Staðreyndir um menntun áfengis- og fíkniráðgjafa Rótin skrifar skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þann 6. febrúar þar sem hún hefur áhyggjur af því að umræða um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa byggist á vanþekkingu. Í greininni fjallar hún þó ekki um þau atriði sem Rótin hefur gagnrýnt og snúa að því að ríkisvaldið hafi ekki sett nægilega skýran ramma um starf ráðgjafa. Gagnrýni Rótarinnar er byggð á svörum frá landlæknisembætti, velferðarráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Engar praktískar upplýsingar eru um skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn á heimasíðu SÁÁ og okkur hefur ekki borist svar við ósk um upplýsingar. Á heimasíðu Starfsmenntar segir að samstarf sé um námið við SÁÁ en við eftirgrennslan kom í ljós að samstarfið felst eingöngu í fjárhagsaðstoð Starfsmenntar. Fjölmargir fyrrverandi ráðgjafar hjá SÁÁ hafa leitað til okkar og kvartað yfir því að ráðgjafanemar séu háðir duttlungum yfirmanna SÁÁ, engin námskrá sé til og námið laust í reipunum. Innan okkar raða er svo fjöldi kvenna sem hefur farið í gegnum meðferð og þekkir störf ráðgjafa frá þeirri hlið. Rétt er að rifja upp sögu ráðgjafastarfsins en það hefur mjög mikla sérstöðu innan heilbrigðiskerfisins og Kristbjörg Halla getur kynnt sér hana nánar í doktorsritgerð Hildigunnar Ólafsdóttur um AA-samtökin á Íslandi. Sérstaðan byggist á þeirri trú manna, sem ættuð er úr 12 spora kerfinu, að þeir sem sjálfir hafi glímt við vímuefnavanda séu bestir til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum vanda.Auknar kröfur Nú er það ekki svo að Rótin sé á móti jafningjahjálp. Við teljum hins vegar að hún eigi ekki vel heima í heilbrigðiskerfinu þar sem sífellt auknar kröfur eru gerðar til þess að byggt sé á gagnreyndri þekkingu. Eftirfarandi ákvæði er að finna í ráðningarsamningum starfsmanna hjá SÁÁ og stangast á við þá fullyrðingu Kristbjargar að meðferð SÁÁ byggi ekki á sporastarfi: „Ráðgjafar skulu stunda AA eða Al-Anon og þeir starfsmenn SÁÁ, sem eru alkóhólistar eða aðstandendur þeirra skulu stunda AA eða Al-Anon.“ Í grein á heimasíðu SÁÁ lýsir Magnús Einarsson starfi ráðgjafa á eftirfarandi hátt: Þeir „hjálpa fólki að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína“, „bera hitann og þungann af meðferðinni. Þeir eru í mestri nálægð við sjúklingana og bera því mikla ábyrgð. Þeir halda fyrirlestra, sjá að mestu um hópmeðferð og einstaklingsráðgjöf varðandi vímuefna- og spilafíkn“ og svo „starfa áfengis- og vímuefnaráðgjafar meðal annars við forvarnir og rannsóknir“. Samkvæmt þessari lýsingu bera ráðgjafar sem hafa enga akademíska menntun ótrúlega mikla ábyrgð á sjúklingum SÁÁ og starfa auk þess við rannsóknir. Það hlýtur að vera einsdæmi í heilbrigðiskerfinu að starfsstétt sem er með mun minni formlega menntun en t.d. sjúkraliðar beri jafn mikla ábyrgð á meðferð sjúklinga. Til að fá löggildingu þurfa ráðgjafar einungis kennslu í 300 klst. sem samsvarar um 15 einingum á framhaldsskólastigi.Einokun í meðferðarmálum Eins og staðan er í dag ríkir ákveðin einokun í meðferðarmálum á Íslandi og það sama má segja um möguleikann á að fá löggildingu frá Landlækni sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Fólk með framhaldsmenntun á háskólastigi í fíknifræðum getur t.d. ekki fengið starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar af því að krafist er 3.000 klst. vinnu á meðferðarstofnun, reynslan er metin meira virði en fagleg þekking á háskólastigi. Innan stjórnsýslunnar er vitað að úrbóta er þörf og í svörum landlæknisembættisins kemur fram að „nauðsynlegt væri að endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkur. Sú vinna er ekki komin formlega af stað en það verður farið í hana. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hvenær það yrði.“ Þessi vinna þarf að hefjast sem fyrst. Markmið Rótarinnar er að stuðla að bættri og faglegri meðferð. Við höfum þá sýn að þeir sem sjá um meðferðina séu með bestu mögulegu sérfræðimenntun sem byggð er á árangurstengdum rannsóknum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um opinberar niðurstöður um árangur meðferðarstarfs og er það til mikils vansa.Guðrún KristjánsdóttirGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirEdda ArinbjarnarÞórlaug Sveinsdóttirí ráði og vararáði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þann 6. febrúar þar sem hún hefur áhyggjur af því að umræða um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa byggist á vanþekkingu. Í greininni fjallar hún þó ekki um þau atriði sem Rótin hefur gagnrýnt og snúa að því að ríkisvaldið hafi ekki sett nægilega skýran ramma um starf ráðgjafa. Gagnrýni Rótarinnar er byggð á svörum frá landlæknisembætti, velferðarráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Engar praktískar upplýsingar eru um skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn á heimasíðu SÁÁ og okkur hefur ekki borist svar við ósk um upplýsingar. Á heimasíðu Starfsmenntar segir að samstarf sé um námið við SÁÁ en við eftirgrennslan kom í ljós að samstarfið felst eingöngu í fjárhagsaðstoð Starfsmenntar. Fjölmargir fyrrverandi ráðgjafar hjá SÁÁ hafa leitað til okkar og kvartað yfir því að ráðgjafanemar séu háðir duttlungum yfirmanna SÁÁ, engin námskrá sé til og námið laust í reipunum. Innan okkar raða er svo fjöldi kvenna sem hefur farið í gegnum meðferð og þekkir störf ráðgjafa frá þeirri hlið. Rétt er að rifja upp sögu ráðgjafastarfsins en það hefur mjög mikla sérstöðu innan heilbrigðiskerfisins og Kristbjörg Halla getur kynnt sér hana nánar í doktorsritgerð Hildigunnar Ólafsdóttur um AA-samtökin á Íslandi. Sérstaðan byggist á þeirri trú manna, sem ættuð er úr 12 spora kerfinu, að þeir sem sjálfir hafi glímt við vímuefnavanda séu bestir til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum vanda.Auknar kröfur Nú er það ekki svo að Rótin sé á móti jafningjahjálp. Við teljum hins vegar að hún eigi ekki vel heima í heilbrigðiskerfinu þar sem sífellt auknar kröfur eru gerðar til þess að byggt sé á gagnreyndri þekkingu. Eftirfarandi ákvæði er að finna í ráðningarsamningum starfsmanna hjá SÁÁ og stangast á við þá fullyrðingu Kristbjargar að meðferð SÁÁ byggi ekki á sporastarfi: „Ráðgjafar skulu stunda AA eða Al-Anon og þeir starfsmenn SÁÁ, sem eru alkóhólistar eða aðstandendur þeirra skulu stunda AA eða Al-Anon.“ Í grein á heimasíðu SÁÁ lýsir Magnús Einarsson starfi ráðgjafa á eftirfarandi hátt: Þeir „hjálpa fólki að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína“, „bera hitann og þungann af meðferðinni. Þeir eru í mestri nálægð við sjúklingana og bera því mikla ábyrgð. Þeir halda fyrirlestra, sjá að mestu um hópmeðferð og einstaklingsráðgjöf varðandi vímuefna- og spilafíkn“ og svo „starfa áfengis- og vímuefnaráðgjafar meðal annars við forvarnir og rannsóknir“. Samkvæmt þessari lýsingu bera ráðgjafar sem hafa enga akademíska menntun ótrúlega mikla ábyrgð á sjúklingum SÁÁ og starfa auk þess við rannsóknir. Það hlýtur að vera einsdæmi í heilbrigðiskerfinu að starfsstétt sem er með mun minni formlega menntun en t.d. sjúkraliðar beri jafn mikla ábyrgð á meðferð sjúklinga. Til að fá löggildingu þurfa ráðgjafar einungis kennslu í 300 klst. sem samsvarar um 15 einingum á framhaldsskólastigi.Einokun í meðferðarmálum Eins og staðan er í dag ríkir ákveðin einokun í meðferðarmálum á Íslandi og það sama má segja um möguleikann á að fá löggildingu frá Landlækni sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Fólk með framhaldsmenntun á háskólastigi í fíknifræðum getur t.d. ekki fengið starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar af því að krafist er 3.000 klst. vinnu á meðferðarstofnun, reynslan er metin meira virði en fagleg þekking á háskólastigi. Innan stjórnsýslunnar er vitað að úrbóta er þörf og í svörum landlæknisembættisins kemur fram að „nauðsynlegt væri að endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkur. Sú vinna er ekki komin formlega af stað en það verður farið í hana. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hvenær það yrði.“ Þessi vinna þarf að hefjast sem fyrst. Markmið Rótarinnar er að stuðla að bættri og faglegri meðferð. Við höfum þá sýn að þeir sem sjá um meðferðina séu með bestu mögulegu sérfræðimenntun sem byggð er á árangurstengdum rannsóknum. Litlar upplýsingar liggja fyrir um opinberar niðurstöður um árangur meðferðarstarfs og er það til mikils vansa.Guðrún KristjánsdóttirGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirEdda ArinbjarnarÞórlaug Sveinsdóttirí ráði og vararáði Rótarinnar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun