Lífið

„Þetta snýst um hennar sannleika“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Leikkonan Mia Farrow tjáði sig í gærkvöldi um bréfið sem dóttir hennar og kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, skrifaði og birti á bloggvef New York Times. Í bréfinu sagði Dylan að Woody hefði misnotað sig í æsku.„Ég elska dóttur mína. Ég mun alltaf vernda hana. Mikið ljótt mun vera beint að mér. En þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um hennar sannleika,“ skrifar Mia.Elkan Abramowitz, lögfræðingur Woody, var gestur Today Show í gær og sakaði Miu um að sannfæra Dylan um að Woody hefði misnotað hana kynferðislega til að hefna sín á leikstjóranum.„Hún var peð í slag á milli Woody og Miu fyrir mörgum árum. Hugmyndin um að hún hafi verið misnotuð kemur frá móður hennar og þessi minning mun aldrei hverfa,“ segir Elkan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.