Komum heil heim Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 31. júlí 2014 07:00 Nú um verslunarmannahelgi eru margir á faraldsfæti og úti um allt land eru vel sóttar fjölskyldu- og útihátíðir. Á hverju ári heyrum við fréttir af mikilli umferð á okkar helstu vegum, gangi mála á útihátíðum og auðvitað af hinu víðfræga íslenska veðri. Eftir þessa miklu ferðahelgi berast okkur, því miður of oft, neikvæðar fréttir af alvarlegum slysum í umferðinni og jafnvel banaslysum. Við höfum náð mjög góðum árangri í forvarnarstarfi í umferðinni á síðustu árum. Frá síðustu aldamótum hefur banaslysum í umferðinni fækkað um meira en helming. Sé tekið tillit til aukins fjölda bifreiða og aukinnar umferðar almennt hefur slysum fækkað hlutfallslega meira. Þessi árangur er ekki tilviljunarkenndur, heldur afrakstur mikillar vinnu og samtakamáttar fjölmargra aðila. Þetta er það sem við Íslendingar gerum vel; að vinna saman að settum markmiðum.Þegar margar hendur takast á við flókin og erfið verkefni getur árangurinn verið framar öllum vonum og það á svo sannarlega við þegar kemur að umferðaröryggi. Eðli málsins samkvæmt samanstendur umferðin af þremur meginþáttum: ökumönnum, bifreiðum og vegum. Við sem berum á því ábyrgð leggjum okkur fram um að tryggja það að vegirnir séu í lagi, að umferðareftirlit sé öflugt og að vel sé fylgst með ástandi bifreiða. Eitt helsta markmið mitt sem innanríkisráðherra er að auka öryggi almennings og þar er öryggi í umferðinni ekki undanskilið. Við höfum nú þegar fjölgað lögreglumönnum og aukið akstur lögreglubifreiða, sem tryggir aukið eftirlit á vegum landsins. Að sama skapi hefur Vegagerðin lagt áherslu á viðhald vega með það að markmiði að gera þá betri og öruggari. Við þetta bætist aukin fræðsla frá Samgöngustofu og eins frá einkaaðilum á borð við FÍB og fleirum sem láta sig varða umferðaröryggi. Öllum þessum aðilum ber að þakka fyrir framlag þeirra til að auka öryggi okkar í umferðinni. En við berum öll ábyrgð á okkur sjálfum sem ökumönnum og hegðun okkar í umferðinni. Þess vegna skulum við sameinast um það markmið að skila okkur og okkar nánustu heilum heim að lokinni verslunarmannahelgi. Ég óska þess að þið lesendur góðir eigið góða og örugga helgi – og komið heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú um verslunarmannahelgi eru margir á faraldsfæti og úti um allt land eru vel sóttar fjölskyldu- og útihátíðir. Á hverju ári heyrum við fréttir af mikilli umferð á okkar helstu vegum, gangi mála á útihátíðum og auðvitað af hinu víðfræga íslenska veðri. Eftir þessa miklu ferðahelgi berast okkur, því miður of oft, neikvæðar fréttir af alvarlegum slysum í umferðinni og jafnvel banaslysum. Við höfum náð mjög góðum árangri í forvarnarstarfi í umferðinni á síðustu árum. Frá síðustu aldamótum hefur banaslysum í umferðinni fækkað um meira en helming. Sé tekið tillit til aukins fjölda bifreiða og aukinnar umferðar almennt hefur slysum fækkað hlutfallslega meira. Þessi árangur er ekki tilviljunarkenndur, heldur afrakstur mikillar vinnu og samtakamáttar fjölmargra aðila. Þetta er það sem við Íslendingar gerum vel; að vinna saman að settum markmiðum.Þegar margar hendur takast á við flókin og erfið verkefni getur árangurinn verið framar öllum vonum og það á svo sannarlega við þegar kemur að umferðaröryggi. Eðli málsins samkvæmt samanstendur umferðin af þremur meginþáttum: ökumönnum, bifreiðum og vegum. Við sem berum á því ábyrgð leggjum okkur fram um að tryggja það að vegirnir séu í lagi, að umferðareftirlit sé öflugt og að vel sé fylgst með ástandi bifreiða. Eitt helsta markmið mitt sem innanríkisráðherra er að auka öryggi almennings og þar er öryggi í umferðinni ekki undanskilið. Við höfum nú þegar fjölgað lögreglumönnum og aukið akstur lögreglubifreiða, sem tryggir aukið eftirlit á vegum landsins. Að sama skapi hefur Vegagerðin lagt áherslu á viðhald vega með það að markmiði að gera þá betri og öruggari. Við þetta bætist aukin fræðsla frá Samgöngustofu og eins frá einkaaðilum á borð við FÍB og fleirum sem láta sig varða umferðaröryggi. Öllum þessum aðilum ber að þakka fyrir framlag þeirra til að auka öryggi okkar í umferðinni. En við berum öll ábyrgð á okkur sjálfum sem ökumönnum og hegðun okkar í umferðinni. Þess vegna skulum við sameinast um það markmið að skila okkur og okkar nánustu heilum heim að lokinni verslunarmannahelgi. Ég óska þess að þið lesendur góðir eigið góða og örugga helgi – og komið heil heim.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar