Öryggi í óbyggðum Einar Birkir Einarsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Umsjón með öryggismálum á ferðamannastöðum í óbyggðum landsins er óljós. Slys hafa orðið og er fátt gert til þess að koma í veg fyrir að þau hendi aftur, að því er virðist. Nú í júlí fór ég í frábæra göngu um Jökulfirði við Ísafjarðardjúp. Allur gönguhópurinn er með góða reynslu af ferðum á þessu svæði. Hornstrandafriðlandið er skilgreint í hinum svokallaða „Ib“-flokki, eða sem óbyggðir (e. wilderness), s.k.v. IUCN (Alþjóðanáttúrverndarsambandinu). Svæði sem þetta gerir þær kröfur til gesta sinna að þeir búi að reynslu, tækni og búnaði til ferðalaga á óbyggðasvæðum. Innviðir svæðanna eru litlir og frumstæðir. Á þriðja degi göngunnar komum við í Kjaransvíkurskarð, sem er á milli Kjaransvíkur og Hesteyrarfjarðar. Þar hittum við fyrir Þjóðverja, sem tjáði okkur að deginum áður hefði belgískur ferðamaður verið sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa hrapað í snarbröttum og hörðum snjóskaflinum í skarðinu. Vel mátti sjá spor mannsins fram af hengifluginu. Frá Kjaransvíkurskarði liggur leiðin eftir svokölluðum Hesteyrarbrúnum, sem enda í nokkuð brattri hlíð niður að Hesteyri. Þegar á brúnina var komið var þoka og mikill snjór í hlíðinni. Við greindum för í snjónum og eltum þau um stund, en leist ekki á blikuna. Við snerum því við og ákváðum að finna leið innar í dalnum. Við náðum símasambandi við staðarhaldarann í Læknishúsinu á Hesteyri, sem staðfesti að brekkan væri ófær.Virkja þarf samstarf Það var gott að koma að Hesteyri, í mannabyggðir og öruggt skjól, jafnvel þótt draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, sem látin er gerast þarna, væri ofarlega í huga. Á Hesteyri hittum við fyrir landvörðinn, sem tók vel á móti okkur. Við töldum okkur leita til rétts aðila með ábendingu um að rétt væri að merkja þessa tvo staði sem ófæra og vísa á hjáleiðir. Það reyndist ekki vera rétt. Áhersla landvarða í óbyggðum er á náttúruvernd, en auk þess sjá þeir um uppbyggingu tjaldsvæða og lagfæringu á göngustígum og fræðslu til ferðamanna um svæðið. Okkur brá heldur við þessar upplýsingar, því við töldum að það væri jafnvel borgaraleg skylda hvers og eins að vara við aðsteðjandi vá sem þessari. Á meðan ég rita þessa grein berast fréttir af bandarískum ferðamönnum sem villtust og eina sem þeir gátu gefið upp um staðsetningu sína var að þeir væru staddir á Hornströndum. Blessunarlega skiluðu þeir sér til Hesteyrar af sjálfsdáðum. Landverðir Hornstrandafriðlandsins vinna mikið og óeigingjarnt starf, en með auknum ferðamannastraumi á þetta svæði vex þörfin á frekari viðbúnaði til að tryggja öryggi fólks. Mér vitanlega hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir að slys eins og það sem varð í Kjaransvíkurskarði þann 13. júlí síðastliðinn gerist aftur. Skýra þarf hver ber ábyrgð á öryggismálum í óbyggðum og virkja þarf samstarf Umverfisstofnunar, ferðaþjónustunnar og landeigenda í þessum efnum. Sem ferðamaður og unnandi þessa svæðis lýsi ég mig reiðubúinn að koma að slíkri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Umsjón með öryggismálum á ferðamannastöðum í óbyggðum landsins er óljós. Slys hafa orðið og er fátt gert til þess að koma í veg fyrir að þau hendi aftur, að því er virðist. Nú í júlí fór ég í frábæra göngu um Jökulfirði við Ísafjarðardjúp. Allur gönguhópurinn er með góða reynslu af ferðum á þessu svæði. Hornstrandafriðlandið er skilgreint í hinum svokallaða „Ib“-flokki, eða sem óbyggðir (e. wilderness), s.k.v. IUCN (Alþjóðanáttúrverndarsambandinu). Svæði sem þetta gerir þær kröfur til gesta sinna að þeir búi að reynslu, tækni og búnaði til ferðalaga á óbyggðasvæðum. Innviðir svæðanna eru litlir og frumstæðir. Á þriðja degi göngunnar komum við í Kjaransvíkurskarð, sem er á milli Kjaransvíkur og Hesteyrarfjarðar. Þar hittum við fyrir Þjóðverja, sem tjáði okkur að deginum áður hefði belgískur ferðamaður verið sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa hrapað í snarbröttum og hörðum snjóskaflinum í skarðinu. Vel mátti sjá spor mannsins fram af hengifluginu. Frá Kjaransvíkurskarði liggur leiðin eftir svokölluðum Hesteyrarbrúnum, sem enda í nokkuð brattri hlíð niður að Hesteyri. Þegar á brúnina var komið var þoka og mikill snjór í hlíðinni. Við greindum för í snjónum og eltum þau um stund, en leist ekki á blikuna. Við snerum því við og ákváðum að finna leið innar í dalnum. Við náðum símasambandi við staðarhaldarann í Læknishúsinu á Hesteyri, sem staðfesti að brekkan væri ófær.Virkja þarf samstarf Það var gott að koma að Hesteyri, í mannabyggðir og öruggt skjól, jafnvel þótt draugasaga Yrsu Sigurðardóttur, sem látin er gerast þarna, væri ofarlega í huga. Á Hesteyri hittum við fyrir landvörðinn, sem tók vel á móti okkur. Við töldum okkur leita til rétts aðila með ábendingu um að rétt væri að merkja þessa tvo staði sem ófæra og vísa á hjáleiðir. Það reyndist ekki vera rétt. Áhersla landvarða í óbyggðum er á náttúruvernd, en auk þess sjá þeir um uppbyggingu tjaldsvæða og lagfæringu á göngustígum og fræðslu til ferðamanna um svæðið. Okkur brá heldur við þessar upplýsingar, því við töldum að það væri jafnvel borgaraleg skylda hvers og eins að vara við aðsteðjandi vá sem þessari. Á meðan ég rita þessa grein berast fréttir af bandarískum ferðamönnum sem villtust og eina sem þeir gátu gefið upp um staðsetningu sína var að þeir væru staddir á Hornströndum. Blessunarlega skiluðu þeir sér til Hesteyrar af sjálfsdáðum. Landverðir Hornstrandafriðlandsins vinna mikið og óeigingjarnt starf, en með auknum ferðamannastraumi á þetta svæði vex þörfin á frekari viðbúnaði til að tryggja öryggi fólks. Mér vitanlega hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir að slys eins og það sem varð í Kjaransvíkurskarði þann 13. júlí síðastliðinn gerist aftur. Skýra þarf hver ber ábyrgð á öryggismálum í óbyggðum og virkja þarf samstarf Umverfisstofnunar, ferðaþjónustunnar og landeigenda í þessum efnum. Sem ferðamaður og unnandi þessa svæðis lýsi ég mig reiðubúinn að koma að slíkri vinnu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar