Heimili eða fjárfesting Erlendur Geirdal skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði og hírast í of litlum íbúðum og jafnvel ósamþykktum kytrum í atvinnuhúsnæði. Hér á landi hefur séreignarstefna ríkt í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að fjölskyldur festi sparifé sitt í steinsteypu og skuldsetji sig til að eignast húsnæði. Í kjölfar hrunsins er mun erfiðara að fá lán og flest ungt fólk hefur því litla möguleika á því að kaupa sér húsnæði af eigin rammleik vegna þess að það getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Þegar fjölskyldur geta ekki eignast eigin íbúð á Íslandi búa þær flestar við óöryggi í húsnæðismálum. Örum búferlaflutningum, vegna þess að ekki fást íbúðir til langtímaleigu, fylgja óþægindi og álag á fjölskyldurnar svo sem þegar næsta leiguíbúð er í öðru skólahverfi og börnin þurfa að kynnast nýjum félögum og aðlagast nýjum skólum. Húsnæðisleigumarkaður hefur aldrei náð að þroskast hér á landi í líkingu við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu. Líklegt er að það sé vegna hinnar miklu og einhliða áherslu á séreignarstefnuna.Sumir vilja leigja – óháð efnahag Margt ungt fólk vill eiga þess kost að búa með fjölskyldu sinni til lengri eða skemmri tíma að eigin vali í húsnæði þar sem það greiðir aðeins leigu en þarf ekki að fjárfesta í húsnæðinu. Það vill geta valið um að nota peninga sína til ferðalaga eða hvers annars sem það kýs sér í stað fjárfestingar. Það ætti að sjálfsögðu að bjóðast hér eins og víðast annars staðar. En til þess að slíkir valkostir geti boðist á Íslandi er brýnt að hér verði til alvöruleigumarkaður með eðlilegu framboði á leiguhúsnæði. Ljóst er að hér duga markaðsöflin ein ekki frekar en hjá öðrum þjóðum til að leysa málin og að opinberir aðilar þurfa að koma þar að. Því er ástæða til að fagna áformum Reykjavíkurborgar um stórátak í byggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við ýmis félagasamtök. Einnig ber að fagna nýlegri samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að bærinn hefji undirbúning að byggingu húsnæðis í bænum þar sem boðnar verða hagkvæmar íbúðir til leigu á almennum og félagslegum markaði. Það er löngu tímabært að fjölskyldur sem það kjósa, geti búið sér öruggt heimili til lengri tíma á Íslandi án þess að þurfa endilega að fjárfesta í húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði og hírast í of litlum íbúðum og jafnvel ósamþykktum kytrum í atvinnuhúsnæði. Hér á landi hefur séreignarstefna ríkt í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að fjölskyldur festi sparifé sitt í steinsteypu og skuldsetji sig til að eignast húsnæði. Í kjölfar hrunsins er mun erfiðara að fá lán og flest ungt fólk hefur því litla möguleika á því að kaupa sér húsnæði af eigin rammleik vegna þess að það getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Þegar fjölskyldur geta ekki eignast eigin íbúð á Íslandi búa þær flestar við óöryggi í húsnæðismálum. Örum búferlaflutningum, vegna þess að ekki fást íbúðir til langtímaleigu, fylgja óþægindi og álag á fjölskyldurnar svo sem þegar næsta leiguíbúð er í öðru skólahverfi og börnin þurfa að kynnast nýjum félögum og aðlagast nýjum skólum. Húsnæðisleigumarkaður hefur aldrei náð að þroskast hér á landi í líkingu við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu. Líklegt er að það sé vegna hinnar miklu og einhliða áherslu á séreignarstefnuna.Sumir vilja leigja – óháð efnahag Margt ungt fólk vill eiga þess kost að búa með fjölskyldu sinni til lengri eða skemmri tíma að eigin vali í húsnæði þar sem það greiðir aðeins leigu en þarf ekki að fjárfesta í húsnæðinu. Það vill geta valið um að nota peninga sína til ferðalaga eða hvers annars sem það kýs sér í stað fjárfestingar. Það ætti að sjálfsögðu að bjóðast hér eins og víðast annars staðar. En til þess að slíkir valkostir geti boðist á Íslandi er brýnt að hér verði til alvöruleigumarkaður með eðlilegu framboði á leiguhúsnæði. Ljóst er að hér duga markaðsöflin ein ekki frekar en hjá öðrum þjóðum til að leysa málin og að opinberir aðilar þurfa að koma þar að. Því er ástæða til að fagna áformum Reykjavíkurborgar um stórátak í byggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við ýmis félagasamtök. Einnig ber að fagna nýlegri samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að bærinn hefji undirbúning að byggingu húsnæðis í bænum þar sem boðnar verða hagkvæmar íbúðir til leigu á almennum og félagslegum markaði. Það er löngu tímabært að fjölskyldur sem það kjósa, geti búið sér öruggt heimili til lengri tíma á Íslandi án þess að þurfa endilega að fjárfesta í húsnæði.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun