Virkara íbúalýðræði Gunnar Gíslason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Á Akureyri sem víðar heyrast háværar raddir um að bæjarfulltrúar hafi ekki nægilegt samráð við íbúana um stærri mál sem snerta beint hagsmuni og velferð bæjarbúa. Við þessu vil ég bregðast og auka þátttöku íbúanna í ákvörðunartöku sem snertir ýmis stærri mál. Margt hefur verið gert; íbúaþing hafa verið haldin, boðið er upp á viðtalstíma bæjarfulltrúa, skipulagsákvarðanir eru settar í lögboðið umsagnarferli, boðað er til kynningarfunda um einstök mál og íbúum hefur staðið til boða að koma fram með tillögur um afmörkuð mál. En betur má ef duga skal. Íbúarnir gera kröfu um að á þá sé hlustað og tillit tekið til afstöðu þeirra til einstakra mála. Þetta eru oft mál sem hafa mikil áhrif á líf þeirra til framtíðar. Ég tel góðan kost í mörgum stærri málum, svo sem skipulagsmálum sem hafa áhrif á bæjarbúa alla, að haldnar verði rafrænar íbúakosningar. Tæknin og þekkingin er til staðar nú á 21. öldinni svo einfalt og hagkvæmt verði að framkvæma slíkt. Einnig vil ég auka vægi hverfisnefnda í stjórnkerfi bæjarins. Stjórnmálamenn eiga ekki að þvinga í gegn hugmyndir sem snerta nánasta umhverfi hóps bæjarbúa sem íbúum almennt hugnast ekki. Leggja þarf ríka áherslu á að móta skýra sýn fyrir sveitarfélagið allt til lengri tíma í stærri málum sem valdið geta úlfúð og deilum, svo sem þegar horft er til þéttingar byggðar. Við verðum að hafa í okkur dug til að takast á við erfiða umræðu í stað þess að flýja hana og keyra málin í gegn án tillits til allra sjónarmiða. Með því að móta skýra sýn og setja okkur markmið getum við saman horft með meira öryggi til framtíðar. Það gefur íbúum og fyrirtækjum betri grunn að byggja á til framtíðar. Framtíðin verður ekki okkar nema við gerum hvað við getum til að hafa áhrif á hana og breyta aðstæðum til batnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Akureyri sem víðar heyrast háværar raddir um að bæjarfulltrúar hafi ekki nægilegt samráð við íbúana um stærri mál sem snerta beint hagsmuni og velferð bæjarbúa. Við þessu vil ég bregðast og auka þátttöku íbúanna í ákvörðunartöku sem snertir ýmis stærri mál. Margt hefur verið gert; íbúaþing hafa verið haldin, boðið er upp á viðtalstíma bæjarfulltrúa, skipulagsákvarðanir eru settar í lögboðið umsagnarferli, boðað er til kynningarfunda um einstök mál og íbúum hefur staðið til boða að koma fram með tillögur um afmörkuð mál. En betur má ef duga skal. Íbúarnir gera kröfu um að á þá sé hlustað og tillit tekið til afstöðu þeirra til einstakra mála. Þetta eru oft mál sem hafa mikil áhrif á líf þeirra til framtíðar. Ég tel góðan kost í mörgum stærri málum, svo sem skipulagsmálum sem hafa áhrif á bæjarbúa alla, að haldnar verði rafrænar íbúakosningar. Tæknin og þekkingin er til staðar nú á 21. öldinni svo einfalt og hagkvæmt verði að framkvæma slíkt. Einnig vil ég auka vægi hverfisnefnda í stjórnkerfi bæjarins. Stjórnmálamenn eiga ekki að þvinga í gegn hugmyndir sem snerta nánasta umhverfi hóps bæjarbúa sem íbúum almennt hugnast ekki. Leggja þarf ríka áherslu á að móta skýra sýn fyrir sveitarfélagið allt til lengri tíma í stærri málum sem valdið geta úlfúð og deilum, svo sem þegar horft er til þéttingar byggðar. Við verðum að hafa í okkur dug til að takast á við erfiða umræðu í stað þess að flýja hana og keyra málin í gegn án tillits til allra sjónarmiða. Með því að móta skýra sýn og setja okkur markmið getum við saman horft með meira öryggi til framtíðar. Það gefur íbúum og fyrirtækjum betri grunn að byggja á til framtíðar. Framtíðin verður ekki okkar nema við gerum hvað við getum til að hafa áhrif á hana og breyta aðstæðum til batnaðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar