Íslenska Glamour kynnt til sögunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Silja Magg, Regína Rourke, Álfrún Pálsdóttir Ólöf Skaftadóttir „Okkar stefna er að búa til faglegt tímarit sem er leiðandi í tísku-og lífstíltengdri umfjöllun á Íslandi ásamt viðtölum og öðru áhugaverðu efni,” segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri íslensku útgáfu tímaritsins Glamour sem kemur út á næstu mánuðum. Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu en 365 miðlar gefa tímaritið út í samstarfi við útgáfurisann Condé Nast. Álfrún segir efnistökin verða fjölbreytt en tíska mun skipa stóran sess, eins og tíðkast í öðrum útgáfum Glamour. Hún er menntuð í fjölmiðlum og kynjafræði frá háskólanum í Osló og hefur unnið á Fréttablaðinu með hléum frá 2006, nú síðast sem umsjónarmaður helgarblaðs Fréttablaðsins. „Tímaritið verður íslenskt, á íslensku og efnistökin sérsniðin að íslenskum lesendum. Þetta er samt sem áður alþjóðlegur miðill sem verður búinn til samkvæmt stöðlum Condé Nast. Blaðið mun finna sína sérstöðu og markmiðið er að endurspegla hinn íslenska stíl ásamt því að vera samkeppnishæft við aðra alþjóðlega miðla,” segir Álfrún og bætir við að það sé ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna tímarit með Condé Nast, einu virtasta fjölmiðlafyrirtæki í heiminum. Conde Nast gefur út tímarit á borð við Vogue, GQ, Wired og Vanity Fair. „Við fáum aðgang að gagnabanka þeirra en þaðan getum við sérvalið efni inn í blaðið hverju sinni sem verður þýtt. Efnistökin verða því fjölbreytt blanda af þýddu efni og efni sem unnið verður af íslenskri ritstjórn blaðsins. ”Emma Watson á forsíðu Glamour Teymið sem mun sjá um að þróa tímaritið á næstu mánuðum er auk Álfrúnar, Silja Magg, Regína Rourke og Ólöf Skaftadóttir. Silja er ljósmyndari, útskrifuð frá Parsons í New York, og mun gegna hlutverki ljósmynda-og tískuritstjóra blaðsins. Hún hefur skipað sér í framlínu íslenskra ljósmyndara og þótt víðar væri leitað. Silja hefur myndað fyrir tímarit og þekkt vörumerki á borð við GQ Magazine, Marie Claire, ELLE, Nylon Magazine, New York Post, French Connection, Barneys New York, Macy's, Bloomingdale's og Moncrief, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Silja haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum, í Bandaríkjunum og Rússlandi. Regína er menntaður grafískur hönnuður frá Parsons í New York og verður útlitshönnuður Glamour (e. art director). Hún hefur starfað í auglýsingaherferðum fyrir Bloomingdales, DKNY, Gap og Proper Gang. Þá hefur hún unnið sem art director hjá Condé Nast fyrir Style.com og Womens Wear Daily. Regína situr í stjórn Iceland American Chamber of Commerce og haldið sýningar á verkum sínum hér heima og erlendis. Ólöf er menntuð í skapandi skrifum frá Háskóla Íslands og stýrir vef- og samfélagsmiðlum Glamour, en samhliða tímaritinu verður öflugri vefsíðu haldið úti undir slóðinni Glamour.is. Tímaritið verður áberandi á helstu samskiptamiðlum. Auk þess situr Ólöf í ritstjórn tímaritsins, en hún hefur reynslu af fjölmiðlum, bæði af vef- og prentmiðlum, auk þess hefur hún mikla reynslu af þýðingum og handritsskrifum. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sem fela í sér mikil tækifæri. Við erum gott teymi sem munum sjá til þess að efnistökin verði fagleg. Á næstu mánuðum verðum við í góðri samvinnu við Condé Nast að þróa efnistök blaðsins, þar sem við munum fá tækifæri til að læra af þeim bestu. Ég hef trú á að Glamour verði sterk viðbót í fjölmiðlaflóru landsins.” Nánari dagsetning á útgáfudegi fyrsta tölublaðsins verður tilkynnt síðar.GLAMOUR ER... -Eitt vinsælasta lífstílstímarit fyrir konur í heiminum í dag. -Lesendur blaðsins á heimsvísu eru um 11.7 milljónir á mánuði. -Meðal landa sem gefa út sínar eigin útgáfur af Glamour bæði á vef og prenti eru Frakkland, Þýskaland, Mexíkó, Bretland, Bandaríkin, Búlgaría, Pólland, Suður Afríka, Spánn, Holland, Rúmenía og Rússland. -Condé Nast International er nú starfrækt á 27 mörkuðum, gefa út 126 tímarit, helda úti nálægt 100 vefsíðum og eru með yfir 200 smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur. -Auk hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu hefur CNI staðið að stórum viðburðum í tískuheiminum eins og Vogue"s Fashion Night Out, GQ Men of the Year-verðalaunin og Glamour Women of the Year. Nýlega opnaði CNI sinn eigin skóla í London, the Condé Nast College of Fashion & Design. