Árni - þú ert velkominn í lýðveldisbygginguna Magnús Júlíusson skrifar 4. nóvember 2014 16:49 Síðastliðinn laugardag flutti Árni Páll Árnason, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, ræðu á flokksráðsfundi fylkingarinnar. Ræðan einkenndist af bölmóð og reiði. Tilgangur ræðunnar var vafalaust sá, að auka á vantrú almennings á íslensku samfélagi, sem að mati Árna er bersýnilega á leið til glötunar. Árni kennir núverandi ríkisstjórn um þessa vondu stöðu, enda virtist hann hafa færst í aukana er hann mætti í sjónvarpssal daginn eftir og fullyrti að ríkisstjórninni væri ætlað að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu – öllum til ills. Svo er auðvitað ekki, en því er ekki að neita að verkefni líðandi stundar eru erfið – og það er ekkert gamanmál að takast á við mörg þeirra. Þótt Árni sé reiður, þá er hann ekki þess umkominn að benda á neinar lausnir eða setja fram uppbyggilega gagnrýni. Þess í stað leikur formaðurinn sér að háfleygum orðum og býður samlanda sína velkomna til lýðveldisbyggingar (sem væntanlega er reist fyrir lánsfé) en þar eiga menn samkvæmt hugmyndum Árna að ræða málin og koma með lausnir. Á sama tíma og Árni kvartar sáran undan því að útgjöld ríkisins séu ekki hærri en raun ber vitni þá talar hann um ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Það felst mikil ábyrgð í því að reka ríkissjóð, sameiginlegri buddu þjóðarinnar. Nú hefur tekist að snúa við hallarekstri ríkisins, skuldasöfnun ríkisins hefur verið stöðvuð og annað árið í röð verður heildarjöfnuður ríkisins jákvæður. Til þess þurfti engar töfralausnir, engar skattahækkanir eða ný lán heldur einungis þann hugsunarhátt að heildarútgjöld séu ekki hærri en heildartekjur. Þetta er mjög mikilvægt atriði og í raun forsenda þess að hægt sé t.d. að byggja nýjan spítala eða semja um hækkun á launum lækna án þess að ráðstafa fjármunum framtíðarinnar með dýrum lánum. Þetta er eitthvað sem Árni kýs að hundsa. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er mælt fyrir breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Frumvarp sem hefur það að markmiði að einfalda skattkerfið, afnema úreld vörugjöld og þar með auka ráðstöfunartekjur almennings um 0,5%. Formaður Samfylkingarinnar telur þetta ekki gott verkefni og afvegaleiðir umræðuna með því að einblína á einn vöruflokk í staðin fyrir að horfa heildrænt á málið. Hann hefur fengið til liðs við sig formenn ASÍ og VR og saman kallar hópurinn einróma að frumvarpið sé aðför að heimilum landsins. Þetta er óábyrgur málflutningur og skrýtið að litið sé á aukningu ráðstöfunartekna sem aðför að heimilum. Í lýðveldisbyggingu Árna ræða menn lausnir, aðgerðir og framfarir. Ef ég les rétt í orð Árna þá þurfa þeir sem sitja við langborð lýðveldisbyggingarinnar að beina kröftum í góðan farveg og bjóða fram einhverja valkosti í verkefnunum framundan. Það er ósk mín að Árni sýni þá mannasiði í lýðveldisbyggingunni sem hann krefst af öðrum gestum hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag flutti Árni Páll Árnason, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, ræðu á flokksráðsfundi fylkingarinnar. Ræðan einkenndist af bölmóð og reiði. Tilgangur ræðunnar var vafalaust sá, að auka á vantrú almennings á íslensku samfélagi, sem að mati Árna er bersýnilega á leið til glötunar. Árni kennir núverandi ríkisstjórn um þessa vondu stöðu, enda virtist hann hafa færst í aukana er hann mætti í sjónvarpssal daginn eftir og fullyrti að ríkisstjórninni væri ætlað að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu – öllum til ills. Svo er auðvitað ekki, en því er ekki að neita að verkefni líðandi stundar eru erfið – og það er ekkert gamanmál að takast á við mörg þeirra. Þótt Árni sé reiður, þá er hann ekki þess umkominn að benda á neinar lausnir eða setja fram uppbyggilega gagnrýni. Þess í stað leikur formaðurinn sér að háfleygum orðum og býður samlanda sína velkomna til lýðveldisbyggingar (sem væntanlega er reist fyrir lánsfé) en þar eiga menn samkvæmt hugmyndum Árna að ræða málin og koma með lausnir. Á sama tíma og Árni kvartar sáran undan því að útgjöld ríkisins séu ekki hærri en raun ber vitni þá talar hann um ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Það felst mikil ábyrgð í því að reka ríkissjóð, sameiginlegri buddu þjóðarinnar. Nú hefur tekist að snúa við hallarekstri ríkisins, skuldasöfnun ríkisins hefur verið stöðvuð og annað árið í röð verður heildarjöfnuður ríkisins jákvæður. Til þess þurfti engar töfralausnir, engar skattahækkanir eða ný lán heldur einungis þann hugsunarhátt að heildarútgjöld séu ekki hærri en heildartekjur. Þetta er mjög mikilvægt atriði og í raun forsenda þess að hægt sé t.d. að byggja nýjan spítala eða semja um hækkun á launum lækna án þess að ráðstafa fjármunum framtíðarinnar með dýrum lánum. Þetta er eitthvað sem Árni kýs að hundsa. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er mælt fyrir breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Frumvarp sem hefur það að markmiði að einfalda skattkerfið, afnema úreld vörugjöld og þar með auka ráðstöfunartekjur almennings um 0,5%. Formaður Samfylkingarinnar telur þetta ekki gott verkefni og afvegaleiðir umræðuna með því að einblína á einn vöruflokk í staðin fyrir að horfa heildrænt á málið. Hann hefur fengið til liðs við sig formenn ASÍ og VR og saman kallar hópurinn einróma að frumvarpið sé aðför að heimilum landsins. Þetta er óábyrgur málflutningur og skrýtið að litið sé á aukningu ráðstöfunartekna sem aðför að heimilum. Í lýðveldisbyggingu Árna ræða menn lausnir, aðgerðir og framfarir. Ef ég les rétt í orð Árna þá þurfa þeir sem sitja við langborð lýðveldisbyggingarinnar að beina kröftum í góðan farveg og bjóða fram einhverja valkosti í verkefnunum framundan. Það er ósk mín að Árni sýni þá mannasiði í lýðveldisbyggingunni sem hann krefst af öðrum gestum hennar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar