Árni - þú ert velkominn í lýðveldisbygginguna Magnús Júlíusson skrifar 4. nóvember 2014 16:49 Síðastliðinn laugardag flutti Árni Páll Árnason, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, ræðu á flokksráðsfundi fylkingarinnar. Ræðan einkenndist af bölmóð og reiði. Tilgangur ræðunnar var vafalaust sá, að auka á vantrú almennings á íslensku samfélagi, sem að mati Árna er bersýnilega á leið til glötunar. Árni kennir núverandi ríkisstjórn um þessa vondu stöðu, enda virtist hann hafa færst í aukana er hann mætti í sjónvarpssal daginn eftir og fullyrti að ríkisstjórninni væri ætlað að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu – öllum til ills. Svo er auðvitað ekki, en því er ekki að neita að verkefni líðandi stundar eru erfið – og það er ekkert gamanmál að takast á við mörg þeirra. Þótt Árni sé reiður, þá er hann ekki þess umkominn að benda á neinar lausnir eða setja fram uppbyggilega gagnrýni. Þess í stað leikur formaðurinn sér að háfleygum orðum og býður samlanda sína velkomna til lýðveldisbyggingar (sem væntanlega er reist fyrir lánsfé) en þar eiga menn samkvæmt hugmyndum Árna að ræða málin og koma með lausnir. Á sama tíma og Árni kvartar sáran undan því að útgjöld ríkisins séu ekki hærri en raun ber vitni þá talar hann um ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Það felst mikil ábyrgð í því að reka ríkissjóð, sameiginlegri buddu þjóðarinnar. Nú hefur tekist að snúa við hallarekstri ríkisins, skuldasöfnun ríkisins hefur verið stöðvuð og annað árið í röð verður heildarjöfnuður ríkisins jákvæður. Til þess þurfti engar töfralausnir, engar skattahækkanir eða ný lán heldur einungis þann hugsunarhátt að heildarútgjöld séu ekki hærri en heildartekjur. Þetta er mjög mikilvægt atriði og í raun forsenda þess að hægt sé t.d. að byggja nýjan spítala eða semja um hækkun á launum lækna án þess að ráðstafa fjármunum framtíðarinnar með dýrum lánum. Þetta er eitthvað sem Árni kýs að hundsa. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er mælt fyrir breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Frumvarp sem hefur það að markmiði að einfalda skattkerfið, afnema úreld vörugjöld og þar með auka ráðstöfunartekjur almennings um 0,5%. Formaður Samfylkingarinnar telur þetta ekki gott verkefni og afvegaleiðir umræðuna með því að einblína á einn vöruflokk í staðin fyrir að horfa heildrænt á málið. Hann hefur fengið til liðs við sig formenn ASÍ og VR og saman kallar hópurinn einróma að frumvarpið sé aðför að heimilum landsins. Þetta er óábyrgur málflutningur og skrýtið að litið sé á aukningu ráðstöfunartekna sem aðför að heimilum. Í lýðveldisbyggingu Árna ræða menn lausnir, aðgerðir og framfarir. Ef ég les rétt í orð Árna þá þurfa þeir sem sitja við langborð lýðveldisbyggingarinnar að beina kröftum í góðan farveg og bjóða fram einhverja valkosti í verkefnunum framundan. Það er ósk mín að Árni sýni þá mannasiði í lýðveldisbyggingunni sem hann krefst af öðrum gestum hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag flutti Árni Páll Árnason, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, ræðu á flokksráðsfundi fylkingarinnar. Ræðan einkenndist af bölmóð og reiði. Tilgangur ræðunnar var vafalaust sá, að auka á vantrú almennings á íslensku samfélagi, sem að mati Árna er bersýnilega á leið til glötunar. Árni kennir núverandi ríkisstjórn um þessa vondu stöðu, enda virtist hann hafa færst í aukana er hann mætti í sjónvarpssal daginn eftir og fullyrti að ríkisstjórninni væri ætlað að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu – öllum til ills. Svo er auðvitað ekki, en því er ekki að neita að verkefni líðandi stundar eru erfið – og það er ekkert gamanmál að takast á við mörg þeirra. Þótt Árni sé reiður, þá er hann ekki þess umkominn að benda á neinar lausnir eða setja fram uppbyggilega gagnrýni. Þess í stað leikur formaðurinn sér að háfleygum orðum og býður samlanda sína velkomna til lýðveldisbyggingar (sem væntanlega er reist fyrir lánsfé) en þar eiga menn samkvæmt hugmyndum Árna að ræða málin og koma með lausnir. Á sama tíma og Árni kvartar sáran undan því að útgjöld ríkisins séu ekki hærri en raun ber vitni þá talar hann um ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Það felst mikil ábyrgð í því að reka ríkissjóð, sameiginlegri buddu þjóðarinnar. Nú hefur tekist að snúa við hallarekstri ríkisins, skuldasöfnun ríkisins hefur verið stöðvuð og annað árið í röð verður heildarjöfnuður ríkisins jákvæður. Til þess þurfti engar töfralausnir, engar skattahækkanir eða ný lán heldur einungis þann hugsunarhátt að heildarútgjöld séu ekki hærri en heildartekjur. Þetta er mjög mikilvægt atriði og í raun forsenda þess að hægt sé t.d. að byggja nýjan spítala eða semja um hækkun á launum lækna án þess að ráðstafa fjármunum framtíðarinnar með dýrum lánum. Þetta er eitthvað sem Árni kýs að hundsa. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er mælt fyrir breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Frumvarp sem hefur það að markmiði að einfalda skattkerfið, afnema úreld vörugjöld og þar með auka ráðstöfunartekjur almennings um 0,5%. Formaður Samfylkingarinnar telur þetta ekki gott verkefni og afvegaleiðir umræðuna með því að einblína á einn vöruflokk í staðin fyrir að horfa heildrænt á málið. Hann hefur fengið til liðs við sig formenn ASÍ og VR og saman kallar hópurinn einróma að frumvarpið sé aðför að heimilum landsins. Þetta er óábyrgur málflutningur og skrýtið að litið sé á aukningu ráðstöfunartekna sem aðför að heimilum. Í lýðveldisbyggingu Árna ræða menn lausnir, aðgerðir og framfarir. Ef ég les rétt í orð Árna þá þurfa þeir sem sitja við langborð lýðveldisbyggingarinnar að beina kröftum í góðan farveg og bjóða fram einhverja valkosti í verkefnunum framundan. Það er ósk mín að Árni sýni þá mannasiði í lýðveldisbyggingunni sem hann krefst af öðrum gestum hennar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar