Inn um bakdyrnar Ísak Einar Rúnarsson skrifar 28. júlí 2014 07:00 Fyrir rétt rúmum tvö þúsund árum fyrirskipaði Ágústus keisari að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Meðal þeirra sem þurftu að taka sig upp vegna þessa voru María mey og Jósef. Þau héldu frá Nasaret til Betlehem þar sem sagan segir að Jesús hafi fæðst. En hvað skyldi þessi skrásetning hafa kostað þau Maríu og Jósef? María mun hafa ferðast á asna en reikna má með að ferðin hafi gengið hægt vegna þess hve langt hún var komin á leið. Samkvæmt grófum útreikningum ætti það að hafa tekið um það bil viku hvora leið. Líklega hafa þau gist í fjárhúsinu í að minnsta kosti viku. Það þýðir að greiða hefur þurft fyrir fæði í þrjár vikur og gistingu í eina en engan ferðakostnað því asnann áttu þau fyrir og Jósef ferðaðist um á tveimur jafnfljótum. Ég ætla mér ekki að finna út matar- og leiguverð árið sem Jesús fæddist. Þar sem ég er námsmaður leyfi ég mér hins vegar að miða við þann taxta sem LÍN hefur komið sér upp fyrir matar- og húsnæðiskostnað námsmanna. Það gera þá 33.841 kr. í mat og 21.478 kr. í gistingu. Í heildina er það 55.319 kr. á mann fyrir þessa miklu skrásetningarför þeirra sem spannaði þrjár vikur og 120 km. Hefðu þau hins vegar skráð sig í nám við Háskóla Íslands árið 2014 hefði það kostað þau 75.000 kr. á mann eins og stúdentar fengu að kynnast 4. júlí síðastliðinn. Kostnaður við skráningu í HÍ er því hærri en allur reisukostnaður Maríu og Jósefs; á skrásetning í Háskóla Íslands að kosta meira en skrásetning fyrir tvö þúsund árum?Ein skráning á fimm daga fresti Reiknað er með að tekjur HÍ af skrásetningu nemenda verði heill milljarður; þúsund milljónir. Milljarður ætti að nægja til að ráða tæplega 4.300 skrifstofumenn á launataxta VR í einn mánuð eða um 360 ársstörf. Ef þessir 360 starfsmenn gerðu ekkert annað en að skrá nemendur í nám við Háskóla Íslands í heilt ár myndi það þýða að hver starfsmaður skráði einn nemanda á fimm daga fresti. Fyrir þremur árum var skrásetningargjaldið ekki nema 45.000 kr. Það er þó mikið miðað við menntaskólana því MH virðist til dæmis geta skráð sína nemendur fyrir 6.000 kr. á önn. Er svo miklu meira verk að skrá nemanda í háskóla en í menntaskóla að það réttlæti 625 prósenta mun?Skólagjald eða skrásetningargjald? Í ár var gjaldið hækkað upp í 75.000 krónur en skorið var niður í fjárframlögum til HÍ á móti. Hvert rennur svo skrásetningargjaldið? Jú, stór hluti skrásetningargjaldsins fer í rekstur kennslusviðs og deildarskrifstofa, kostnað af aðstöðu og stjórnun ásamt skipulagningu kennslu og prófa. Þessir liðir eru ekki annað en almennur rekstrarkostnaður skólans og því verður að draga þá ályktun að í raun sé gjaldið skólagjald en ekki skrásetningargjald. Á Íslandi hefur lengi verið samstaða um að allir eigi að geta sótt sér menntun óháð efnahag og að ekki skuli taka gjald fyrir menntun. Ef menntamálaráðherra ætlar að breyta grundvallargildum menntastefnunnar, þá er lágmark að fram fari upplýst umræða um breytinguna í stað þess að henni sé smyglað bakdyramegin inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tvö þúsund árum fyrirskipaði Ágústus keisari að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Meðal þeirra sem þurftu að taka sig upp vegna þessa voru María mey og Jósef. Þau héldu frá Nasaret til Betlehem þar sem sagan segir að Jesús hafi fæðst. En hvað skyldi þessi skrásetning hafa kostað þau Maríu og Jósef? María mun hafa ferðast á asna en reikna má með að ferðin hafi gengið hægt vegna þess hve langt hún var komin á leið. Samkvæmt grófum útreikningum ætti það að hafa tekið um það bil viku hvora leið. Líklega hafa þau gist í fjárhúsinu í að minnsta kosti viku. Það þýðir að greiða hefur þurft fyrir fæði í þrjár vikur og gistingu í eina en engan ferðakostnað því asnann áttu þau fyrir og Jósef ferðaðist um á tveimur jafnfljótum. Ég ætla mér ekki að finna út matar- og leiguverð árið sem Jesús fæddist. Þar sem ég er námsmaður leyfi ég mér hins vegar að miða við þann taxta sem LÍN hefur komið sér upp fyrir matar- og húsnæðiskostnað námsmanna. Það gera þá 33.841 kr. í mat og 21.478 kr. í gistingu. Í heildina er það 55.319 kr. á mann fyrir þessa miklu skrásetningarför þeirra sem spannaði þrjár vikur og 120 km. Hefðu þau hins vegar skráð sig í nám við Háskóla Íslands árið 2014 hefði það kostað þau 75.000 kr. á mann eins og stúdentar fengu að kynnast 4. júlí síðastliðinn. Kostnaður við skráningu í HÍ er því hærri en allur reisukostnaður Maríu og Jósefs; á skrásetning í Háskóla Íslands að kosta meira en skrásetning fyrir tvö þúsund árum?Ein skráning á fimm daga fresti Reiknað er með að tekjur HÍ af skrásetningu nemenda verði heill milljarður; þúsund milljónir. Milljarður ætti að nægja til að ráða tæplega 4.300 skrifstofumenn á launataxta VR í einn mánuð eða um 360 ársstörf. Ef þessir 360 starfsmenn gerðu ekkert annað en að skrá nemendur í nám við Háskóla Íslands í heilt ár myndi það þýða að hver starfsmaður skráði einn nemanda á fimm daga fresti. Fyrir þremur árum var skrásetningargjaldið ekki nema 45.000 kr. Það er þó mikið miðað við menntaskólana því MH virðist til dæmis geta skráð sína nemendur fyrir 6.000 kr. á önn. Er svo miklu meira verk að skrá nemanda í háskóla en í menntaskóla að það réttlæti 625 prósenta mun?Skólagjald eða skrásetningargjald? Í ár var gjaldið hækkað upp í 75.000 krónur en skorið var niður í fjárframlögum til HÍ á móti. Hvert rennur svo skrásetningargjaldið? Jú, stór hluti skrásetningargjaldsins fer í rekstur kennslusviðs og deildarskrifstofa, kostnað af aðstöðu og stjórnun ásamt skipulagningu kennslu og prófa. Þessir liðir eru ekki annað en almennur rekstrarkostnaður skólans og því verður að draga þá ályktun að í raun sé gjaldið skólagjald en ekki skrásetningargjald. Á Íslandi hefur lengi verið samstaða um að allir eigi að geta sótt sér menntun óháð efnahag og að ekki skuli taka gjald fyrir menntun. Ef menntamálaráðherra ætlar að breyta grundvallargildum menntastefnunnar, þá er lágmark að fram fari upplýst umræða um breytinguna í stað þess að henni sé smyglað bakdyramegin inn.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar