Ofurfræið kínóa Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 31. júlí 2014 11:00 Kínóa (e.Quinoa) er mjög næringarríkt og glútenlaust fræ. Það inniheldur meira prótein en nokkuð annað kornmeti, er með gott jafnvægi af öllum 8 nauðsynlegu amínósýrunum og er því tilvalið fyrir grænmetisætur. Það eru til mismunandi tegundir af kínóa. Það er oftast hvítt, svart eða rautt að lit. Kínóa er góður kostur í stað hrísgrjóna og er frábært sem meðlæti, í grauta, súpur, í buff og í salat.5 ástæður til þess að borða kínóa1. Kínóa er inniheldur hollar fitusýrur og er því gott fyrir hjartað og heilsuna. 2. Vegna þess hve trefjaríkt það er, er það talið geta hjálpað til við að lækka kólesteról. 3. Kínóa inniheldur mörg næringarefni sem eru mikilvæg fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna. Það inniheldur meðal annars járn, E vítamín og B vítamín. 4. Kínóa er með lágan sykurstuðul, sem hjálpar til við að halda jafnvægi á blóðsykri í líkamanum. Það hentar því mjög vel fyrir sykursjúka einstaklinga. 5. Kínóa er einnig ríkt af steinefnum. Það inniheldur kalk og magnesíum og er því gott fyrir bæði beinin og taugakerfið. Kínóa er afar auðvelt að matreiða eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið
Kínóa (e.Quinoa) er mjög næringarríkt og glútenlaust fræ. Það inniheldur meira prótein en nokkuð annað kornmeti, er með gott jafnvægi af öllum 8 nauðsynlegu amínósýrunum og er því tilvalið fyrir grænmetisætur. Það eru til mismunandi tegundir af kínóa. Það er oftast hvítt, svart eða rautt að lit. Kínóa er góður kostur í stað hrísgrjóna og er frábært sem meðlæti, í grauta, súpur, í buff og í salat.5 ástæður til þess að borða kínóa1. Kínóa er inniheldur hollar fitusýrur og er því gott fyrir hjartað og heilsuna. 2. Vegna þess hve trefjaríkt það er, er það talið geta hjálpað til við að lækka kólesteról. 3. Kínóa inniheldur mörg næringarefni sem eru mikilvæg fyrir framleiðslu rauðra blóðkorna. Það inniheldur meðal annars járn, E vítamín og B vítamín. 4. Kínóa er með lágan sykurstuðul, sem hjálpar til við að halda jafnvægi á blóðsykri í líkamanum. Það hentar því mjög vel fyrir sykursjúka einstaklinga. 5. Kínóa er einnig ríkt af steinefnum. Það inniheldur kalk og magnesíum og er því gott fyrir bæði beinin og taugakerfið. Kínóa er afar auðvelt að matreiða eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið