Gerir Facebook ekki mun á klámi eða list? Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. janúar 2014 09:30 Hjalti Parelius selur verk til styrktar mæðgum sem misstu allt sitt í bruna. mynd/einkasafn „Ég mátti alveg birta myndirnar á Facebook en mátti ekki nota þær í auglýsingu. Maður getur „boostað“ upp póstana sína á Facebook þannig að þeir verði nokkurs konar auglýsing en samkvæmt skilmálum Facebook má engin nekt kom fyrir þar, hvort sem það er í list eða hverju sem er,“ segir hinn 34 ára gamli listamaður Hjalti Parelius. Hann fékk á dögunum neitun frá Facebook þar sem honum var bannað að auglýsa listaverkin sín, þar sem á mörgum hverjum kemur nekt fyrir. „Ætli ég þurfi ekki að kroppa út einhvern part myndarinnar. Þetta er erfitt fyrir þá sem vinna við nektarstúdíur.“ Hjalti hefur nú starfað sem listamaður í fimm ár. „Ég er á fimmta árinu mínu en starfaði áður sem grafískur hönnuður. Ég missti vinnuna og varð atvinnulaus, byrjaði að mála til að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Hann stundaði myndlistarnám erlendis og er alinn upp við myndlist á veggjum. „Ég fór á fyrstu Picasso-sýninguna þegar ég var sjö ára.“ Hann segist geta lifað á listinni en hafi þó ekki búist við því að það væri hægt. „Ég hélt það væri erfitt að lifa á listinni en ef menn eru metnaðarfullir og sinna markaðsstarfinu og auglýsa sig þá gengur þetta vel. Fyrstu tvö árin voru erfið en þetta gengur alltaf betur og betur,“ útskýrir Hjalti. Hjalti er nú að selja listaverk sem kallast Delicatessen og ætlar að láta allan ágóða renna til mæðgna sem misstu allt sitt í bruna fyrir skemmstu. „Stærðin á verkinu er 130x200 sentímetrar, olía á striga og lágmarksverðið er 650 þúsund krónur, en frjálst er að borga hærra.“ Verkið er staðsett í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 og er hægt að skoða það þar. Hann þekkti þó ekki mæðgurnar persónulega. „Ég hafði fylgst með þessu frá því þetta gerðist. Þær misstu allt innbú og ég veit að peningar bæta aldrei svona tjón, ekki þetta persónulega. Ég vill gera gagn og leggja mitt af mörkum.“ Hann segir myndina sem hafi orðið fyrir valinu til að styrkja mæðgurnar vera rólegri en aðrar myndir. „Ég valdi myndina því mér fannst hún rólegri en aðrar, ekkert sérstakt svo sem, hún gæti höfðað til breiðari hóps en ég næ venjulega til.“ Hjalti hvetur fólk til þess að hjálpa náunganum og leggja sitt af mörkum. Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Ég mátti alveg birta myndirnar á Facebook en mátti ekki nota þær í auglýsingu. Maður getur „boostað“ upp póstana sína á Facebook þannig að þeir verði nokkurs konar auglýsing en samkvæmt skilmálum Facebook má engin nekt kom fyrir þar, hvort sem það er í list eða hverju sem er,“ segir hinn 34 ára gamli listamaður Hjalti Parelius. Hann fékk á dögunum neitun frá Facebook þar sem honum var bannað að auglýsa listaverkin sín, þar sem á mörgum hverjum kemur nekt fyrir. „Ætli ég þurfi ekki að kroppa út einhvern part myndarinnar. Þetta er erfitt fyrir þá sem vinna við nektarstúdíur.“ Hjalti hefur nú starfað sem listamaður í fimm ár. „Ég er á fimmta árinu mínu en starfaði áður sem grafískur hönnuður. Ég missti vinnuna og varð atvinnulaus, byrjaði að mála til að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Hann stundaði myndlistarnám erlendis og er alinn upp við myndlist á veggjum. „Ég fór á fyrstu Picasso-sýninguna þegar ég var sjö ára.“ Hann segist geta lifað á listinni en hafi þó ekki búist við því að það væri hægt. „Ég hélt það væri erfitt að lifa á listinni en ef menn eru metnaðarfullir og sinna markaðsstarfinu og auglýsa sig þá gengur þetta vel. Fyrstu tvö árin voru erfið en þetta gengur alltaf betur og betur,“ útskýrir Hjalti. Hjalti er nú að selja listaverk sem kallast Delicatessen og ætlar að láta allan ágóða renna til mæðgna sem misstu allt sitt í bruna fyrir skemmstu. „Stærðin á verkinu er 130x200 sentímetrar, olía á striga og lágmarksverðið er 650 þúsund krónur, en frjálst er að borga hærra.“ Verkið er staðsett í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 og er hægt að skoða það þar. Hann þekkti þó ekki mæðgurnar persónulega. „Ég hafði fylgst með þessu frá því þetta gerðist. Þær misstu allt innbú og ég veit að peningar bæta aldrei svona tjón, ekki þetta persónulega. Ég vill gera gagn og leggja mitt af mörkum.“ Hann segir myndina sem hafi orðið fyrir valinu til að styrkja mæðgurnar vera rólegri en aðrar myndir. „Ég valdi myndina því mér fannst hún rólegri en aðrar, ekkert sérstakt svo sem, hún gæti höfðað til breiðari hóps en ég næ venjulega til.“ Hjalti hvetur fólk til þess að hjálpa náunganum og leggja sitt af mörkum.
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira