Lífið

Uppgötvuð af undirmanni Ridley Scott

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Elín og Rúnar fengu þó ekki að hitta sjálfan Ridley Scott.
Elín og Rúnar fengu þó ekki að hitta sjálfan Ridley Scott. Mynd/Einkasafn
„Við gerðum myndband í samstarfi við Sagafilm og leikstjórann Sigurgeir Þórðarson. Það heppnaðist vel og hefur fengið góðar viðtökur erlendis, sérstaklega í Norður-Ameríku. Það virðist hafa dottið í réttar hendur og poppaði upp hjá manni sem er að vinna fyrir Ridley Scott. Hann fann lagið, var mjög ánægður og hafði samband við okkur,“ segir tónlistarkonan Elín Ólafsdóttir í hljómsveitinni Bellstop.

Lagið Trouble, af plötunni Karma, hljómar í stiklu fyrir bandarísku sjónvarpsþættina The Originals sem sýndir eru á CW Network. Óvíst er hvort lagið muni hljóma í þáttaröðinni sjálfri.





„Stiklan er fyrir aðra þáttaröð en fyrsta serían er búin að fá ofboðslega góða dóma. Þetta eru háklassaþættir og við erum mjög ánægð með að taka þátt í þessu.“ Elín telur þetta getað opnað dyr í tónlistarbransanum erlendis.

„Við höfum fengið mikil viðbrögð við laginu. Við erum að fara á tónleikaferðalag í Kanada á árinu og því vinsælla sem lagið verður því stærri getur ferðalagið orðið.“

Elín stofnaði hljómsveitina með eiginmanni sínum, Rúnari Sigurbjörnssyni, árið 2006 en þá hét hún Heima. 

„Við bjuggum úti í Kína í fimm ár, gáfum þar út plötu og ferðuðumst út um allt. Núna er hljómsveitin orðin stærri. Áður en platan okkar kom út í fyrra ákváðum við að breyta um nafn. Bellstop er alþjóðlegra nafn og það gengur betur að auglýsa okkur á netinu því nafnið er óalgengt.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.