Svanurinn 25 ára – saga af umhverfisvitund Umhverfisráðherrar á Norðurlöndum skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Nemandi situr í skólastofu og litar svan sem prýðir bakhliðina á stílabókinni. Við vaskinn þvær annar sér um hendur með sápu sem merkt er þessum sama svani. Við sjáum hann víðar; þegar farið er á fætur, á leið til vinnu, á vinnustaðnum, úti í búð og á eldhúsborðinu heima á stílabókum barnanna okkar. Í 25 ár hefur umhverfismerkið auðveldað almenningi á Norðurlöndum að taka tillit til umhverfisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt með því að leita uppi hinn auðþekkjanlega græna svan. Svanurinn setur umhverfiskröfur fyrir vörur á öllum stigum lífsferils þeirra; við framleiðslu, notkun og förgun. Merkið tryggir að umhverfisáhrif vörunnar séu lítil miðað við aðrar vörur í sama flokki. Og rétt eins og ljóti andarunginn verður hann hreinni og fegurri með aldrinum. Þær kröfur sem þarf að uppfylla til að mega nota Svansmerkið eru nefnilega hertar á þriggja eða fimm ára fresti. Framleiðendur fá ekki að sofna á verðinum, heldur er þess krafist að þeir bæti stöðugt vörur sínar Svansmerkið hefði þó ekki náð slíkri útbreiðslu hefði almenningur ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að setja umhverfið í forgang. Svanurinn á nefnilega allt sitt undir umhverfisvitund einstaklinga og grundvöllur merkisins er trúin á mátt einstaklingsins. Árið 1988 birtu Sameinuðu þjóðirnar og Brundtland-nefndin skýrslu um framtíðarsýn í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þar var því slegið föstu að umhverfisvernd væri ekki aðeins fyrir fáa útvalda, heldur gætu allir lagt sitt af mörkum til að draga úr umhverfisspjöllum. Ári síðar skreið Svanurinn – rökrétt framhald þessarar niðurstöðu – úr egginu, en oft er vísað til merkisins sem „verkfærakassa“ hins opinbera til að stuðla að því að neytendur velji umhverfisvæna kosti – sem þeir hafa og gert.Áreiðanleg staðfesting Þrátt fyrir miklar kröfur og ströng matsferli hefur atvinnulífið einnig tileinkað sér Svaninn. Svanurinn er tákn ábyrgra framleiðsluhátta og þar með áreiðanleg staðfesting þess að vara sé umhverfisvæn – ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur líka fyrirtæki. Svanurinn er orðinn stór – 25 ár eru liðin síðan Norræna ráðherranefndin kom honum á legg og staða merkisins er hugsanlega sterkari í dag en nokkurs annars norræns merkis. Nánar tiltekið þekkja yfir 90 prósent almennings á Norðurlöndum Svaninn og næstum jafn margir hafa mikla trú á því að svansmerktar vörur séu ekki eins skaðlegar umhverfinu og aðrar. Þetta þýðir að Svanurinn er best heppnaða umhverfismerking sem við þekkjum í dag og endurspeglar traust og meðvitund neytenda. „Allir“ þekkja Svansmerkið, sem er einstakt í sinni röð á Norðurlöndum. Nú sækjast meira að segja byggingariðnaðurinn og hótelkeðjur eftir því að uppfylla kröfur Svansins. Einnig er til umræðu að verðbréfasjóðir geti öðlast Svansmerkið. Ekki síst vegna loftslagsvandans verðum við að halda ótrauð áfram að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu og neyslu í því augnamiði að lágmarka umhverfisáhrif. Eigi það að takast þurfum við að hafa möguleika á að velja vörur með upplýstum hætti. Með Svaninum höfum við öðlast sameiginlega umhverfismerkingu – með því einfaldlega að hafa augun opin getum við öll tekið tillit til umhverfisins í dagsins önn. Norðurlönd hafa það orð á sér innan alþjóðasamfélagsins að þar láti fólk sér annt um hvert annað og náttúruna en möguleikar neytenda til að hafa áhrif ráða úrslitum um árangurinn af hvaða umhverfisstefnu sem er. Við erum þekkt fyrir hreina orku, fagra náttúru og atvinnulíf sem er í fremstu röð þegar kemur að umhverfistækni. Síðast en ekki síst eru norrænir neytendur meðvitaðir um umhverfismál. Ábyrgum framleiðendum, skólanemum og neytendum óskum við til hamingju með 25 ára afmæli Svansins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nemandi situr í skólastofu og litar svan sem prýðir bakhliðina á stílabókinni. Við vaskinn þvær annar sér um hendur með sápu sem merkt er þessum sama svani. Við sjáum hann víðar; þegar farið er á fætur, á leið til vinnu, á vinnustaðnum, úti í búð og á eldhúsborðinu heima á stílabókum barnanna okkar. Í 25 ár hefur umhverfismerkið auðveldað almenningi á Norðurlöndum að taka tillit til umhverfisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt með því að leita uppi hinn auðþekkjanlega græna svan. Svanurinn setur umhverfiskröfur fyrir vörur á öllum stigum lífsferils þeirra; við framleiðslu, notkun og förgun. Merkið tryggir að umhverfisáhrif vörunnar séu lítil miðað við aðrar vörur í sama flokki. Og rétt eins og ljóti andarunginn verður hann hreinni og fegurri með aldrinum. Þær kröfur sem þarf að uppfylla til að mega nota Svansmerkið eru nefnilega hertar á þriggja eða fimm ára fresti. Framleiðendur fá ekki að sofna á verðinum, heldur er þess krafist að þeir bæti stöðugt vörur sínar Svansmerkið hefði þó ekki náð slíkri útbreiðslu hefði almenningur ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að setja umhverfið í forgang. Svanurinn á nefnilega allt sitt undir umhverfisvitund einstaklinga og grundvöllur merkisins er trúin á mátt einstaklingsins. Árið 1988 birtu Sameinuðu þjóðirnar og Brundtland-nefndin skýrslu um framtíðarsýn í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þar var því slegið föstu að umhverfisvernd væri ekki aðeins fyrir fáa útvalda, heldur gætu allir lagt sitt af mörkum til að draga úr umhverfisspjöllum. Ári síðar skreið Svanurinn – rökrétt framhald þessarar niðurstöðu – úr egginu, en oft er vísað til merkisins sem „verkfærakassa“ hins opinbera til að stuðla að því að neytendur velji umhverfisvæna kosti – sem þeir hafa og gert.Áreiðanleg staðfesting Þrátt fyrir miklar kröfur og ströng matsferli hefur atvinnulífið einnig tileinkað sér Svaninn. Svanurinn er tákn ábyrgra framleiðsluhátta og þar með áreiðanleg staðfesting þess að vara sé umhverfisvæn – ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur líka fyrirtæki. Svanurinn er orðinn stór – 25 ár eru liðin síðan Norræna ráðherranefndin kom honum á legg og staða merkisins er hugsanlega sterkari í dag en nokkurs annars norræns merkis. Nánar tiltekið þekkja yfir 90 prósent almennings á Norðurlöndum Svaninn og næstum jafn margir hafa mikla trú á því að svansmerktar vörur séu ekki eins skaðlegar umhverfinu og aðrar. Þetta þýðir að Svanurinn er best heppnaða umhverfismerking sem við þekkjum í dag og endurspeglar traust og meðvitund neytenda. „Allir“ þekkja Svansmerkið, sem er einstakt í sinni röð á Norðurlöndum. Nú sækjast meira að segja byggingariðnaðurinn og hótelkeðjur eftir því að uppfylla kröfur Svansins. Einnig er til umræðu að verðbréfasjóðir geti öðlast Svansmerkið. Ekki síst vegna loftslagsvandans verðum við að halda ótrauð áfram að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu og neyslu í því augnamiði að lágmarka umhverfisáhrif. Eigi það að takast þurfum við að hafa möguleika á að velja vörur með upplýstum hætti. Með Svaninum höfum við öðlast sameiginlega umhverfismerkingu – með því einfaldlega að hafa augun opin getum við öll tekið tillit til umhverfisins í dagsins önn. Norðurlönd hafa það orð á sér innan alþjóðasamfélagsins að þar láti fólk sér annt um hvert annað og náttúruna en möguleikar neytenda til að hafa áhrif ráða úrslitum um árangurinn af hvaða umhverfisstefnu sem er. Við erum þekkt fyrir hreina orku, fagra náttúru og atvinnulíf sem er í fremstu röð þegar kemur að umhverfistækni. Síðast en ekki síst eru norrænir neytendur meðvitaðir um umhverfismál. Ábyrgum framleiðendum, skólanemum og neytendum óskum við til hamingju með 25 ára afmæli Svansins!
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun