Er þörf á breytingum á peningastefnunefnd Seðlabankans? Þorvarður Tjörvi Ólafsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Áform virðast uppi um að endurskoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands (SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörðunartöku um peningastefnuna. Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið brautargengi innan peningastefnunefndarinnar og að seðlabankastjóri hafi of mikið vægi við núverandi skipan. Mikilvægt er að við slíka endurskoðun sé litið til niðurstaðna rannsókna á æskilegu fyrirkomulagi ákvarðanatöku í peningamálum og þeirrar fimm ára reynslu sem fengin er af núverandi skipan.Ólíkar gerðir peningastefnunefnda Í grófum dráttum eru til tvenns konar peningastefnunefndir. Annars vegar þær sem leggja ekki sérstaka áherslu á að ná fram einingu um ákvörðunina, hver meðlimur er einkum ábyrgur fyrir sínu atkvæði og niðurstöður fást með atkvæðagreiðslu. Formenn slíkra nefnda geta lent í minnihluta og algengt er að ólík sjónarmið nefndarmanna birtist opinberlega. Peningastefnunefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna eftir að Ben Bernanke tók við árið 2006, eru dæmi um nefndir af þessu tagi. Hins vegar eru nefndir sem leggja áherslu á að eining ríki um ákvörðunina (a.m.k. opinberlega) og nefndin í heild sinni er ábyrg fyrir henni. Staða formannsins er misjöfn þar sem slík skipan er við lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög sterk, ýmist skv. lögum eða hefðum, og hann nær einráður um stefnuna. Sú hefur oftast verið raunin í Bandaríkjunum og frægt hvernig Alan Greenspan talaði og greiddi atkvæði á undan öðrum meðlimum, sem urðu svo að ganga í takt. Í öðrum tilvikum er staða formannsins veikari. Seðlabanki Evrópu er dæmi um slíkt fyrirkomulag.Í takt við niðurstöður rannsókna Frá því snemma árs 2009 hefur fimm manna peningastefnunefnd farið með ákvörðunarvald í peningamálum hér á landi. Skipan og starfshættir nefndarinnar eru í meginatriðum í takt við forskrift rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Making monetary policy by committee“, International Finance, 2009:12) og alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi ákvörðunartöku í peningamálum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá SÍ og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum. Nefndin hefur sett sér skýrar starfsreglur til að tryggja vandaðan undirbúning og sem mest gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta sín á sama tíma og tryggt er eftir megni að samstaða ríki um opinbera kynningu ákvörðunarinnar. Í starfsreglunum er ennfremur tiltekið að seðlabankastjóri leggi ekki fram tillögu um ákvörðun fyrr en eftir að nefndarmenn hafi fengið tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni.Engin ein skoðun ráðið ríkjum Er tilefni til að óttast að skoðanaskipti innan nefndarinnar séu of einsleit og staða seðlabankastjóra of sterk í krafti þess að meirihluti nefndarinnar er skipaður af fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæðagreiðslna á árunum 2009-2013 má finna í ársskýrslum SÍ og því eðlilegt að skoða tölfræðina og sjá hvort kosningahegðunin beri einkenni slíkra blokkamyndana. Frá því að nefndin hóf störf hefur hún í helmingi tilvika kosið að halda vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika hefur hún lækkað þá og í 15% tilvika hafa þeir verið hækkaðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslna sýna að í um helmingi tilvika hefur einn nefndarmaður kosið gegn meirihlutanum og í 17% tilvika hefur atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki er því að sjá að ein skoðun sé ávallt ríkjandi. Þá er ekki heldur að sjá að atkvæði skiptist eftir fastmótuðum blokkum innri og ytri meðlima: í 11% tilvika hefur innri meðlimur verið í minnihluta en ytri meðlimur í 16% tilvika. Af einstaka nefndarmönnum hefur sá innri meðlimur sem sækir umboð sitt til seðlabankastjóra oftast verið í minnihluta (24% tilvika) og kosið gegn yfirmanni sínum, sem hefur sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti. Aðstoðarbankastjóri, sem sækir umboð sitt til ráðherra en ekki seðlabankastjóra, hefur í tvígang verið í minnihluta. Sé einungis litið til þeirra tilvika þar sem ágreiningur hefur verið um ákvörðunina þá samanstendur meirihlutinn oftar af innri og ytri meðlimum en þeim innri einum saman. Í þau skipti sem atkvæði hafa fallið 3:2 hafa innri meðlimir einungis myndað meirihlutann í 29% tilvika. Skipting atkvæða hér á landi virðist ennfremur í ágætu samræmi við það sem tíðkast víða erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC ten years on“, ræða frá 2. maí 2007). Í ljósi ofangreinds verður því ekki séð að ólíkar skoðanir fái ekki að njóta sín innan nefndarinnar og að staða seðlabankastjóra sé of sterk í núverandi skipan.Vöndum til verka Endurmat á umgjörð peningastefnunnar er eðlilegt og æskilegt. Hins vegar skiptir máli af hvaða tilefni það fer fram og með hvaða hætti. Í Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram með reglulegu millibili, í góðu samstarfi stjórnvalda og seðlabankans, og á grundvelli ítarlegra rannsókna. Mikilvægt er að tryggt verði að endurskoðun á lögum um SÍ, og þar með talið mögulegar breytingar á skipan peningastefnunefndar, grundvallist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna og þeirri reynslu sem hefur fengist hér á landi. Vöndum til verka og festum þann verðstöðugleika sem nú hefur náðst í sessi.Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Áform virðast uppi um að endurskoða yfirstjórn Seðlabanka Íslands (SÍ) og jafnvel fyrirkomulag ákvörðunartöku um peningastefnuna. Áhyggjur virðast m.a. lúta að því að ólíkar skoðanir eigi ekki nógu mikið brautargengi innan peningastefnunefndarinnar og að seðlabankastjóri hafi of mikið vægi við núverandi skipan. Mikilvægt er að við slíka endurskoðun sé litið til niðurstaðna rannsókna á æskilegu fyrirkomulagi ákvarðanatöku í peningamálum og þeirrar fimm ára reynslu sem fengin er af núverandi skipan.Ólíkar gerðir peningastefnunefnda Í grófum dráttum eru til tvenns konar peningastefnunefndir. Annars vegar þær sem leggja ekki sérstaka áherslu á að ná fram einingu um ákvörðunina, hver meðlimur er einkum ábyrgur fyrir sínu atkvæði og niðurstöður fást með atkvæðagreiðslu. Formenn slíkra nefnda geta lent í minnihluta og algengt er að ólík sjónarmið nefndarmanna birtist opinberlega. Peningastefnunefndir Bretlands og Svíþjóðar, auk Bandaríkjanna eftir að Ben Bernanke tók við árið 2006, eru dæmi um nefndir af þessu tagi. Hins vegar eru nefndir sem leggja áherslu á að eining ríki um ákvörðunina (a.m.k. opinberlega) og nefndin í heild sinni er ábyrg fyrir henni. Staða formannsins er misjöfn þar sem slík skipan er við lýði. Í sumum tilvikum er hún mjög sterk, ýmist skv. lögum eða hefðum, og hann nær einráður um stefnuna. Sú hefur oftast verið raunin í Bandaríkjunum og frægt hvernig Alan Greenspan talaði og greiddi atkvæði á undan öðrum meðlimum, sem urðu svo að ganga í takt. Í öðrum tilvikum er staða formannsins veikari. Seðlabanki Evrópu er dæmi um slíkt fyrirkomulag.Í takt við niðurstöður rannsókna Frá því snemma árs 2009 hefur fimm manna peningastefnunefnd farið með ákvörðunarvald í peningamálum hér á landi. Skipan og starfshættir nefndarinnar eru í meginatriðum í takt við forskrift rannsókna (sjá t.d. A. Blinder, „Making monetary policy by committee“, International Finance, 2009:12) og alþjóðlega reynslu af fyrirkomulagi ákvörðunartöku í peningamálum. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá SÍ og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum. Nefndin hefur sett sér skýrar starfsreglur til að tryggja vandaðan undirbúning og sem mest gagnsæi ákvarðana. Jafnframt er ólíkum sjónarmiðum leyft að njóta sín á sama tíma og tryggt er eftir megni að samstaða ríki um opinbera kynningu ákvörðunarinnar. Í starfsreglunum er ennfremur tiltekið að seðlabankastjóri leggi ekki fram tillögu um ákvörðun fyrr en eftir að nefndarmenn hafi fengið tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni.Engin ein skoðun ráðið ríkjum Er tilefni til að óttast að skoðanaskipti innan nefndarinnar séu of einsleit og staða seðlabankastjóra of sterk í krafti þess að meirihluti nefndarinnar er skipaður af fulltrúum SÍ? Niðurstöður atkvæðagreiðslna á árunum 2009-2013 má finna í ársskýrslum SÍ og því eðlilegt að skoða tölfræðina og sjá hvort kosningahegðunin beri einkenni slíkra blokkamyndana. Frá því að nefndin hóf störf hefur hún í helmingi tilvika kosið að halda vöxtum óbreyttum, í 37% tilvika hefur hún lækkað þá og í 15% tilvika hafa þeir verið hækkaðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslna sýna að í um helmingi tilvika hefur einn nefndarmaður kosið gegn meirihlutanum og í 17% tilvika hefur atkvæðagreiðslan farið 3:2. Ekki er því að sjá að ein skoðun sé ávallt ríkjandi. Þá er ekki heldur að sjá að atkvæði skiptist eftir fastmótuðum blokkum innri og ytri meðlima: í 11% tilvika hefur innri meðlimur verið í minnihluta en ytri meðlimur í 16% tilvika. Af einstaka nefndarmönnum hefur sá innri meðlimur sem sækir umboð sitt til seðlabankastjóra oftast verið í minnihluta (24% tilvika) og kosið gegn yfirmanni sínum, sem hefur sjálfur lent í minnihluta í eitt skipti. Aðstoðarbankastjóri, sem sækir umboð sitt til ráðherra en ekki seðlabankastjóra, hefur í tvígang verið í minnihluta. Sé einungis litið til þeirra tilvika þar sem ágreiningur hefur verið um ákvörðunina þá samanstendur meirihlutinn oftar af innri og ytri meðlimum en þeim innri einum saman. Í þau skipti sem atkvæði hafa fallið 3:2 hafa innri meðlimir einungis myndað meirihlutann í 29% tilvika. Skipting atkvæða hér á landi virðist ennfremur í ágætu samræmi við það sem tíðkast víða erlendis (sjá t.d. M. King, „The MPC ten years on“, ræða frá 2. maí 2007). Í ljósi ofangreinds verður því ekki séð að ólíkar skoðanir fái ekki að njóta sín innan nefndarinnar og að staða seðlabankastjóra sé of sterk í núverandi skipan.Vöndum til verka Endurmat á umgjörð peningastefnunnar er eðlilegt og æskilegt. Hins vegar skiptir máli af hvaða tilefni það fer fram og með hvaða hætti. Í Kanada fer slíkt endurmat t.d. fram með reglulegu millibili, í góðu samstarfi stjórnvalda og seðlabankans, og á grundvelli ítarlegra rannsókna. Mikilvægt er að tryggt verði að endurskoðun á lögum um SÍ, og þar með talið mögulegar breytingar á skipan peningastefnunefndar, grundvallist á niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna og þeirri reynslu sem hefur fengist hér á landi. Vöndum til verka og festum þann verðstöðugleika sem nú hefur náðst í sessi.Skoðanir, sem koma fram í greininni, eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar