Stoltur af afrekinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Bjarki Már Elísson átti gott fyrsta tímabil í herbúðum Eisenach. vísir/Stefán Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30