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Okkar stefna er að búa til faglegt tímarit sem er leiðandi í tísku-og lífstíltengdri umfjöllun á Íslandi ásamt viðtölum og öðru áhugaverðu efni,” segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri íslensku útgáfu tímaritsins Glamour sem kemur út á næstu mánuðum. Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu en 365 miðlar gefa tímaritið út í samstarfi við útgáfurisann Condé Nast. Álfrún segir efnistökin verða fjölbreytt en tíska mun skipa stóran sess, eins og tíðkast í öðrum útgáfum Glamour. Hún er menntuð í fjölmiðlum og kynjafræði frá háskólanum í Osló og hefur unnið á Fréttablaðinu með hléum frá 2006, nú síðast sem umsjónarmaður helgarblaðs Fréttablaðsins. „Tímaritið verður íslenskt, á íslensku og efnistökin sérsniðin að íslenskum lesendum. Þetta er samt sem áður alþjóðlegur miðill sem verður búinn til samkvæmt stöðlum Condé Nast. Blaðið mun finna sína sérstöðu og markmiðið er að endurspegla hinn íslenska stíl ásamt því að vera samkeppnishæft við aðra alþjóðlega miðla,” segir Álfrún og bætir við að það sé ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna tímarit með Condé Nast, einu virtasta fjölmiðlafyrirtæki í heiminum. Conde Nast gefur út tímarit á borð við Vogue, GQ, Wired og Vanity Fair. „Við fáum aðgang að gagnabanka þeirra en þaðan getum við sérvalið efni inn í blaðið hverju sinni sem verður þýtt. Efnistökin verða því fjölbreytt blanda af þýddu efni og efni sem unnið verður af íslenskri ritstjórn blaðsins. ”Emma Watson á forsíðu Glamour Teymið sem mun sjá um að þróa tímaritið á næstu mánuðum er auk Álfrúnar, Silja Magg, Regína Rourke og Ólöf Skaftadóttir. Silja er ljósmyndari, útskrifuð frá Parsons í New York, og mun gegna hlutverki ljósmynda-og tískuritstjóra blaðsins. Hún hefur skipað sér í framlínu íslenskra ljósmyndara og þótt víðar væri leitað. Silja hefur myndað fyrir tímarit og þekkt vörumerki á borð við GQ Magazine, Marie Claire, ELLE, Nylon Magazine, New York Post, French Connection, Barneys New York, Macy's, Bloomingdale's og Moncrief, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Silja haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum, í Bandaríkjunum og Rússlandi. Regína er menntaður grafískur hönnuður frá Parsons í New York og verður útlitshönnuður Glamour (e. art director). Hún hefur starfað í auglýsingaherferðum fyrir Bloomingdales, DKNY, Gap og Proper Gang. Þá hefur hún unnið sem art director hjá Condé Nast fyrir Style.com og Womens Wear Daily. Regína situr í stjórn Iceland American Chamber of Commerce og haldið sýningar á verkum sínum hér heima og erlendis. Ólöf er menntuð í skapandi skrifum frá Háskóla Íslands og stýrir vef- og samfélagsmiðlum Glamour, en samhliða tímaritinu verður öflugri vefsíðu haldið úti undir slóðinni Glamour.is. Tímaritið verður áberandi á helstu samskiptamiðlum. Auk þess situr Ólöf í ritstjórn tímaritsins, en hún hefur reynslu af fjölmiðlum, bæði af vef- og prentmiðlum, auk þess hefur hún mikla reynslu af þýðingum og handritsskrifum. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sem fela í sér mikil tækifæri. Við erum gott teymi sem munum sjá til þess að efnistökin verði fagleg. Á næstu mánuðum verðum við í góðri samvinnu við Condé Nast að þróa efnistök blaðsins, þar sem við munum fá tækifæri til að læra af þeim bestu. Ég hef trú á að Glamour verði sterk viðbót í fjölmiðlaflóru landsins.” Nánari dagsetning á útgáfudegi fyrsta tölublaðsins verður tilkynnt síðar.GLAMOUR ER... -Eitt vinsælasta lífstílstímarit fyrir konur í heiminum í dag. -Lesendur blaðsins á heimsvísu eru um 11.7 milljónir á mánuði. -Meðal landa sem gefa út sínar eigin útgáfur af Glamour bæði á vef og prenti eru Frakkland, Þýskaland, Mexíkó, Bretland, Bandaríkin, Búlgaría, Pólland, Suður Afríka, Spánn, Holland, Rúmenía og Rússland. -Condé Nast International er nú starfrækt á 27 mörkuðum, gefa út 126 tímarit, helda úti nálægt 100 vefsíðum og eru með yfir 200 smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur. -Auk hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu hefur CNI staðið að stórum viðburðum í tískuheiminum eins og Vogue"s Fashion Night Out, GQ Men of the Year-verðalaunin og Glamour Women of the Year. Nýlega opnaði CNI sinn eigin skóla í London, the Condé Nast College of Fashion & Design.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein