Virkara íbúalýðræði Gunnar Gíslason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Á Akureyri sem víðar heyrast háværar raddir um að bæjarfulltrúar hafi ekki nægilegt samráð við íbúana um stærri mál sem snerta beint hagsmuni og velferð bæjarbúa. Við þessu vil ég bregðast og auka þátttöku íbúanna í ákvörðunartöku sem snertir ýmis stærri mál. Margt hefur verið gert; íbúaþing hafa verið haldin, boðið er upp á viðtalstíma bæjarfulltrúa, skipulagsákvarðanir eru settar í lögboðið umsagnarferli, boðað er til kynningarfunda um einstök mál og íbúum hefur staðið til boða að koma fram með tillögur um afmörkuð mál. En betur má ef duga skal. Íbúarnir gera kröfu um að á þá sé hlustað og tillit tekið til afstöðu þeirra til einstakra mála. Þetta eru oft mál sem hafa mikil áhrif á líf þeirra til framtíðar. Ég tel góðan kost í mörgum stærri málum, svo sem skipulagsmálum sem hafa áhrif á bæjarbúa alla, að haldnar verði rafrænar íbúakosningar. Tæknin og þekkingin er til staðar nú á 21. öldinni svo einfalt og hagkvæmt verði að framkvæma slíkt. Einnig vil ég auka vægi hverfisnefnda í stjórnkerfi bæjarins. Stjórnmálamenn eiga ekki að þvinga í gegn hugmyndir sem snerta nánasta umhverfi hóps bæjarbúa sem íbúum almennt hugnast ekki. Leggja þarf ríka áherslu á að móta skýra sýn fyrir sveitarfélagið allt til lengri tíma í stærri málum sem valdið geta úlfúð og deilum, svo sem þegar horft er til þéttingar byggðar. Við verðum að hafa í okkur dug til að takast á við erfiða umræðu í stað þess að flýja hana og keyra málin í gegn án tillits til allra sjónarmiða. Með því að móta skýra sýn og setja okkur markmið getum við saman horft með meira öryggi til framtíðar. Það gefur íbúum og fyrirtækjum betri grunn að byggja á til framtíðar. Framtíðin verður ekki okkar nema við gerum hvað við getum til að hafa áhrif á hana og breyta aðstæðum til batnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Á Akureyri sem víðar heyrast háværar raddir um að bæjarfulltrúar hafi ekki nægilegt samráð við íbúana um stærri mál sem snerta beint hagsmuni og velferð bæjarbúa. Við þessu vil ég bregðast og auka þátttöku íbúanna í ákvörðunartöku sem snertir ýmis stærri mál. Margt hefur verið gert; íbúaþing hafa verið haldin, boðið er upp á viðtalstíma bæjarfulltrúa, skipulagsákvarðanir eru settar í lögboðið umsagnarferli, boðað er til kynningarfunda um einstök mál og íbúum hefur staðið til boða að koma fram með tillögur um afmörkuð mál. En betur má ef duga skal. Íbúarnir gera kröfu um að á þá sé hlustað og tillit tekið til afstöðu þeirra til einstakra mála. Þetta eru oft mál sem hafa mikil áhrif á líf þeirra til framtíðar. Ég tel góðan kost í mörgum stærri málum, svo sem skipulagsmálum sem hafa áhrif á bæjarbúa alla, að haldnar verði rafrænar íbúakosningar. Tæknin og þekkingin er til staðar nú á 21. öldinni svo einfalt og hagkvæmt verði að framkvæma slíkt. Einnig vil ég auka vægi hverfisnefnda í stjórnkerfi bæjarins. Stjórnmálamenn eiga ekki að þvinga í gegn hugmyndir sem snerta nánasta umhverfi hóps bæjarbúa sem íbúum almennt hugnast ekki. Leggja þarf ríka áherslu á að móta skýra sýn fyrir sveitarfélagið allt til lengri tíma í stærri málum sem valdið geta úlfúð og deilum, svo sem þegar horft er til þéttingar byggðar. Við verðum að hafa í okkur dug til að takast á við erfiða umræðu í stað þess að flýja hana og keyra málin í gegn án tillits til allra sjónarmiða. Með því að móta skýra sýn og setja okkur markmið getum við saman horft með meira öryggi til framtíðar. Það gefur íbúum og fyrirtækjum betri grunn að byggja á til framtíðar. Framtíðin verður ekki okkar nema við gerum hvað við getum til að hafa áhrif á hana og breyta aðstæðum til batnaðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar