Gerir Facebook ekki mun á klámi eða list? Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. janúar 2014 09:30 Hjalti Parelius selur verk til styrktar mæðgum sem misstu allt sitt í bruna. mynd/einkasafn „Ég mátti alveg birta myndirnar á Facebook en mátti ekki nota þær í auglýsingu. Maður getur „boostað“ upp póstana sína á Facebook þannig að þeir verði nokkurs konar auglýsing en samkvæmt skilmálum Facebook má engin nekt kom fyrir þar, hvort sem það er í list eða hverju sem er,“ segir hinn 34 ára gamli listamaður Hjalti Parelius. Hann fékk á dögunum neitun frá Facebook þar sem honum var bannað að auglýsa listaverkin sín, þar sem á mörgum hverjum kemur nekt fyrir. „Ætli ég þurfi ekki að kroppa út einhvern part myndarinnar. Þetta er erfitt fyrir þá sem vinna við nektarstúdíur.“ Hjalti hefur nú starfað sem listamaður í fimm ár. „Ég er á fimmta árinu mínu en starfaði áður sem grafískur hönnuður. Ég missti vinnuna og varð atvinnulaus, byrjaði að mála til að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Hann stundaði myndlistarnám erlendis og er alinn upp við myndlist á veggjum. „Ég fór á fyrstu Picasso-sýninguna þegar ég var sjö ára.“ Hann segist geta lifað á listinni en hafi þó ekki búist við því að það væri hægt. „Ég hélt það væri erfitt að lifa á listinni en ef menn eru metnaðarfullir og sinna markaðsstarfinu og auglýsa sig þá gengur þetta vel. Fyrstu tvö árin voru erfið en þetta gengur alltaf betur og betur,“ útskýrir Hjalti. Hjalti er nú að selja listaverk sem kallast Delicatessen og ætlar að láta allan ágóða renna til mæðgna sem misstu allt sitt í bruna fyrir skemmstu. „Stærðin á verkinu er 130x200 sentímetrar, olía á striga og lágmarksverðið er 650 þúsund krónur, en frjálst er að borga hærra.“ Verkið er staðsett í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 og er hægt að skoða það þar. Hann þekkti þó ekki mæðgurnar persónulega. „Ég hafði fylgst með þessu frá því þetta gerðist. Þær misstu allt innbú og ég veit að peningar bæta aldrei svona tjón, ekki þetta persónulega. Ég vill gera gagn og leggja mitt af mörkum.“ Hann segir myndina sem hafi orðið fyrir valinu til að styrkja mæðgurnar vera rólegri en aðrar myndir. „Ég valdi myndina því mér fannst hún rólegri en aðrar, ekkert sérstakt svo sem, hún gæti höfðað til breiðari hóps en ég næ venjulega til.“ Hjalti hvetur fólk til þess að hjálpa náunganum og leggja sitt af mörkum. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég mátti alveg birta myndirnar á Facebook en mátti ekki nota þær í auglýsingu. Maður getur „boostað“ upp póstana sína á Facebook þannig að þeir verði nokkurs konar auglýsing en samkvæmt skilmálum Facebook má engin nekt kom fyrir þar, hvort sem það er í list eða hverju sem er,“ segir hinn 34 ára gamli listamaður Hjalti Parelius. Hann fékk á dögunum neitun frá Facebook þar sem honum var bannað að auglýsa listaverkin sín, þar sem á mörgum hverjum kemur nekt fyrir. „Ætli ég þurfi ekki að kroppa út einhvern part myndarinnar. Þetta er erfitt fyrir þá sem vinna við nektarstúdíur.“ Hjalti hefur nú starfað sem listamaður í fimm ár. „Ég er á fimmta árinu mínu en starfaði áður sem grafískur hönnuður. Ég missti vinnuna og varð atvinnulaus, byrjaði að mála til að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Hann stundaði myndlistarnám erlendis og er alinn upp við myndlist á veggjum. „Ég fór á fyrstu Picasso-sýninguna þegar ég var sjö ára.“ Hann segist geta lifað á listinni en hafi þó ekki búist við því að það væri hægt. „Ég hélt það væri erfitt að lifa á listinni en ef menn eru metnaðarfullir og sinna markaðsstarfinu og auglýsa sig þá gengur þetta vel. Fyrstu tvö árin voru erfið en þetta gengur alltaf betur og betur,“ útskýrir Hjalti. Hjalti er nú að selja listaverk sem kallast Delicatessen og ætlar að láta allan ágóða renna til mæðgna sem misstu allt sitt í bruna fyrir skemmstu. „Stærðin á verkinu er 130x200 sentímetrar, olía á striga og lágmarksverðið er 650 þúsund krónur, en frjálst er að borga hærra.“ Verkið er staðsett í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 og er hægt að skoða það þar. Hann þekkti þó ekki mæðgurnar persónulega. „Ég hafði fylgst með þessu frá því þetta gerðist. Þær misstu allt innbú og ég veit að peningar bæta aldrei svona tjón, ekki þetta persónulega. Ég vill gera gagn og leggja mitt af mörkum.“ Hann segir myndina sem hafi orðið fyrir valinu til að styrkja mæðgurnar vera rólegri en aðrar myndir. „Ég valdi myndina því mér fannst hún rólegri en aðrar, ekkert sérstakt svo sem, hún gæti höfðað til breiðari hóps en ég næ venjulega til.“ Hjalti hvetur fólk til þess að hjálpa náunganum og leggja sitt af mörkum.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira