Heiðruð fyrir taktfast tónlistarstarf á Akranesi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:30 Tónmenntakennarinn Heiðrún glöð með menningarverðlaunin. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akranesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef fengið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tónlistarbraut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helgar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“ Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Ég er mjög þakklát fyrir þennan heiður,“ segir Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari glaðlega um menningarverðlaun Akraness 2014 sem hún uppskar fyrir elju sína í að efla tónlistaráhuga krakka á Akranesi. Sjálf er hún ekkert nema hógværðin og þakkar árangur sinn því að hún sé lánsöm í starfi. „Ég er heppin með samstarfsfólk í verkefnunum sem ég hef tekið að mér og líka með yfirmenn því þeir hafa gefið grænt ljós á hugmyndirnar sem ég hef fengið,“ segir hún. Heiðrún hefur búið á Skaganum alla sína tíð ef frá eru talin árin sem hún var í tónlistarnámi, fyrst í Reykjavík og síðan í Árósum í Danmörku. Hún kennir nú í Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólanum á Akranesi og kveðst vera hálf í verkfalli, það sé dálítið erfitt. Eitt af því sem Heiðrún hefur lagt lið er verkefnið Ungir-Gamlir. Þar fá áhugasamir krakkar að koma fram á tónleikum með frægu tónlistarfólki sem þeir þekkja. „Við ætluðum að hafa eina tónleika núna á Vökudögum en þeim var frestað vegna verkfalls tónlistarkennara,“ segir Heiðrún. „Eyþór Ingi og Friðrik Dór ætluðu að koma. Vonandi verður hægt að halda þessa tónleika seinna í vetur.“ Heiðrún hefur umsjón með Hátónsbarkakeppni á Akranesi, hún hefur samið og stjórnað söngleik ásamt öðrum og undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum. Tónlistarbraut fyrir unglinga, sem er samstarf þriggja skóla, er líka hennar beibí, út úr þeirri vinnu verða til hinar ýmsu hljómsveitir. „Krakkarnir í 10. bekk í Brekkuskóla eru orðnir ansi sjálfstæðir, þeir sækjast eftir að vera í tónmenntastofunni eftir skóla og um helgar að spila,“ segir hún. „Auðvitað eru snúningar við það hjá mér en ég fæ það margfalt til baka.“
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira