Fyrirkomulag á skipun sendiherra á Norðurlöndunum Svala Guðmundsdóttir skrifar 11. október 2014 00:01 Nýlega lagði Guðmundur Steingrímsson fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um skipun sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni. Spyr Guðmundur um þær faglegu kröfur sem lagðar eru til grundvallar við skipun sendiherra, hvernig faglegu mati á hæfi sé háttað við slíka skipun, og hvernig ferlið sé við skipun sendiherra. Í ljósi fyrirspurnar Guðmundar, er forvitnilegt að skoða með hvaða hætti nágranna- og vinaþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum standa að skipun sendiherra. Einnig hvort þar séu fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar skipaðir í störf sendiherra. Fylgja hér á eftir upplýsingar sem fengust frá mannauðsdeildum utanríkisráðuneyta Danmerkur, Finnlands og Noregs um þau mál.Danmörk Í Danmörku eru hvorki skipaðir fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir utanaðkomandi aðilar í stöður sendiherra. Allar sendiherrastöður eru því skipaðar af embættismönum utanríkisráðuneytisins. Þegar stöður sendiherra losna, eru þær auglýstar innan utanríkisráðuneytisins og gefst starfsmönum kostur á að sækja um. Fara umsækjendur í viðtal, og þá er stuðst við svokallað 360 gráðu mat, sem er frammistöðumatsaðferð sem byggir m.a. á því að umsækjandi hefur verið metinn af undir- og yfirmönnum sínum. Að loknu mati á umsækjendum, gerir yfirstjórn ráðuneytisins tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherra leggur síðan tillögu um skipun sendiherra til Danadrottningar, sem staðfestir skipunina.Finnland Á síðustu tuttugu árum hafa verið skipaðir þrír fyrrverandi stjórnmálamenn í stöður sendiherra í Finnlandi. Í öllum tilvikum hefur verið um fyrrverandi utanríkisráðherra að ræða. Þess má geta að flutningsskyldir starfsmenn finnska utanríkisráðuneytisins eru tæplega 1.200. Eins og í Danmörku, eru stöður sendiherra auglýstar innan finnska utanríkisráðuneytisins og gefst embættismönum ráðuneytisins kostur á því að sækja um. Sérstök framgangsnefnd innan ráðuneytisins fer yfir umsóknir, tekur viðtal við umsækjendur og styðst meðal annars við 360 gráðu mat, eins og innan dönsku utanríkisþjónustunnar. Í framhaldinu gerir framgangsnefndin tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherrann ber síðan upp tillögu í ríkisstjórn um skipun sendiherra, og leggur ríkisstjórnin samþykki sitt fyrir tillögunni fyrir forseta landsins til staðfestingar. Eftir að sendiherra hefur fengið skipun, fær hann sérstaka stjórnendaþjálfun.Noregur Í Noregi hefur í undantekningartilvikum verið skipað í stöður sendiherrar úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Í enn færri tilvikum hafa sendiherrar verið skipaðir úr röðum aðila í viðskiptalífinu eða annars staðar utan utanríkisþjónustunnar. Eins og í Danmörku og Finnlandi, eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins. Embættismönnum ráðuneytisins gefst kostur á að sækja um og eru umsækjendur teknir í viðtal. Eru stöðurnar venjulega auglýstar í september ár hvert fyrir stöður sem losna í ágúst árið eftir. Eins og sjá má hér að ofan, eru sendiherrar í Danmörku, Finnlandi og Noregi alls ekki eða einungis í undantekningartilvikum skipaðir úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Þá eru heldur ekki skipaðir aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar í slíkar stöður. Í öllum tilvikum eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins, þar sem embættismönum ráðuneytisins gefst kostur á því að sækja um. Í stöðurnar er síðan skipað eftir að faglegt mat hefur farið fram á árangri og frammistöðu umsækjenda í starfi.Ísland Hér á landi er hins vegar allt annar háttur á. Á fréttavef Ríkisútvarpsins þann 30. september sl. kemur fram að átta fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka, auk annarra stjórnmálamanna, hafi verið skipaðir í störf sendiherra hér á landi á undanförnum árum. Ísland sker sig því algjörlega úr hinum Norðurlöndunum þegar kemur að pólitískum skipunum í stöður sendiherra. Hvernig að öðru leyti er staðið að þeim skipunum hér á landi verður fróðlegt að lesa um þegar svar utanríkisráðherra berst við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Nýlega lagði Guðmundur Steingrímsson fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um skipun sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni. Spyr Guðmundur um þær faglegu kröfur sem lagðar eru til grundvallar við skipun sendiherra, hvernig faglegu mati á hæfi sé háttað við slíka skipun, og hvernig ferlið sé við skipun sendiherra. Í ljósi fyrirspurnar Guðmundar, er forvitnilegt að skoða með hvaða hætti nágranna- og vinaþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum standa að skipun sendiherra. Einnig hvort þar séu fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar skipaðir í störf sendiherra. Fylgja hér á eftir upplýsingar sem fengust frá mannauðsdeildum utanríkisráðuneyta Danmerkur, Finnlands og Noregs um þau mál.Danmörk Í Danmörku eru hvorki skipaðir fyrrverandi stjórnmálamenn eða aðrir utanaðkomandi aðilar í stöður sendiherra. Allar sendiherrastöður eru því skipaðar af embættismönum utanríkisráðuneytisins. Þegar stöður sendiherra losna, eru þær auglýstar innan utanríkisráðuneytisins og gefst starfsmönum kostur á að sækja um. Fara umsækjendur í viðtal, og þá er stuðst við svokallað 360 gráðu mat, sem er frammistöðumatsaðferð sem byggir m.a. á því að umsækjandi hefur verið metinn af undir- og yfirmönnum sínum. Að loknu mati á umsækjendum, gerir yfirstjórn ráðuneytisins tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherra leggur síðan tillögu um skipun sendiherra til Danadrottningar, sem staðfestir skipunina.Finnland Á síðustu tuttugu árum hafa verið skipaðir þrír fyrrverandi stjórnmálamenn í stöður sendiherra í Finnlandi. Í öllum tilvikum hefur verið um fyrrverandi utanríkisráðherra að ræða. Þess má geta að flutningsskyldir starfsmenn finnska utanríkisráðuneytisins eru tæplega 1.200. Eins og í Danmörku, eru stöður sendiherra auglýstar innan finnska utanríkisráðuneytisins og gefst embættismönum ráðuneytisins kostur á því að sækja um. Sérstök framgangsnefnd innan ráðuneytisins fer yfir umsóknir, tekur viðtal við umsækjendur og styðst meðal annars við 360 gráðu mat, eins og innan dönsku utanríkisþjónustunnar. Í framhaldinu gerir framgangsnefndin tillögu til utanríkisráðherra um hverjir skulu skipaðir sendiherrar. Utanríkisráðherrann ber síðan upp tillögu í ríkisstjórn um skipun sendiherra, og leggur ríkisstjórnin samþykki sitt fyrir tillögunni fyrir forseta landsins til staðfestingar. Eftir að sendiherra hefur fengið skipun, fær hann sérstaka stjórnendaþjálfun.Noregur Í Noregi hefur í undantekningartilvikum verið skipað í stöður sendiherrar úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Í enn færri tilvikum hafa sendiherrar verið skipaðir úr röðum aðila í viðskiptalífinu eða annars staðar utan utanríkisþjónustunnar. Eins og í Danmörku og Finnlandi, eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins. Embættismönnum ráðuneytisins gefst kostur á að sækja um og eru umsækjendur teknir í viðtal. Eru stöðurnar venjulega auglýstar í september ár hvert fyrir stöður sem losna í ágúst árið eftir. Eins og sjá má hér að ofan, eru sendiherrar í Danmörku, Finnlandi og Noregi alls ekki eða einungis í undantekningartilvikum skipaðir úr röðum fyrrverandi stjórnmálamanna. Þá eru heldur ekki skipaðir aðrir aðilar utan utanríkisþjónustunnar í slíkar stöður. Í öllum tilvikum eru stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisráðuneytisins, þar sem embættismönum ráðuneytisins gefst kostur á því að sækja um. Í stöðurnar er síðan skipað eftir að faglegt mat hefur farið fram á árangri og frammistöðu umsækjenda í starfi.Ísland Hér á landi er hins vegar allt annar háttur á. Á fréttavef Ríkisútvarpsins þann 30. september sl. kemur fram að átta fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka, auk annarra stjórnmálamanna, hafi verið skipaðir í störf sendiherra hér á landi á undanförnum árum. Ísland sker sig því algjörlega úr hinum Norðurlöndunum þegar kemur að pólitískum skipunum í stöður sendiherra. Hvernig að öðru leyti er staðið að þeim skipunum hér á landi verður fróðlegt að lesa um þegar svar utanríkisráðherra berst við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun