Setti ríkið tóninn fyrir launaleiðréttingu lækna? Reynir Arngrímsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í upphafi árs 2014 um það leyti sem kjarasamningur Læknafélags Íslands rann sitt skeið birti fjármálaráðuneytið/RSK auglýsingu um viðmiðunarupphæðir reiknaðs endurgjalds vegna sjálfstætt starfandi lækna. Voru læknar þá fluttir upp um flokk og færðir úr flokki annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og viðmiðunarupphæðir hækkaðar. Þar er gert er ráð fyrir að lágmarkslaun lækna séu 850.000 kr. á mánuði. Áður hafði verið samsvörun milli launaliðar kjarasamnings LÍ og hins reiknaða endurgjalds sjálfstætt starfandi lækna. Miðað við núverandi launaliði í kjarasamningi LÍ og ráðuneytisins þurfa grunnlaun lækna að hækka umtalsvert svo þessari viðmiðun sé náð. Halda ber til haga að læknar á kjarasamningi LÍ greiða ekki í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og njóta því lakari lífeyristrygginga en aðrir opinberir starfsmenn.Óviðunandi staða Það þarf ekki lengi að skoða launaþróun og kjör hinna ýmsu starfsstétta, þó ekki skuli gert lítið úr mikilvægi þeirra eða ábyrgð, til að sjá óviðunandi stöðu sem læknum er búin og geta ekki lengur setið undir. Grunnlaun nýútskrifaðs læknis eru um 340.000 kr. og læknis með lækningaleyfi 370.000 kr. Byrjunargrunnlaun sérfræðilæknis er 530.000 kr. og fara hæst í 595.000 kr. eftir 14 ára starf. Þetta eru þau launakjör sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum ríkisins á Íslandi. Heildartekjur einstaklinga geta verið breytilegar og hærri en þar ræður mestu um fjöldi sólarhringsvakta sem viðkomandi tekur í hverjum mánuði. Vaktafyrirkomulag byggist í flestum tilfellum á gæsluvöktum og vinnulotum samfellt í 24 klst. eða jafnvel lengri. Vinnudagar lækna eru oft langir og viðfangsefnin flókin og ekki í alla staði auðveld. Kröfur um þekkingu, reynslu og nákvæmni í vinnubrögðum eru gífurleg og mistök dýrkeypt og ekki liðin.Stjórnvöld daufheyrast Til samanburðar má skoða þróun meðallauna ýmissa starfstétta hjá VR í launakönnun þess 2014 sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins. Þar má sjá að meðaltalsgrunnlaun bílstjóra eru nú 304.000 kr., móttökuritara við símavörslu 335.000 kr., gjaldkera við innheimtustörf 411.000 kr. Bókarar hafa 465.000 kr., sérhæfðir tryggingastarfsmenn 500.000 kr., fjármálastjórar 682.000 kr. og hag- og viðskiptafræðingar 620.000 kr. Himinn og haf er milli menntunarkostnaðar og tímalengdar náms lækna og þessara ágætu starfsstétta sem einnig þjóna mikilvægu hlutverki í klukkuverki samfélagsins. Starfsævi lækna er stutt í samanburði við allar aðrar stéttir. Algengt er að sérfræðingar snúi heim til starfa á fertugsaldri eftir að hafa verið í framhaldsnámi erlendis. Læknir lýkur námi 26-27 ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára og sérfræðiviðurkenningu fjórum til sex árum síðar. Læknar hafa nú í fyrsta sinn nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerðir eru boðaðar fram í desember hafi samningar ekki náðst. Það þykir læknum miður og þeir sinna öllum bráða- og neyðartilvikum þrátt fyrir að vera í verkfalli. Ástæða aðgerðanna er að núverandi launakjör eru ekki það dráttarafl sem dugar til að standa að endurnýjun í röðum sérmenntaðra lækna. Undanfarin misseri heyrir til undantekninga ef sérfræðilæknir flyst heim. Straumurinn er út. Mönnunarvandinn er raunverulegur. Með óviðunandi vinnuálagi og skertu aðgengi þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að snúa við. Samtök lækna geta ekki horft aðgerðarlaus á þessa þróun. Stjórnvöld daufheyrast og sinna í engu aðvörunarorðum. Læknar eru orðvör stétt en enginn skyldi ætla að þeim sé ekki fullkomin alvara í aðgerðum sínum. Læknar vænta leiðréttinga á grunnlaunum í núverandi kjaradeilu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs 2014 um það leyti sem kjarasamningur Læknafélags Íslands rann sitt skeið birti fjármálaráðuneytið/RSK auglýsingu um viðmiðunarupphæðir reiknaðs endurgjalds vegna sjálfstætt starfandi lækna. Voru læknar þá fluttir upp um flokk og færðir úr flokki annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og viðmiðunarupphæðir hækkaðar. Þar er gert er ráð fyrir að lágmarkslaun lækna séu 850.000 kr. á mánuði. Áður hafði verið samsvörun milli launaliðar kjarasamnings LÍ og hins reiknaða endurgjalds sjálfstætt starfandi lækna. Miðað við núverandi launaliði í kjarasamningi LÍ og ráðuneytisins þurfa grunnlaun lækna að hækka umtalsvert svo þessari viðmiðun sé náð. Halda ber til haga að læknar á kjarasamningi LÍ greiða ekki í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og njóta því lakari lífeyristrygginga en aðrir opinberir starfsmenn.Óviðunandi staða Það þarf ekki lengi að skoða launaþróun og kjör hinna ýmsu starfsstétta, þó ekki skuli gert lítið úr mikilvægi þeirra eða ábyrgð, til að sjá óviðunandi stöðu sem læknum er búin og geta ekki lengur setið undir. Grunnlaun nýútskrifaðs læknis eru um 340.000 kr. og læknis með lækningaleyfi 370.000 kr. Byrjunargrunnlaun sérfræðilæknis er 530.000 kr. og fara hæst í 595.000 kr. eftir 14 ára starf. Þetta eru þau launakjör sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum ríkisins á Íslandi. Heildartekjur einstaklinga geta verið breytilegar og hærri en þar ræður mestu um fjöldi sólarhringsvakta sem viðkomandi tekur í hverjum mánuði. Vaktafyrirkomulag byggist í flestum tilfellum á gæsluvöktum og vinnulotum samfellt í 24 klst. eða jafnvel lengri. Vinnudagar lækna eru oft langir og viðfangsefnin flókin og ekki í alla staði auðveld. Kröfur um þekkingu, reynslu og nákvæmni í vinnubrögðum eru gífurleg og mistök dýrkeypt og ekki liðin.Stjórnvöld daufheyrast Til samanburðar má skoða þróun meðallauna ýmissa starfstétta hjá VR í launakönnun þess 2014 sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins. Þar má sjá að meðaltalsgrunnlaun bílstjóra eru nú 304.000 kr., móttökuritara við símavörslu 335.000 kr., gjaldkera við innheimtustörf 411.000 kr. Bókarar hafa 465.000 kr., sérhæfðir tryggingastarfsmenn 500.000 kr., fjármálastjórar 682.000 kr. og hag- og viðskiptafræðingar 620.000 kr. Himinn og haf er milli menntunarkostnaðar og tímalengdar náms lækna og þessara ágætu starfsstétta sem einnig þjóna mikilvægu hlutverki í klukkuverki samfélagsins. Starfsævi lækna er stutt í samanburði við allar aðrar stéttir. Algengt er að sérfræðingar snúi heim til starfa á fertugsaldri eftir að hafa verið í framhaldsnámi erlendis. Læknir lýkur námi 26-27 ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára og sérfræðiviðurkenningu fjórum til sex árum síðar. Læknar hafa nú í fyrsta sinn nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerðir eru boðaðar fram í desember hafi samningar ekki náðst. Það þykir læknum miður og þeir sinna öllum bráða- og neyðartilvikum þrátt fyrir að vera í verkfalli. Ástæða aðgerðanna er að núverandi launakjör eru ekki það dráttarafl sem dugar til að standa að endurnýjun í röðum sérmenntaðra lækna. Undanfarin misseri heyrir til undantekninga ef sérfræðilæknir flyst heim. Straumurinn er út. Mönnunarvandinn er raunverulegur. Með óviðunandi vinnuálagi og skertu aðgengi þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að snúa við. Samtök lækna geta ekki horft aðgerðarlaus á þessa þróun. Stjórnvöld daufheyrast og sinna í engu aðvörunarorðum. Læknar eru orðvör stétt en enginn skyldi ætla að þeim sé ekki fullkomin alvara í aðgerðum sínum. Læknar vænta leiðréttinga á grunnlaunum í núverandi kjaradeilu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar