Svanurinn 25 ára – saga af umhverfisvitund Umhverfisráðherrar á Norðurlöndum skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Nemandi situr í skólastofu og litar svan sem prýðir bakhliðina á stílabókinni. Við vaskinn þvær annar sér um hendur með sápu sem merkt er þessum sama svani. Við sjáum hann víðar; þegar farið er á fætur, á leið til vinnu, á vinnustaðnum, úti í búð og á eldhúsborðinu heima á stílabókum barnanna okkar. Í 25 ár hefur umhverfismerkið auðveldað almenningi á Norðurlöndum að taka tillit til umhverfisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt með því að leita uppi hinn auðþekkjanlega græna svan. Svanurinn setur umhverfiskröfur fyrir vörur á öllum stigum lífsferils þeirra; við framleiðslu, notkun og förgun. Merkið tryggir að umhverfisáhrif vörunnar séu lítil miðað við aðrar vörur í sama flokki. Og rétt eins og ljóti andarunginn verður hann hreinni og fegurri með aldrinum. Þær kröfur sem þarf að uppfylla til að mega nota Svansmerkið eru nefnilega hertar á þriggja eða fimm ára fresti. Framleiðendur fá ekki að sofna á verðinum, heldur er þess krafist að þeir bæti stöðugt vörur sínar Svansmerkið hefði þó ekki náð slíkri útbreiðslu hefði almenningur ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að setja umhverfið í forgang. Svanurinn á nefnilega allt sitt undir umhverfisvitund einstaklinga og grundvöllur merkisins er trúin á mátt einstaklingsins. Árið 1988 birtu Sameinuðu þjóðirnar og Brundtland-nefndin skýrslu um framtíðarsýn í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þar var því slegið föstu að umhverfisvernd væri ekki aðeins fyrir fáa útvalda, heldur gætu allir lagt sitt af mörkum til að draga úr umhverfisspjöllum. Ári síðar skreið Svanurinn – rökrétt framhald þessarar niðurstöðu – úr egginu, en oft er vísað til merkisins sem „verkfærakassa“ hins opinbera til að stuðla að því að neytendur velji umhverfisvæna kosti – sem þeir hafa og gert.Áreiðanleg staðfesting Þrátt fyrir miklar kröfur og ströng matsferli hefur atvinnulífið einnig tileinkað sér Svaninn. Svanurinn er tákn ábyrgra framleiðsluhátta og þar með áreiðanleg staðfesting þess að vara sé umhverfisvæn – ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur líka fyrirtæki. Svanurinn er orðinn stór – 25 ár eru liðin síðan Norræna ráðherranefndin kom honum á legg og staða merkisins er hugsanlega sterkari í dag en nokkurs annars norræns merkis. Nánar tiltekið þekkja yfir 90 prósent almennings á Norðurlöndum Svaninn og næstum jafn margir hafa mikla trú á því að svansmerktar vörur séu ekki eins skaðlegar umhverfinu og aðrar. Þetta þýðir að Svanurinn er best heppnaða umhverfismerking sem við þekkjum í dag og endurspeglar traust og meðvitund neytenda. „Allir“ þekkja Svansmerkið, sem er einstakt í sinni röð á Norðurlöndum. Nú sækjast meira að segja byggingariðnaðurinn og hótelkeðjur eftir því að uppfylla kröfur Svansins. Einnig er til umræðu að verðbréfasjóðir geti öðlast Svansmerkið. Ekki síst vegna loftslagsvandans verðum við að halda ótrauð áfram að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu og neyslu í því augnamiði að lágmarka umhverfisáhrif. Eigi það að takast þurfum við að hafa möguleika á að velja vörur með upplýstum hætti. Með Svaninum höfum við öðlast sameiginlega umhverfismerkingu – með því einfaldlega að hafa augun opin getum við öll tekið tillit til umhverfisins í dagsins önn. Norðurlönd hafa það orð á sér innan alþjóðasamfélagsins að þar láti fólk sér annt um hvert annað og náttúruna en möguleikar neytenda til að hafa áhrif ráða úrslitum um árangurinn af hvaða umhverfisstefnu sem er. Við erum þekkt fyrir hreina orku, fagra náttúru og atvinnulíf sem er í fremstu röð þegar kemur að umhverfistækni. Síðast en ekki síst eru norrænir neytendur meðvitaðir um umhverfismál. Ábyrgum framleiðendum, skólanemum og neytendum óskum við til hamingju með 25 ára afmæli Svansins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nemandi situr í skólastofu og litar svan sem prýðir bakhliðina á stílabókinni. Við vaskinn þvær annar sér um hendur með sápu sem merkt er þessum sama svani. Við sjáum hann víðar; þegar farið er á fætur, á leið til vinnu, á vinnustaðnum, úti í búð og á eldhúsborðinu heima á stílabókum barnanna okkar. Í 25 ár hefur umhverfismerkið auðveldað almenningi á Norðurlöndum að taka tillit til umhverfisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt með því að leita uppi hinn auðþekkjanlega græna svan. Svanurinn setur umhverfiskröfur fyrir vörur á öllum stigum lífsferils þeirra; við framleiðslu, notkun og förgun. Merkið tryggir að umhverfisáhrif vörunnar séu lítil miðað við aðrar vörur í sama flokki. Og rétt eins og ljóti andarunginn verður hann hreinni og fegurri með aldrinum. Þær kröfur sem þarf að uppfylla til að mega nota Svansmerkið eru nefnilega hertar á þriggja eða fimm ára fresti. Framleiðendur fá ekki að sofna á verðinum, heldur er þess krafist að þeir bæti stöðugt vörur sínar Svansmerkið hefði þó ekki náð slíkri útbreiðslu hefði almenningur ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að setja umhverfið í forgang. Svanurinn á nefnilega allt sitt undir umhverfisvitund einstaklinga og grundvöllur merkisins er trúin á mátt einstaklingsins. Árið 1988 birtu Sameinuðu þjóðirnar og Brundtland-nefndin skýrslu um framtíðarsýn í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þar var því slegið föstu að umhverfisvernd væri ekki aðeins fyrir fáa útvalda, heldur gætu allir lagt sitt af mörkum til að draga úr umhverfisspjöllum. Ári síðar skreið Svanurinn – rökrétt framhald þessarar niðurstöðu – úr egginu, en oft er vísað til merkisins sem „verkfærakassa“ hins opinbera til að stuðla að því að neytendur velji umhverfisvæna kosti – sem þeir hafa og gert.Áreiðanleg staðfesting Þrátt fyrir miklar kröfur og ströng matsferli hefur atvinnulífið einnig tileinkað sér Svaninn. Svanurinn er tákn ábyrgra framleiðsluhátta og þar með áreiðanleg staðfesting þess að vara sé umhverfisvæn – ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur líka fyrirtæki. Svanurinn er orðinn stór – 25 ár eru liðin síðan Norræna ráðherranefndin kom honum á legg og staða merkisins er hugsanlega sterkari í dag en nokkurs annars norræns merkis. Nánar tiltekið þekkja yfir 90 prósent almennings á Norðurlöndum Svaninn og næstum jafn margir hafa mikla trú á því að svansmerktar vörur séu ekki eins skaðlegar umhverfinu og aðrar. Þetta þýðir að Svanurinn er best heppnaða umhverfismerking sem við þekkjum í dag og endurspeglar traust og meðvitund neytenda. „Allir“ þekkja Svansmerkið, sem er einstakt í sinni röð á Norðurlöndum. Nú sækjast meira að segja byggingariðnaðurinn og hótelkeðjur eftir því að uppfylla kröfur Svansins. Einnig er til umræðu að verðbréfasjóðir geti öðlast Svansmerkið. Ekki síst vegna loftslagsvandans verðum við að halda ótrauð áfram að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu og neyslu í því augnamiði að lágmarka umhverfisáhrif. Eigi það að takast þurfum við að hafa möguleika á að velja vörur með upplýstum hætti. Með Svaninum höfum við öðlast sameiginlega umhverfismerkingu – með því einfaldlega að hafa augun opin getum við öll tekið tillit til umhverfisins í dagsins önn. Norðurlönd hafa það orð á sér innan alþjóðasamfélagsins að þar láti fólk sér annt um hvert annað og náttúruna en möguleikar neytenda til að hafa áhrif ráða úrslitum um árangurinn af hvaða umhverfisstefnu sem er. Við erum þekkt fyrir hreina orku, fagra náttúru og atvinnulíf sem er í fremstu röð þegar kemur að umhverfistækni. Síðast en ekki síst eru norrænir neytendur meðvitaðir um umhverfismál. Ábyrgum framleiðendum, skólanemum og neytendum óskum við til hamingju með 25 ára afmæli Svansins!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar