Framtíðarsýn og pólitísk ábyrgð Guðfræðingar skrifar 21. júní 2014 07:00 Flest bendir til að á næstu árum aukist áhrif hlýnunar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Spurt hefur verið hvort Íslendingar geti mögulega hagnast á þeirri breytingu, hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafnvel orðið okkur til happs eins og „blessað stríðið“ sem hratt okkur loks inn í nútímann.Heimóttarleg framtíðarsýn Með hlýnun munu vissulega berast nýjar tegundir til landsins sem við getum nýtt okkur. Deilurnar um makrílinn sýna að hér er þó ekki um einfalt mál að ræða. Makrílstríðið er samt aðeins forsmekkur að stærri átökum sem fylgja munu hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmilega kalla á nýja skiptingu lífsgæða. Þá er vafamál hvort við getum og viljum auka matvælaframleiðslu hér til að lina neyð þeirra sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Við framleiðum þegar matvæli til útflutnings. Þau eru þó ekki notuð til að seðja hungur þeirra sem þjást og fátt bendir til að breytingar verði á því. Núverandi stefna okkar og ekki síst Hrunið gefa því miður ekki tilefni til annars en að ætla að hugur okkar standi einkum til að auka gnægtir okkar sjálfra og þeirra sem hafa greiðslugetu eða háþróaðar vörur til skiptanna. Stórfelld ræktun korns og annarra matvæla sem við höfum takmarkaða reynslu af gerir líka aukna kröfu um þekkingu, færni og fjármagn. Hér erum við komin að kjarna máls. Loftslagsváin mun stuðla að enn meiri ójöfnuði en þegar er orðinn milli þeirra sem hafa og hinna sem skortir. Við erum að tala um brýnustu lífsnauðsynjar og möguleikann á að verða sér úti um þær. Þetta er skilyrðislaust það fyrsta sem við verðum að velta fyrir okkur í núverandi stöðu. Spurningin um hvort við getum bætt stöðu okkar hlýtur að mæta afgangi þegar um líf og dauða fólks er að tefla.Hlutverk Íslendinga Okkar Íslendinga mun ekki bíða neitt „Messíasar“–hlutverk í framtíðinni í þeirri merkingu að okkur muni óvænt birtast sú lausn sem leysa muni vanda mannkyns, en það virðist áleitinn framtíðardraumur sem ýmsir ráðamenn okkar gera út á í seinni tíð. Við erum of fá og smá, menntun okkar takmörkuð og hugmyndir einhæfar. Efnahags- og skuldastaða okkar ætti þó að nægja til að koma okkur, borgurum dvergríkisins Íslands, niður á jörðina andspænis hugmyndinni um okkur sem bjargvættir heimsins. Hlutverk okkar í framtíðinni ætti að felast í að gera betur það sem við höfum hingað til gert best — fyrst og síðast í samanburði við okkur sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálfbærni og endurnýjun líkt og við höfum kostað kapps um að gera í umgengni okkar við nytjastofnana í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýtingu okkar á náttúrunni í heild, en aukum umfram allt framlag okkar til þeirra þjóða sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Þannig stuðlum við að friði og réttlæti í heiminum.Arnfríður GuðmundsdóttirBaldur KristjánssonHjalti HugasonSigrún ÓskarsdóttirSólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flest bendir til að á næstu árum aukist áhrif hlýnunar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Spurt hefur verið hvort Íslendingar geti mögulega hagnast á þeirri breytingu, hvort hin aðsteðjandi ógn geti jafnvel orðið okkur til happs eins og „blessað stríðið“ sem hratt okkur loks inn í nútímann.Heimóttarleg framtíðarsýn Með hlýnun munu vissulega berast nýjar tegundir til landsins sem við getum nýtt okkur. Deilurnar um makrílinn sýna að hér er þó ekki um einfalt mál að ræða. Makrílstríðið er samt aðeins forsmekkur að stærri átökum sem fylgja munu hlýnuninni. Hún mun óhjákvæmilega kalla á nýja skiptingu lífsgæða. Þá er vafamál hvort við getum og viljum auka matvælaframleiðslu hér til að lina neyð þeirra sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Við framleiðum þegar matvæli til útflutnings. Þau eru þó ekki notuð til að seðja hungur þeirra sem þjást og fátt bendir til að breytingar verði á því. Núverandi stefna okkar og ekki síst Hrunið gefa því miður ekki tilefni til annars en að ætla að hugur okkar standi einkum til að auka gnægtir okkar sjálfra og þeirra sem hafa greiðslugetu eða háþróaðar vörur til skiptanna. Stórfelld ræktun korns og annarra matvæla sem við höfum takmarkaða reynslu af gerir líka aukna kröfu um þekkingu, færni og fjármagn. Hér erum við komin að kjarna máls. Loftslagsváin mun stuðla að enn meiri ójöfnuði en þegar er orðinn milli þeirra sem hafa og hinna sem skortir. Við erum að tala um brýnustu lífsnauðsynjar og möguleikann á að verða sér úti um þær. Þetta er skilyrðislaust það fyrsta sem við verðum að velta fyrir okkur í núverandi stöðu. Spurningin um hvort við getum bætt stöðu okkar hlýtur að mæta afgangi þegar um líf og dauða fólks er að tefla.Hlutverk Íslendinga Okkar Íslendinga mun ekki bíða neitt „Messíasar“–hlutverk í framtíðinni í þeirri merkingu að okkur muni óvænt birtast sú lausn sem leysa muni vanda mannkyns, en það virðist áleitinn framtíðardraumur sem ýmsir ráðamenn okkar gera út á í seinni tíð. Við erum of fá og smá, menntun okkar takmörkuð og hugmyndir einhæfar. Efnahags- og skuldastaða okkar ætti þó að nægja til að koma okkur, borgurum dvergríkisins Íslands, niður á jörðina andspænis hugmyndinni um okkur sem bjargvættir heimsins. Hlutverk okkar í framtíðinni ætti að felast í að gera betur það sem við höfum hingað til gert best — fyrst og síðast í samanburði við okkur sjálf en ekki aðra. Keppum að sjálfbærni og endurnýjun líkt og við höfum kostað kapps um að gera í umgengni okkar við nytjastofnana í hafinu. Yfirfærum þá sýn á nýtingu okkar á náttúrunni í heild, en aukum umfram allt framlag okkar til þeirra þjóða sem verða verst úti af völdum loftslagsbreytinganna. Þannig stuðlum við að friði og réttlæti í heiminum.Arnfríður GuðmundsdóttirBaldur KristjánssonHjalti HugasonSigrún ÓskarsdóttirSólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun