Lífið

Notar skó númer 47

Lína Langsokkur skilur ekki hvers vegna maður ætti að vera hræddur.
Lína Langsokkur skilur ekki hvers vegna maður ætti að vera hræddur.
Lína Langsokkur stígur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í vetur þar sem hún ætlar að skemmta áhorfendum á öllum aldri. Hún á fullt af gullpeningum og hest sem hún kallar bara Litla Kall.

1. Hver er þinn æðsti draumur?

Að allir leiki sér saman í alls konar leikjum og að allar fjölskyldurnar og vinirnir séu saman og allir leggi sig fram um að hafa gaman.

2. Af hverju ertu svona sterk?

Af því að ég get allt sem ég vil, ef ég er dugleg að æfa mig og trúi nógu mikið að ég geti það, þá hefst það auðvitað á endanum! 

3. Hvað heitir hesturinn þinn?

Ég kalla hann bara Litla Kall! Það heitir hann bara.

4. Hvað áttu marga gullpeninga?

Ég er ekkert voðalega góð í fargnöldrun þó að ég geti flest en ég myndi giska á hoonhundrað-sjötjúfúsund-áttatíuogtuttuguogníuþúsund.

5. Hvar er pabbi þinn?

Hann er einhvers staðar í Karíbahafinu, þar sá ég hann síðast að minnsta kosti. Við vorum á sjóræningjaskipinu okkar á siglingu þegar alda kom úr óveðrinu og steypti pabba mínum í sjóinn. Ég hugsa að hann hafi flotið á skipinu á einhverja eyju þar sem hann situr og hámar í sig hákarla úr sjónum. Skipið okkar nær svo í hann og kemur með hann til mín á Sjónarhól, örugglega. Það vona ég að minnsta kosti.

6. Númer hvað eru skórnir þínir?

Það stendur á þeim 47!

7. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?

Sjóræningi!! Eins og pabbi minn.

8. Hvort er skemmtilegra, Tommi eða Anna?

Þau eru bæði bestu vinir mínir!

9. Ertu hrædd við eitthvað?

Nei, auðvitað ekki! Til hvers er það eiginlega?

10. Er sviðið í Borgarleikhúsinu nógu stórt fyrir þig?

Í vetur að minnsta kosti!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.