Tromp Norðmanna í orkumálum? Jóhann Helgason skrifar 18. október 2014 07:00 Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættulaust samanborið við úran. Norðmenn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rannsakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sérstaða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórín kjarnorkuver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í forsvari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þórínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kanada, Bandaríkin og Kína. Yfirleitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins.Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverjar, með vísindalegan mannauð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróðurhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnslan er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausnum þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norðmenn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfirleitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrum eftirlitsmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Norðmenn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættulaust samanborið við úran. Norðmenn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræðingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rannsakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sérstaða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórín kjarnorkuver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í forsvari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þórínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kanada, Bandaríkin og Kína. Yfirleitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins.Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverjar, með vísindalegan mannauð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróðurhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnslan er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætlunarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausnum þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norðmenn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfirleitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrum eftirlitsmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Norðmenn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar