í um helmingi tilvika hefur einn nefndarmaður kosið gegn meirihlutanum og í 17% tilvika hefur atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki er því að sjá að ein skoðun sé ávallt ríkjandi. Þá er ekki heldur að sjá að atkvæði skiptist eftir fastmótuðum blokkum innri og ytri meðlima: í 11% tilvika hefur innri meðlimur verið í minnihluta en ytri meðlimur í 16% tilvika. Af einstaka nefndarmönnum hefur sá innri meðlimur sem sækir umboð sitt til seðlabankastjóra oftast verið í minnihluta (24% tilvika) og kosið gegn yfirmanni sínum, sem hefur sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti. Aðstoðarbankastjóri, sem sækir umboð sitt til ráðherra en ekki seðlabankastjóra, hefur í tvígang verið í minnihluta. Sé einungis litið til þeirra tilvika þar sem ágreiningur hefur verið um ákvörðunina þá samanstendur meirihlutinn oftar af innri og ytri meðlimum en þeim innri einum saman. Í þau skipti sem atkvæði hafa fallið 3:2 hafa innri meðlimir einungis myndað meirihlutann í 29% tilvika. Skipting atkvæða hér á landi virðist ennfremur í ágætu samræmi við það sem tíðkast víða erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC ten years on“, ræða frá 2. maí 2007). Í ljósi ofangreinds verður því ekki séð að ólíkar skoðanir fái ekki að njóta sín innan nefndarinnar og að staða seðlabankastjóra sé of sterk í núverandi skipan.Vöndum til verka Endurmat á umgjörð peningastefnunnar er eðlilegt og æskilegt. Hins vegar skiptir máli af hvaða tilefni það fer fram og með hvaða hætti. Í Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram með reglulegu millibili, í góðu samstarfi stjórnvalda og seðlabankans, og á grundvelli ítarlegra rannsókna. Mikilvægt er að tryggt verði að endurskoðun á lögum um SÍ, og þar með talið mögulegar breytingar á skipan peningastefnunefndar, grundvallist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna og þeirri reynslu sem hefur fengist hér á landi. Vöndum til verka og festum þann verðstöðugleika sem nú hefur náðst í sessi.Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Áform virðast uppi um að endurskoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands (SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörðunartöku um peningastefnuna. Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið brautargengi innan peningastefnunefndarinnar og að seðlabankastjóri hafi of mikið vægi við núverandi skipan. Mikilvægt er að við slíka endurskoðun sé litið til niðurstaðna rannsókna á æskilegu fyrirkomulagi ákvarðanatöku í peningamálum og þeirrar fimm ára reynslu sem fengin er af núverandi skipan.Ólíkar gerðir peningastefnunefnda Í grófum dráttum eru til tvenns konar peningastefnunefndir. Annars vegar þær sem leggja ekki sérstaka áherslu á að ná fram einingu um ákvörðunina, hver meðlimur er einkum ábyrgur fyrir sínu atkvæði og niðurstöður fást með atkvæðagreiðslu. Formenn slíkra nefnda geta lent í minnihluta og algengt er að ólík sjónarmið nefndarmanna birtist opinberlega. Peningastefnunefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna eftir að Ben Bernanke tók við árið 2006, eru dæmi um nefndir af þessu tagi. Hins vegar eru nefndir sem leggja áherslu á að eining ríki um ákvörðunina (a.m.k. opinberlega) og nefndin í heild sinni er ábyrg fyrir henni. Staða formannsins er misjöfn þar sem slík skipan er við lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög sterk, ýmist skv. lögum eða hefðum, og hann nær einráður um stefnuna. Sú hefur oftast verið raunin í Bandaríkjunum og frægt hvernig Alan Greenspan talaði og greiddi atkvæði á undan öðrum meðlimum, sem urðu svo að ganga í takt. Í öðrum tilvikum er staða formannsins veikari. Seðlabanki Evrópu er dæmi um slíkt fyrirkomulag.Í takt við niðurstöður rannsókna Frá því snemma árs 2009 hefur fimm manna peningastefnunefnd farið með ákvörðunarvald í peningamálum hér á landi. Skipan og starfshættir nefndarinnar eru í meginatriðum í takt við forskrift rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Making monetary policy by committee“, International Finance, 2009:12) og alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi ákvörðunartöku í peningamálum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá SÍ og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum. Nefndin hefur sett sér skýrar starfsreglur til að tryggja vandaðan undirbúning og sem mest gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta sín á sama tíma og tryggt er eftir megni að samstaða ríki um opinbera kynningu ákvörðunarinnar. Í starfsreglunum er ennfremur tiltekið að seðlabankastjóri leggi ekki fram tillögu um ákvörðun fyrr en eftir að nefndarmenn hafi fengið tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni.Engin ein skoðun ráðið ríkjum Er tilefni til að óttast að skoðanaskipti innan nefndarinnar séu of einsleit og staða seðlabankastjóra of sterk í krafti þess að meirihluti nefndarinnar er skipaður af fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæðagreiðslna á árunum 2009-2013 má finna í ársskýrslum SÍ og því eðlilegt að skoða tölfræðina og sjá hvort kosningahegðunin beri einkenni slíkra blokkamyndana. Frá því að nefndin hóf störf hefur hún í helmingi tilvika kosið að halda vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika hefur hún lækkað þá og í 15% tilvika hafa þeir verið hækkaðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslna sýna að í um helmingi tilvika hefur einn nefndarmaður kosið gegn meirihlutanum og í 17% tilvika hefur atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki er því að sjá að ein skoðun sé ávallt ríkjandi. Þá er ekki heldur að sjá að atkvæði skiptist eftir fastmótuðum blokkum innri og ytri meðlima: í 11% tilvika hefur innri meðlimur verið í minnihluta en ytri meðlimur í 16% tilvika. Af einstaka nefndarmönnum hefur sá innri meðlimur sem sækir umboð sitt til seðlabankastjóra oftast verið í minnihluta (24% tilvika) og kosið gegn yfirmanni sínum, sem hefur sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti. Aðstoðarbankastjóri, sem sækir umboð sitt til ráðherra en ekki seðlabankastjóra, hefur í tvígang verið í minnihluta. Sé einungis litið til þeirra tilvika þar sem ágreiningur hefur verið um ákvörðunina þá samanstendur meirihlutinn oftar af innri og ytri meðlimum en þeim innri einum saman. Í þau skipti sem atkvæði hafa fallið 3:2 hafa innri meðlimir einungis myndað meirihlutann í 29% tilvika. Skipting atkvæða hér á landi virðist ennfremur í ágætu samræmi við það sem tíðkast víða erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC ten years on“, ræða frá 2. maí 2007). Í ljósi ofangreinds verður því ekki séð að ólíkar skoðanir fái ekki að njóta sín innan nefndarinnar og að staða seðlabankastjóra sé of sterk í núverandi skipan.Vöndum til verka Endurmat á umgjörð peningastefnunnar er eðlilegt og æskilegt. Hins vegar skiptir máli af hvaða tilefni það fer fram og með hvaða hætti. Í Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram með reglulegu millibili, í góðu samstarfi stjórnvalda og seðlabankans, og á grundvelli ítarlegra rannsókna. Mikilvægt er að tryggt verði að endurskoðun á lögum um SÍ, og þar með talið mögulegar breytingar á skipan peningastefnunefndar, grundvallist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna og þeirri reynslu sem hefur fengist hér á landi. Vöndum til verka og festum þann verðstöðugleika sem nú hefur náðst í sessi.Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun