Er þörf á breytingum á peningastefnunefnd Seðlabankans? Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Áform virðast uppi um að endurskoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands (SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörðunartöku um peningastefnuna. Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið brautargengi innan peningastefnunefndarinnar og að seðlabankastjóri hafi of mikið vægi við núverandi skipan. Mikilvægt er að við slíka endurskoðun sé litið til niðurstaðna rannsókna á æskilegu fyrirkomulagi ákvarðanatöku í peningamálum og þeirrar fimm ára reynslu sem fengin er af núverandi skipan.Ólíkar gerðir peningastefnunefnda Í grófum dráttum eru til tvenns konar peningastefnunefndir. Annars vegar þær sem leggja ekki sérstaka áherslu á að ná fram einingu um ákvörðunina, hver meðlimur er einkum ábyrgur fyrir sínu atkvæði og niðurstöður fást með atkvæðagreiðslu. Formenn slíkra nefnda geta lent í minnihluta og algengt er að ólík sjónarmið nefndarmanna birtist opinberlega. Peningastefnunefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna eftir að Ben Bernanke tók við árið 2006, eru dæmi um nefndir af þessu tagi. Hins vegar eru nefndir sem leggja áherslu á að eining ríki um ákvörðunina (a.m.k. opinberlega) og nefndin í heild sinni er ábyrg fyrir henni. Staða formannsins er misjöfn þar sem slík skipan er við lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög sterk, ýmist skv. lögum eða hefðum, og hann nær einráður um stefnuna. Sú hefur oftast verið raunin í Bandaríkjunum og frægt hvernig Alan Greenspan talaði og greiddi atkvæði á undan öðrum meðlimum, sem urðu svo að ganga í takt. Í öðrum tilvikum er staða formannsins veikari. Seðlabanki Evrópu er dæmi um slíkt fyrirkomulag.Í takt við niðurstöður rannsókna Frá því snemma árs 2009 hefur fimm manna peningastefnunefnd farið með ákvörðunarvald í peningamálum hér á landi. Skipan og starfshættir nefndarinnar eru í meginatriðum í takt við forskrift rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Making monetary policy by committee“, International Finance, 2009:12) og alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi ákvörðunartöku í peningamálum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá SÍ og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum. Nefndin hefur sett sér skýrar starfsreglur til að tryggja vandaðan undirbúning og sem mest gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta sín á sama tíma og tryggt er eftir megni að samstaða ríki um opinbera kynningu ákvörðunarinnar. Í starfsreglunum er ennfremur tiltekið að seðlabankastjóri leggi ekki fram tillögu um ákvörðun fyrr en eftir að nefndarmenn hafi fengið tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni.Engin ein skoðun ráðið ríkjum Er tilefni til að óttast að skoðanaskipti innan nefndarinnar séu of einsleit og staða seðlabankastjóra of sterk í krafti þess að meirihluti nefndarinnar er skipaður af fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæðagreiðslna á árunum 2009-2013 má finna í ársskýrslum SÍ og því eðlilegt að skoða tölfræðina og sjá hvort kosningahegðunin beri einkenni slíkra blokkamyndana. Frá því að nefndin hóf störf hefur hún í helmingi tilvika kosið að halda vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika hefur hún lækkað þá og í 15% tilvika hafa þeir verið hækkaðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslna sýna að í um helmingi tilvika hefur einn nefndarmaður kosið gegn meirihlutanum og í 17% tilvika hefur atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki er því að sjá að ein skoðun sé ávallt ríkjandi. Þá er ekki heldur að sjá að atkvæði skiptist eftir fastmótuðum blokkum innri og ytri meðlima: í 11% tilvika hefur innri meðlimur verið í minnihluta en ytri meðlimur í 16% tilvika. Af einstaka nefndarmönnum hefur sá innri meðlimur sem sækir umboð sitt til seðlabankastjóra oftast verið í minnihluta (24% tilvika) og kosið gegn yfirmanni sínum, sem hefur sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti. Aðstoðarbankastjóri, sem sækir umboð sitt til ráðherra en ekki seðlabankastjóra, hefur í tvígang verið í minnihluta. Sé einungis litið til þeirra tilvika þar sem ágreiningur hefur verið um ákvörðunina þá samanstendur meirihlutinn oftar af innri og ytri meðlimum en þeim innri einum saman. Í þau skipti sem atkvæði hafa fallið 3:2 hafa innri meðlimir einungis myndað meirihlutann í 29% tilvika. Skipting atkvæða hér á landi virðist ennfremur í ágætu samræmi við það sem tíðkast víða erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC ten years on“, ræða frá 2. maí 2007). Í ljósi ofangreinds verður því ekki séð að ólíkar skoðanir fái ekki að njóta sín innan nefndarinnar og að staða seðlabankastjóra sé of sterk í núverandi skipan.Vöndum til verka Endurmat á umgjörð peningastefnunnar er eðlilegt og æskilegt. Hins vegar skiptir máli af hvaða tilefni það fer fram og með hvaða hætti. Í Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram með reglulegu millibili, í góðu samstarfi stjórnvalda og seðlabankans, og á grundvelli ítarlegra rannsókna. Mikilvægt er að tryggt verði að endurskoðun á lögum um SÍ, og þar með talið mögulegar breytingar á skipan peningastefnunefndar, grundvallist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna og þeirri reynslu sem hefur fengist hér á landi. Vöndum til verka og festum þann verðstöðugleika sem nú hefur náðst í sessi.Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Áform virðast uppi um að endurskoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands (SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörðunartöku um peningastefnuna. Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið brautargengi innan peningastefnunefndarinnar og að seðlabankastjóri hafi of mikið vægi við núverandi skipan. Mikilvægt er að við slíka endurskoðun sé litið til niðurstaðna rannsókna á æskilegu fyrirkomulagi ákvarðanatöku í peningamálum og þeirrar fimm ára reynslu sem fengin er af núverandi skipan.Ólíkar gerðir peningastefnunefnda Í grófum dráttum eru til tvenns konar peningastefnunefndir. Annars vegar þær sem leggja ekki sérstaka áherslu á að ná fram einingu um ákvörðunina, hver meðlimur er einkum ábyrgur fyrir sínu atkvæði og niðurstöður fást með atkvæðagreiðslu. Formenn slíkra nefnda geta lent í minnihluta og algengt er að ólík sjónarmið nefndarmanna birtist opinberlega. Peningastefnunefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna eftir að Ben Bernanke tók við árið 2006, eru dæmi um nefndir af þessu tagi. Hins vegar eru nefndir sem leggja áherslu á að eining ríki um ákvörðunina (a.m.k. opinberlega) og nefndin í heild sinni er ábyrg fyrir henni. Staða formannsins er misjöfn þar sem slík skipan er við lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög sterk, ýmist skv. lögum eða hefðum, og hann nær einráður um stefnuna. Sú hefur oftast verið raunin í Bandaríkjunum og frægt hvernig Alan Greenspan talaði og greiddi atkvæði á undan öðrum meðlimum, sem urðu svo að ganga í takt. Í öðrum tilvikum er staða formannsins veikari. Seðlabanki Evrópu er dæmi um slíkt fyrirkomulag.Í takt við niðurstöður rannsókna Frá því snemma árs 2009 hefur fimm manna peningastefnunefnd farið með ákvörðunarvald í peningamálum hér á landi. Skipan og starfshættir nefndarinnar eru í meginatriðum í takt við forskrift rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Making monetary policy by committee“, International Finance, 2009:12) og alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi ákvörðunartöku í peningamálum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá SÍ og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum. Nefndin hefur sett sér skýrar starfsreglur til að tryggja vandaðan undirbúning og sem mest gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta sín á sama tíma og tryggt er eftir megni að samstaða ríki um opinbera kynningu ákvörðunarinnar. Í starfsreglunum er ennfremur tiltekið að seðlabankastjóri leggi ekki fram tillögu um ákvörðun fyrr en eftir að nefndarmenn hafi fengið tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni.Engin ein skoðun ráðið ríkjum Er tilefni til að óttast að skoðanaskipti innan nefndarinnar séu of einsleit og staða seðlabankastjóra of sterk í krafti þess að meirihluti nefndarinnar er skipaður af fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæðagreiðslna á árunum 2009-2013 má finna í ársskýrslum SÍ og því eðlilegt að skoða tölfræðina og sjá hvort kosningahegðunin beri einkenni slíkra blokkamyndana. Frá því að nefndin hóf störf hefur hún í helmingi tilvika kosið að halda vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika hefur hún lækkað þá og í 15% tilvika hafa þeir verið hækkaðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslna sýna að í um helmingi tilvika hefur einn nefndarmaður kosið gegn meirihlutanum og í 17% tilvika hefur atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki er því að sjá að ein skoðun sé ávallt ríkjandi. Þá er ekki heldur að sjá að atkvæði skiptist eftir fastmótuðum blokkum innri og ytri meðlima: í 11% tilvika hefur innri meðlimur verið í minnihluta en ytri meðlimur í 16% tilvika. Af einstaka nefndarmönnum hefur sá innri meðlimur sem sækir umboð sitt til seðlabankastjóra oftast verið í minnihluta (24% tilvika) og kosið gegn yfirmanni sínum, sem hefur sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti. Aðstoðarbankastjóri, sem sækir umboð sitt til ráðherra en ekki seðlabankastjóra, hefur í tvígang verið í minnihluta. Sé einungis litið til þeirra tilvika þar sem ágreiningur hefur verið um ákvörðunina þá samanstendur meirihlutinn oftar af innri og ytri meðlimum en þeim innri einum saman. Í þau skipti sem atkvæði hafa fallið 3:2 hafa innri meðlimir einungis myndað meirihlutann í 29% tilvika. Skipting atkvæða hér á landi virðist ennfremur í ágætu samræmi við það sem tíðkast víða erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC ten years on“, ræða frá 2. maí 2007). Í ljósi ofangreinds verður því ekki séð að ólíkar skoðanir fái ekki að njóta sín innan nefndarinnar og að staða seðlabankastjóra sé of sterk í núverandi skipan.Vöndum til verka Endurmat á umgjörð peningastefnunnar er eðlilegt og æskilegt. Hins vegar skiptir máli af hvaða tilefni það fer fram og með hvaða hætti. Í Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram með reglulegu millibili, í góðu samstarfi stjórnvalda og seðlabankans, og á grundvelli ítarlegra rannsókna. Mikilvægt er að tryggt verði að endurskoðun á lögum um SÍ, og þar með talið mögulegar breytingar á skipan peningastefnunefndar, grundvallist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna og þeirri reynslu sem hefur fengist hér á landi. Vöndum til verka og festum þann verðstöðugleika sem nú hefur náðst í sessi.Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun